Fréttir

Nordic Salmon vinnufundur

Vinnufundur um framhaldsvinnslu á laxi verður haldinn þann 19. október í ráðhúsinu á Ölfusi. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Ölfus Cluster í Þorlákshöfn.

Markmið þessarar vinnustofu er að tengja saman og styðja við fjölmarga hagsmunaaðila sem starfa í laxeldisiðnaði á Norðurlöndum, með áherslu á að kanna valkosti og hagkvæmni fyrir framhaldsvinnslu laxaafurða. Í þessum hópi eru laxeldisstöðvar, sölu- og markaðsaðilar, tæknihönnuðir, framleiðendur vinnslutækja, rannsóknarhópar og flutningafyrirtæki.

Markmið verkefnisins er að koma á fót neti sérfræðinga til að greina heildstætt hvort framhaldsvinnsla á laxi sé fýsilegur kostur á Norðurlöndunum. Hópurinn mun síðan meta framleiðsluskala og greina nauðsynlega verkþætti og tillögur til að ná heildarmarkmiðinu.

Upprunaleg hugmynd verkefnisins er að nýta þekkingu frá velgengni þorskvinnslu á Íslandi yfir í norrænan laxaiðnað, til að stuðla að frekari hagnýtingu og skapa störf á Norðurlöndunum. Með því að nota nútímatækni vinnsluverksmiðja og gera neyslueiningar hagkvæmari, má auka virði í norrænum laxaiðnaði. Flakaafurðir og bitar úr laxi munu lækka útflutningskostnað í samanburði við heilan slægðan lax. Einnig mun það auka staðbundna nýtingu og vinnslu á aukaafurðum, svo sem afskurðir, bein og hausar, auk þess sem kolefnisfótsporið minnkar.

Skráning er hafin!

Skráðu þig með því að smella á skráningarhnappinn hér fyrir neðan:

Vinnufundurinn fer frem á ensku.

Uppkast af dagskrá:

08:30 Opening the workshop: Short introduction to the SWOT analysis, Sæmundur Elíasson
08:45 Address, Elliði Vignisson, major of Ölfus municipality
09:00-10:30 Session 1Competitiveness in secondary processing in the Nordic

  1. Halldor Thorkelson, Marel
  2. Frank Yri, Seaborn/Iceborn
  3. Per Alfred Holte, Maritech

10:30 – 11:00 Coffee

11:00 – 12:30 Session 2: Marketing and environment footprint

  1. Ingólfur Friðriksson, EES affair, Ministry of foreign affairs
  2. Sigurður Pétursson, Nova Food
    1. “Consumer decision making and carbon footprint”
  3. Audun Iversen, Nofima
  4. Jón Hafbo Atlason, Hiddenfjord

12:30 – 13:30 Lunch

13:30  14:45 Session 3: Side streams production

  1. Matti Isohätälä, Hätälä
  2.  Dennis Lohman, BAADER

14:45 Coffee break

15:15 – 16:00 Discussions and Round up

16:00 Closure

17:00 Refreshments at Lax-inn Mýrargötu 26, 101 Reykjavík

Fréttir

Frá hugmynd á borðið

Ráðstefna í Danmörku 25-26 apríl 2023

Lykillinn að þróun góðrar vöru í anda sjálfbærni er að nýta mátt skynmatsvísinda til að brúa bilið milli vísinda, iðnaðar og neytenda. Yfirskrift ráðstefnunnar er „From idea to consumption“ og á ráðstefnunni munum við rýna ferlið frá hugmynd á markað, með áherslu á sjálfbærni, þær áskoranir sem slíkt ferli felur oft í sér og það mikilvæga hlutverk sem skynmat gegnir í þróun vandaðra og sjálfbærra matar- og drykkjarvara.

Fagfólk og vísindafólk sem vinnur við skynmat, gæðamál og neytendamál á sviði matvæla og annarra neytendavara, fá þarna tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar. Ráðstefnan er einnig kjörin til að efla tengsl og tækifæri á norrænum slóðum. Skynmat, t.d. mat á gæðum og neytendamál, er mikilvægur hlekkur í þeirri vinnu sem fer fram i fyrirtækjum sem framleiða og selja neytendavöru.

Nordic Sensory Workshop er norræn ráðstefna sem hefur verið haldin um það bil annað hvert ár. Að ráðstefnunni standa sérfræðingar á sviði skynmats- og neytendarannsókna á Norðurlöndum og skiptast jafnframt á að halda ráðstefnuna. Í ár er það Danmörk (Teknologisk Institut) sem sér um skipulagningu með aðstoð frá norrænum samstarfsaðilum á Íslandi (Matís), Noregi (NOFIMA), RISE  (The Swedish Research Institute) og Finnlandi (VTT-Technical Research Centre of Finland).

Ráðstefnan verður haldin dagana 25-26 apríl 2023, Gregersenvej 1, 2630 Taastrup, Danmörku.

Opnað verður fyrir skráningu í janúar 2023, en hægt er að skrá sig á áminningarlista með tölvupósti á netfangið: lesh@teknologisk.dk

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast með því að smella hér eða með því að senda fyrirspurn á Kolbrúnu Sveinsdóttir hjá Matís á netfangið kolbrun@matis.is.

Ritrýndar greinar

Connecting the dots: An interdisciplinary perspective on climate change effects on whales and whale watching in Skjálfandi Bay, Iceland

The paper presents a synthesis of some of the interdisciplinary work from the ARCPATH project that focuses on the effects of climate change on Arctic social- ecological systems. It does so through the prism of whales and their recreational ecosystem services (ES). Whales present a group of species that are vulnerable to climate change and, at the same time, are central to the economies, cultures, and identities of many Arctic coastal communities. One such community is the town of Húsavík in Skj ́alfandi Bay, Iceland. The paper conducts an initial literature review to examine the effects of climate change on whales, globally, before using these findings and site-specific data from climate change modelling, whale observations from whale watching boats and whale watching trip records to investigate possible future impacts on whale watching in Skj ́alfandi Bay. The literature review identifies three categories of impacts on whales due to climate change, which concern changing distributions and migration, prey availability, and sea-ice and ocean temperature. Linear regression models identify statistically significant relationships between sea-surface temperatures (SST) and cetacean sightings for minke whales, blue whales and white-beaked-dolphins over the period 1995 to 2017. These species appear to have changed their usual feeding areas, and the results imply that further increases in SST are likely to further affect whale distributions. Future climate scenarios indicate that at least 2 ◦C of SST warming in Skj ́alfandi Bay up to 2050 might be inevitable regardless of the future emissions scenario, which implies nearly certain change that would require adaptation. The reliance of the local tourism sector on whale watching makes Húsavík vulnerable to the effects of climate change on whales. The results of this interdisciplinary inquiry emphasize the interconnectedness of different components of social-ecological systems and calls for adaptation planning that would enhance the resilience of local community to climate change and conservation measures that could enhance the protection of whales beyond the scope of the current whale sanctuary in Skjálfandi Bay.

Hlekkur að grein

Fréttir

Samstarf við Sjávarklasann um fullnýtingu fisks í Kanada

Allt frá stofnun Sjávarklasans 2011 hefur Matís átt í góðu og árangursríku samstarfi við klasann sjálfan og þau fyrirtæki sem í honum eru. Það hefur verið ævintýri líkast að taka þátt í og fylgjast með hvernig klasinn hefur blómstrað og skilað af sér nýjum fyrirtækjum, vörum og verðmætum landi og þjóð til heilla.

Meðal þeirra verkefna sem unnið er að um þessar mundir er ráðgjöf við yfirvöld og fyrirtæki í kringum Vötnin miklu (the Great Lakes) í Kanada hvað varðar fullnýtingu á þeim afla sem þar fæst. Verkefnið er unnið í tengslum við hugmyndafræði 100%fish. Í síðustu viku kom hópur tengdur verkefninu til að taka upp kynningarefni á rannsóknarstofum Matís. Fyrir hópnum fór dr. Alexandra Leeper, rannsóknar & þróunarstjóri Sjávarklasans, sem jafnframt er fyrrverandi starfsmaður Matís. Hér fylgja nokkrar myndir frá heimsókninni. Starfsfólk Matís er sérlega stolt að því að taka þátt í samstarfinu við Sjávarklasann.

Skýrslur

Matsskýrsla, efnistaka úr hafsbotni í Reyðarfirði. Anna Berg Samúelsdóttir, starfsm. og tengiliður fh. Fjarðabyggðahafna.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Skýrslur

Matsskýrsla, efnistaka úr hafsbotni í Hellisfirði í Norðfjarðarflóa. Anna Berg Samúelsdóttir, stafsm. og tengiliður fh. Fjarðabyggðahafna.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Skýrslur

Stjórnar og verndaráætlun, Hólmanes. Samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar og Fjarðabyggðar. Anna Berg Samúelsdóttir í starfshópi fh. Fjarðabyggðar.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Skýrslur

Stjórnar og verndaráætlun, Helgustaðanámu. Samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar og Fjarðabyggðar. Anna Berg í starfshópi fh. Fjarðabyggðar.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Skýrslur

Enduheimt votlendis í Fjarðabyggð, samstarfsverkefni Votlendissjóðsins, Landgræðslunnar og Fjarðabyggðar. Anna Berg í starfshópi fh. Fjarðabyggðar.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

linkur á fréttatilkynningu

Skýrslur

Umhverfissjá Fjarðabyggðar, starfsmaður verkefnis Anna Berg Samúelsdóttir fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

IS