Fréttir

Landnám örvera á eldstöðvunum Surtsey og Fimmvörðuháls

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Samanburður á örverusamfélögum úr andrúmslofti og í hrauni frá tveimur ólíkum virkum eldfjallasvæðum á Íslandi, Surtsey og Fimmvörðuhálsi.

Aurelien Daussin doktorsnemi hjá Matís hefur fengið útgefna vísindagrein í tímaritinu Microorganisms (MDPI). Greinin ber titilinn „Comparison of Atmospheric and Lithospheric Culturable Bacterial Communities from Two Dissimilar Active Volcanic Sites, Surtsey Island and Fimmvörðuháls Mountain in Iceland“. Pauline Vannier og Viggó Þór Marteinsson leiðbeinendur og starfsmenn Matís eru einnig meðhöfundar greinarinnar.

Markmið rannsóknarinnar var að meta og bera saman fjölbreytileika ræktanlegra örverusamfélaga í hrauni á tveimur ólíkum íslenskum eldstöðvum, á eyjunni Surtsey og á Fimmvörðuhálsi og rannsaka uppruna þeirra.  Loft- og hraunsýnum var safnað á árunum 2018-2019 frá báðum eldfjallasvæðunum. Helstu niðurstöður sýndu að uppruni flestra ræktanlegara örvera í hraunmolunum kom úr nærumhverfinu (85%) en aðrar hafa borist langt að.

Greinina í heild sinni er hægt að lesa hér.