Ritrýndar greinar

Connecting the dots: An interdisciplinary perspective on climate change effects on whales and whale watching in Skjálfandi Bay, Iceland

The paper presents a synthesis of some of the interdisciplinary work from the ARCPATH project that focuses on the effects of climate change on Arctic social- ecological systems. It does so through the prism of whales and their recreational ecosystem services (ES). Whales present a group of species that are vulnerable to climate change and, at the same time, are central to the economies, cultures, and identities of many Arctic coastal communities. One such community is the town of Húsavík in Skj ́alfandi Bay, Iceland. The paper conducts an initial literature review to examine the effects of climate change on whales, globally, before using these findings and site-specific data from climate change modelling, whale observations from whale watching boats and whale watching trip records to investigate possible future impacts on whale watching in Skj ́alfandi Bay. The literature review identifies three categories of impacts on whales due to climate change, which concern changing distributions and migration, prey availability, and sea-ice and ocean temperature. Linear regression models identify statistically significant relationships between sea-surface temperatures (SST) and cetacean sightings for minke whales, blue whales and white-beaked-dolphins over the period 1995 to 2017. These species appear to have changed their usual feeding areas, and the results imply that further increases in SST are likely to further affect whale distributions. Future climate scenarios indicate that at least 2 ◦C of SST warming in Skj ́alfandi Bay up to 2050 might be inevitable regardless of the future emissions scenario, which implies nearly certain change that would require adaptation. The reliance of the local tourism sector on whale watching makes Húsavík vulnerable to the effects of climate change on whales. The results of this interdisciplinary inquiry emphasize the interconnectedness of different components of social-ecological systems and calls for adaptation planning that would enhance the resilience of local community to climate change and conservation measures that could enhance the protection of whales beyond the scope of the current whale sanctuary in Skjálfandi Bay.

Hlekkur að grein

Fréttir

Samstarf við Sjávarklasann um fullnýtingu fisks í Kanada

Allt frá stofnun Sjávarklasans 2011 hefur Matís átt í góðu og árangursríku samstarfi við klasann sjálfan og þau fyrirtæki sem í honum eru. Það hefur verið ævintýri líkast að taka þátt í og fylgjast með hvernig klasinn hefur blómstrað og skilað af sér nýjum fyrirtækjum, vörum og verðmætum landi og þjóð til heilla.

Meðal þeirra verkefna sem unnið er að um þessar mundir er ráðgjöf við yfirvöld og fyrirtæki í kringum Vötnin miklu (the Great Lakes) í Kanada hvað varðar fullnýtingu á þeim afla sem þar fæst. Verkefnið er unnið í tengslum við hugmyndafræði 100%fish. Í síðustu viku kom hópur tengdur verkefninu til að taka upp kynningarefni á rannsóknarstofum Matís. Fyrir hópnum fór dr. Alexandra Leeper, rannsóknar & þróunarstjóri Sjávarklasans, sem jafnframt er fyrrverandi starfsmaður Matís. Hér fylgja nokkrar myndir frá heimsókninni. Starfsfólk Matís er sérlega stolt að því að taka þátt í samstarfinu við Sjávarklasann.

Skýrslur

Matsskýrsla, efnistaka úr hafsbotni í Reyðarfirði. Anna Berg Samúelsdóttir, starfsm. og tengiliður fh. Fjarðabyggðahafna.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Skýrslur

Matsskýrsla, efnistaka úr hafsbotni í Hellisfirði í Norðfjarðarflóa. Anna Berg Samúelsdóttir, stafsm. og tengiliður fh. Fjarðabyggðahafna.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Skýrslur

Stjórnar og verndaráætlun, Hólmanes. Samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar og Fjarðabyggðar. Anna Berg Samúelsdóttir í starfshópi fh. Fjarðabyggðar.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Skýrslur

Stjórnar og verndaráætlun, Helgustaðanámu. Samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar og Fjarðabyggðar. Anna Berg í starfshópi fh. Fjarðabyggðar.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Skýrslur

Enduheimt votlendis í Fjarðabyggð, samstarfsverkefni Votlendissjóðsins, Landgræðslunnar og Fjarðabyggðar. Anna Berg í starfshópi fh. Fjarðabyggðar.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

linkur á fréttatilkynningu

Skýrslur

Umhverfissjá Fjarðabyggðar, starfsmaður verkefnis Anna Berg Samúelsdóttir fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Skýrslur

Umhverfis- og loftlagsstefna Fjarðabyggðar 2020-2040. Starfsmaður verkefnis Anna Berg Samúelsdóttir fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð.

Höfundar:

Anna Berg Samúelsdóttir Anna Guðrún Þórhallsdóttir

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Fréttir

Virðiskeðja íslensks grænmetis

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Verkefnið Virðiskeðja Grænmetis hófst hjá Matís árið 2021 með styrk frá Matvælasjóði. Verkefnið tók fyrir gæði og geymsluþol íslensks grænmetis, ásamt því að kanna ný tækifæri, til að mynda við nýtingu á hliðarafurðum. Verkefninu er nú lokið og niðurstöður hafa verið gefnar út í fjórum skýrslum. Ólafur Reykdal verkefnastjóri og Eva Margrét Jónudóttir sérfræðingur, segja okkur hér frá verkefninu og þýðingu þess fyrir hagaðila.

Aukin verðmætasköpun í atvinnulífinu

Markmið verkefnisins var að bæta gæði, geymsluþol og minnka sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis í þeim tilgangi að efla grænmetisgeirann á Íslandi með nýrri þekkingu og auka gæði framleiðslunnar. Meginviðfangsefni verkefnisins voru geymsluþolsrannsóknir, athuganir á leiðum til að skapa verðmæti úr hliðarafurðum, og greining á leiðum til að draga úr rýrnun í virðiskeðjunni. Verkefnið gekk vonum framar og nú liggja fyrir nýjar hagnýtar upplýsingar. Áhugavert er að velta upp afhverju ákveðið var í upphafi að ráðast í þetta verkefni? 

„Það er í samræmi við hlutverk Matís að auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Ekki hefur verið unnið mikið fyrir grænmetisgeirann og því var ástæða til að bæta úr því,“ útskýrir Ólafur Reykdal.

Áhugaverðar niðurstöður og víðtæk áhrif

Verkefninu er nú lokið og hafa skýrslur verið gefnar út á vefsíðu Matís. Niðurstöðurnar eru margvíslegar og verkefnið skilar aukinni þekkingu sem mun nýtast hagaðilum áfram.

Niðurstöður úr mælingum á efnainnihaldi kartaflna kunna að koma mörgum á óvart. Í ljós kom að meira var af andoxunarefnum í kartöflunum en við var búist og mismikið var af kolvetnum (9-20%) eftir kartöfluyrkjum. Eftir því sem hlutfall kolvetna verður lægra því færri eru hitaeiningarnar í kartöflunum. Í ljósi andoxunarefnanna má því segja að hollusta kartaflna hafi verið vanmetin. Áhrif þessara niðurstaða létu ekki á sér standa og brugðust kartöflubændur á Þórustöðum við með eftirfarandi hætti:

„Verkefnið leiddi til þess að kartöflubændur á Þórustöðum í Eyjafirði endurskoðuðu merkingar á vörum sínum og í ljós kom sérstök efnasamsetning fyrir ný kartöfluafbrigði sem bændurnir höfðu tekið til ræktunar,“ segir Ólafur Reykdal.

Algengar kryddjurtir voru einnig rannsakaðar. Kryddjurtir eru bráðhollar, enda uppfullar af vítamínum og steinefnum auk þess sem þær eru notaðar til að bragðbæta matinn. „Verkefnið sýndi fram á mikla andoxunarvirkni í kryddjurtum og mikilvægi þess að geyma þær við réttar aðstæður. Útbúinn var einblöðungur sem kominn er í dreifingu,“ útskýrir Ólafur Reykdal. Hægt er að nálgast einblöðunginn hér neðst í fréttinni.

Mynd úr einblöðungi

„Borið var saman grænmeti pakkað í plast og ópakkað grænmeti í allt að 12 vikur. Afgerandi munur var á léttingu pakkaðs og ópakkaðs grænmetis, þetta var sérstaklega áberandi fyrir gulrófur. Gæði gulrófna í plastfilmu héldust í að minnsta kosti 12 vikur og þær töpuðu ekki þyngd,“ útskýrir Ólafur.  Útbúinn var einblöðungur með niðurstöðum, sem áhugasamir geta nálgast hér neðst í fréttinni.  

Myndirnar sýna pakkaðar og ópakkaðar gulrófur eftir 10 vikur í geymsluþolstilraun.

„Pakkað spergilkál fékk góðar gæðaeinkunnir í sjö vikur en það ópakkaða entist mun skemur. Fyrir fleiri grænmetistegundir er vísað til skýrslna.“

Hér má sjá Ólaf Reykdal og Evu Margréti Jónudóttir kynna niðurstöður verkefnisins á Nýsköpunarvikunni 2022.

„Ýmsar athuganir voru gerðar á aðfangakeðju grænmetis. Hitastig var mælt með síritum við flutninga á grænmeti um landið. Veikir hlekkir komu í ljós sérstaklega í dreifingastöðvum og verslunum á landsbyggðinni. Viðkomandi aðilar voru látnir vita og hafa þeir vonandi unnið að lagfæringum. Settar voru fram tillögur um það hvernig mætti draga úr rýrnun grænmetis í virðiskeðjunni,“ segir Ólafur Reykdal.

Niðurstöður mælinga á kartöflum komu á óvart

„Á óvart kom að meira mældist af andoxunarefnum í kartöflum en ýmsum litsterkum grænmetistegundum. Það vakti athygli hversu hátt hlutfall af steinefnum mátti finna í hliðarafurðum grænmetis. Sem dæmi þá er hlutfallslega meira af steinefnum í þurrefni að jafnaði úr hliðarafurðum (laufblöðum) en í algengu grænmeti. Þetta bendir til þess að meira af steinefnum sé að finna í hliðarafurðum en í algengu grænmeti og þar með spennandi möguleikar við vinnslu á því hráefni.

Annað sem vakti athygli var hversu algengt það er að hross séu að hluta til fóðruð á hliðarafurðum garðyrkju án þess að hafa hlotið nokkurn sýnilegan skaða af. Einhver gæti haldið því fram að með því að nota ýmsar hliðarafurðir í fóður þá gætu komið fram eitrunaráhrif en svo virðist ekki vera samkvæmt okkar heimildum miðað við það magn hliðarafurða sem er notað í fóður hér á landi.

Einnig kom verulega á óvart hversu mikið af fullkomlega góðu grænmeti er sóað vegna þess að markaðurinn getur ekki tekið við því öllu þegar það er sem ferskast. Þó við viljum alltaf reyna að minnka plastnotkun eins mikið og hægt er þá viljum við á sama tíma minnka sóun á mat með því að auka geymsluþol. Eins og niðurstöður þessa verkefnis gefa til kynna þá má auka geymsluþol grænmetis verulega með pökkun og því má segja að pökkun í þessu tilfelli kom sannarlega í veg fyrir sóun. Væntanlega verður hægt að draga úr plastnotkun með nýjum pökkunarefnum,“ segir Eva Margrét.

Ný tækifæri í kjölfar vel heppnaðs verkefnis

Verkefnið hefur alið af sér tvö spennandi verkefni. Annarsvegar verkefni um áskoranir við pökkun grænmetis og hinsvegar verkefni sem fjallar um verðmæti úr hliðarafurðum garðyrkju. Verkefnin hafa bæði hlotið styrk frá Matvælasjóði.

Verkefnið um áskoranir við pökkun grænmetis hófst nú á árinu 2022. „Vonast er til að niðurstöður þessa verkefnis hjálpi til við val á pökkunarefnum og aðferðum við pökkun,“ útskýrir Ólafur

Lagður hefur verið grunnur að nýjum rannsóknum á hliðarafurðum garðyrkju sem miða að framleiðslu verðmætra afurða, styrkur hefur fengist frá Matvælasjóði og er áætlað að verkefnið fari í gang á árinu 2022. „Verkefnið gengur út á að safna mismunandi hliðarafurðum frá garðyrkju t.d. því sem fellur til við afblöðun tómat- og gúrkuplantna, blöðum af útiræktuðu grænmeti eins og blómkáli, spergilkáli, gulrófum, gulrótum, blöðum og stilkum úr blómarækt. Auk þess verður skoðaður grundvöllur fyrir bættri nýtingu á annars flokks vörum og umfram magni af gulrófum. Lífefni og lífvirk efni verða einangruð úr hverjum lífmassa og magn, lífvirknieiginleikar og vinnslueiginleikar rannsakaðir með það að markmiði að nýta sem innihaldsefni í nýjar afurðir,“ útskýrir Eva Margrét.

Sérstakar þakkir til samstarfsaðila í verkefninu: Sölufélag garðyrkjumanna, deild garðyrkjubænda í Bændasamtökunum, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, verslanakeðjan Samkaup og  fjölmargir garðyrkjubændur.

Hér fyrir neðan má finna skýrslurnar fjórar:

  • Skýrsla 1: Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis, smelltu hér
  • Skýrsla 2: Hliðarafurðir grænmetisframleiðslu, smelltu hér
  • Skýrsla 3: Greining á rýrnun í virðiskeðju grænmetis, smelltu hér
  • Skýrsla 4: Geymsluþol og rýrnun í virðiskeðju grænmetis, smelltu hér

Einblöðunginn Kryddjurtir- Hollar en viðkvæmar, má finna hér

Einblöðunginn Pökkun á gulrófum varðveitir gæði og hindrar vatnstap, má finna hér

Verkefni um grænmeti eru unnin á ýmsum sviðum hjá Matís en falla undir þjónustuflokkinn Grænmeti og korn. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér betur rannsóknir og nýsköpun í þeim þjónustuflokki má nálgast upplýsingar með því að smella hér: https://matis.is/thjonustuflokkar/graenmeti-og-korn/

IS