Fréttir

Heilkorn er tengt við heilsufarslegan ávinning

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Bygg hefur verið ræktað á Íslandi með góðum árangri. Ræktun á höfrum er nýleg viðbót og lofar hún mjög góðu. Í verslunum má finna íslenskt bygg á ýmsu formi en einnig haframjöl. Bygg og hafrar hafa mikla sérstöðu meðal korntegunda, þessar korntegundir eru ríkar af trefjaefnum eins og beta-glúkönum sem eru í mjög takmörkuðum mæli í hveiti. Korn er mjög mikilvægt fyrir fæðuöryggi á Íslandi og er þá bæði átt við korn sem fóður og til matvælaframleiðslu. Manneldiskorn er langveikasti hlekkurinn í fæðuöryggi á Íslandi. Nú standa vonir til aukinnar kornræktar á Íslandi og því er full ástæða til að nota meira af íslenska korninu í matvæli.

Nú í júní 2023 voru gefnar út nýjar norrænar næringarráðleggingar, sem finna má hér og hér. Þær eru mikið framfaraskref og byggðar á traustum vísindalegum grundvelli. Umfjöllunin um korn vekur sérstaka athygli þar sem neysla á heilkorni er tengd við heilsufarslegan ávinning. Mælt er með að neyta að minnsta kosti 90 gramma af heilkorni á dag en ekki sakar að neyta meira magns. Heilkornavörur með minnst 50% heilkorni teljast með í ráðleggingunum. Umtalsverð neysla á heilkorni minnkar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, ristilkrabbameini, gerð 2 sykursýni og ótímabærum dauðdaga.

Heilkorn inniheldur hýðið og þau bætiefni sem því fylgja. Hvítt hveiti og hvít hrísgrjón geta augljóslega ekki fallið undir heilkorn. Hvítt hveiti getur þó gegnt mikilvægu hlutverki fyrir fólk sem þarf mikla orku.

Fólk sem hefur glútenóþol þarf eftir sem áður að forðast heilkorn með glúteni. Þess má þó geta að til eru hafrar sem hafa verið staðfestir glútenlausir.

Matvælaiðnaðurinn hefur ekki hagnýtt heilkorn eins og vert væri. Hægt væri að nýta íslenskt bygg og hafra í mun meiri mæli. Í verkefnum Matís hefur verið sýnt fram á notagildi íslenska kornsins:

Hér eru tækifæri fyrir matvælaiðnaðinn til að skapa sér sérstöðu og ná betur til neytenda.

Greinarhöfundur: Ólafur Reykdal, olafur.reykdal@matis.is

Ritrýndar greinar

Hvernig tengist nýsköpunarkennsla baráttunni gegn loftslagsbreytingum?

Fréttir um loftslagsbreytingar dynja á okkur á hverjum degi og því ljóst að það er kominn tími á aðgerðir. En hvernig er best að kenna börnum og ungmennum um svo erfið mál þannig að þau séu hvött til aðgerða? Það verða þau og þeirra afkomendur sem munu koma til með að verða fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og því mikilvægt að þau fái fræðslu og aukna þekkingu á því sem gæti verið í vændum. Þörfin fyrir vandaða fræðslu um málefnið, sem jafnframt ýtir ekki undir loftslagskvíða, verður sífellt óumflýjanlegri. Svarið gæti legið í nýsköpun. Þessir nemendur munu taka við stjórninni einn daginn og því mikilvægt að nemendur fái vandaða fræðslu um nýsköpun og frumkvöðlafræði frá unga aldri. Markmið Grænna Frumkvöðla Framtíðar (GFF) var að takast á við þessa áskorun með því að gefa nemendum á landsbyggðinni tækifæri til nýsköpunarmenntar og vekja áhuga þeirra á loftslags- og umhverfismálum. Matís stendur að verkefninu og fór það fram í þremur grunnskólum á landsbygðinni. Fjöldi þáttenda kom að verkefninu, m.a. FabLab smiðjur og sjávarútvegsfyrirtæki í heimabyggð, N4 sjónvarpsstöð og fleiri. Verkefnið var fjármagnað af Loftslagssjóði og var upphaflega skipulagt til eins árs.

Hlekkur að grein.

Ritrýndar greinar

Thermal performance under constant temperatures can accurately predict insect development times across naturally variable microclimates

External conditions can drive biological rates in ectotherms by directly influencing body temperatures. While estimating the temperature dependence of performance traits such as growth and development rate is feasible under controlled laboratory settings, predictions in nature are difficult. One major challenge lies in translating performance under constant conditions to fluctuating environments. Using the butterfly Pieris napi as model system, we show that development rate, an important fitness trait, can be accurately predicted in the field using models parameterized under constant laboratory temperatures. Additionally, using a factorial design, we show that accurate predictions can be made across microhabitats but critically hinge on adequate consideration of non-linearity in reaction norms, spatial heterogeneity in microclimate and temporal variation in temperature. Our empirical results are also supported by a comparison of published and simulated data. Conclusively, our combined results suggest that, discounting direct effects of temperature, insect development rates are generally unaffected by thermal fluctuations.

Hlekkur að grein.

Ritrýndar greinar

Seasonal specialization drives divergent population dynamics in two closely related butterflies

Seasons impose different selection pressures on organisms through contrasting environmental conditions. How such seasonal evolutionary conflict is resolved in organisms whose lives span across seasons remains underexplored. Through field experiments, laboratory work, and citizen science data analyses, we investigate this question using two closely related butterflies (Pieris rapae and P. napi). Superficially, the two butterflies appear highly ecologically similar. Yet, the citizen science data reveal that their fitness is partitioned differently across seasons. Pieris rapae have higher population growth during the summer season but lower overwintering success than do P. napi. We show that these differences correspond to the physiology and behavior of the butterflies. Pieris rapae outperform P. napi at high temperatures in several growth season traits, reflected in microclimate choice by ovipositing wild females. Instead, P. rapae have higher winter mortality than do P. napi. We conclude that the difference in population dynamics between the two butterflies is driven by seasonal specialization, manifested as strategies that maximize gains during growth seasons and minimize harm during adverse seasons, respectively.

Hlekkur að grein.

Fréttir

Hliðarafurðir og Hugmyndir: Spjallað um seyru frá fiskeldi

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Sérfræðingur

annab@matis.is

Vinnustofa verkefnisins Örverur til auðgunar fiskeldisseyru var haldin fimmtudaginn 8. júní sl. í húsnæði Sjávarklasans. Verkefnið er unnið af Matís í samstarfi við, Sjávarklasann og Samherja. Megin tilgangur verkefnisins er að fá kannað hvort örverur sem þrífast í fiskeldisseyru séu nýtanlegar til þess að auðga næringarefnin sem eru í seyrunni svo hægt sé að nýta hana sem áburð.

Á vinnustofuna voru boðnir aðilar sem starfa á sviði fiskeldis hér á landi. Fjórir fyrirlestrar voru um verkefnið, skammstöfunina ÖAF, seyruna, efnasamsetningu hennar og áskoranir tengdar notkun hráefnanna seyru og annarra hliðarafurða frá fiskeldi. Að loknum fyrirlestrum var hópavinna þar sem þátttakendur vinnustofunnar unnu með viðfangsefnið og fóru yfir tækifærin sem og áskoranir tengdar framtíðarmöguleikum fiskeldisseyrunnar og öðrum hliðarafurðum frá fiskeldi.

Vel mætt var á vinnustofuna en þátttakendur töldu ríflega 20 manns og mynduðust góðar umræður hjá þátttakendum um viðfangsefnið sem þeir vinna með alla daga. Hluti verkefnisins „Örverur til auðgunar fiskeldisseyru“ er svo að vinna með niðurstöður úr vinnustofunni þ.e. hugmyndir og reynslu þátttakenda.

Eitt af niðurstöðum vinnustofunnar er að tækfæri seyrunna sem og annarra hliðarafurða frá fiskeldi eru fjölmörg s.s. nýting hráefnisins sem áburð og jarðvegsbætir fyrir landbúnað. En samhliða þeim tækifærum eru áskoranir tengdar regluverki og það að gera hráefnið fýsilegt til notkunar út frá hagkvæmni. Hagkvæmnin er tvíþætt þ.e. söfnun og meðhöndlun hráefnisins hjá fyrirtækjunum svo úr verði eftirsótt afurð.

Verkefnið er einn liður í stóru púsli til þess að efla hringrásarhagkerfið og er styrkt af Hringrásarsjóði.

Anna Berg Samúelsdóttir
Sérfræðingur Matís á sviði sjálfbærni og eldi.

Fréttir

Vilt þú taka þátt í rannsókn á nýju andlitskremi?

Viltu taka þátt í rannsókn á áhrifum efna úr þangi á öldrunareinkenni heilbrigðrar húðar?

Rannsóknin felur í sér samanburð á teygjanleika, raka og húðfitu í andliti fyrir og eftir um 12 vikna notkun á andlitskremi. Helmingur þátttakenda fær krem með efnum úr þangi en hinn helmingurinn sama krem án efna úr þangi. Eftir að rannsókn lýkur verður dregið úr hópi þátttakenda tvö 20.000 kr. peningaverðlaun.

Þú getur tekið þátt ef þú ert:

  • á aldrinum 40 til 60 ára
  • með heilbrigða húð og ekki með þekkt undirliggjandi húðvandamál

Hvað þarf þú að gera?

  • Nota andlitskremið tvisvar á hverjum degi, kvölds og morgna.
  • Ekki nota önnur andlitskrem meðan á rannsókn stendur
  • Mæta þrisvar í mælingu til Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík: fyrir notkun, eftir um 6 vikna og um 12 vikna notkun á andlitskreminu
  • Svara spurningakönnun um upplifun á kreminu eftir síðustu mælingar

Hvernig skráir þú þig?

  • Sendir tölvupóst til Aðalheiðar Ólafsdóttur adalheiduro@matis.is með eftirfarandi upplýsingum:
  • nafni
  • fæðingarári
  • netfangi
  • símanúmeri
  • stuttri lýsingu á því hvaða húðvörur þú notar reglulega á andlit (t.d. andlitskrem, tóner, serum, hreinsivörur)

Rannsóknin er hluti af verkefninu MINERVA sem miðar að því að auka og bæta nýtingu stórþörunga sem framleiddir eru á sjálfbæran hátt og þróa nýjar verðmætar vörur úr þeim. Verkefnið er styrkt af ERA-NET Cofund Blue Bioeconomy og er samstarfsverkefni fyrirtækja, háskóla og rannsóknafyrirtækja á Írlandi, Íslandi og í Svíþjóð.

Nánari upplýsingar eru sendar ef áhugi er fyrir þátttöku.

Fréttir

Sumarhátíð Matís

Verið öll hjartanlega velkomin á sumarhátíð Matís þann 7. júní næstkomandi kl 16:00 – 18:00 að Vínlandsleið 12.

Það verður sannkölluð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, þar sem Stjörnu Sævar mun mæta á svæðið, andlitsmálning fyrir börnin ásamt spennandi vísindastöðvum fyrir unga sem aldna.

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að fara á viðburðinn á Facebook.

Sjáðu myndirnar frá sumarhátíðinni:

Neytendarannsókn Matís

Matís vantar þátttakendur í neytendakönnun á vörum með nýpróteinum.

Vörurnar eru annars vegar smyrjur (smyrjanlegt álegg á brauð) og hins vegar mjúkbrauð sem er ætlað fólki með tyggingar- og kyngingarörðuleika. Vörurnar geta innihaldið prótein úr skordýrum eða gersveppum. Allar vörur í könnuninni eru framleiddar í samþykktum matvælavinnslum og eru öruggar til neyslu.

Allir sem uppfylla skilyrði könnunarinnar geta tekið þátt þótt önnur gerð varanna sé ætluð fólki með tyggingar- og kyngingarvandamál.

Þátttaka felst í að mæta í Matís, Vínlandsleið 12 Grafarholti, smakka tvær gerðir af vörum og svara spurningum um þær. Þeir sem ljúka könnuninni fá gjafabréf að verðmæti 20 evra hjá Amazon. Boðið verður upp á kaffi og kökur eftir könnunina. Könnuninni verður skipt upp eftir aldri þannig að fólk frá 18 til 44 ára fær smyrjur en fólk 45 ára og eldra fær mjúkbrauð. Könnun á smyrjum fer fram 23. – 25. maí en könnun á mjúkbrauði 24. og 25 maí. Tímasetning er frá 11:00 til 13:30 og 15:30 til 17:00 alla dagana. Það tekur um 20 mínútur að svara könnuninni.

Markmið könnunarinnar er að fá fram skoðun neytenda á vörunum og viðhorf tengd þeim.

Könnunin er hluti af verkefninu NextGenProteins þar sem unnið er að þróun þriggja nýrra gerða próteina (nýprótein) og rannsakað hvernig hægt er að nýta þær í matvæli. Verkefnið miðar að því að styrkja matvælaöryggi og sjálfbærni í próteinframleiðslu í Evrópu. Ábyrgðaraðli könnunarinnar er rannsóknarstofnunin TTZ í Þýskalandi og samsvarandi könnun er gerð í Svíþjóð og Þýskalandi.

Skilyrði fyrir þátttöku eru eftirfarandi:

  • Að vera 18 ára eða eldri
  • Að taka þátt í matarinnkaupum heimilisins
  • Að vinna ekki við fjölmiðlun eða í matvælaiðnaði
  • Að vera laus við ofnæmi fyrir eftirfarandi fæðutegundum: eggjum, hveiti, soja, ryki og skelfiski

Ef þú uppfyllir skilyrði fyrir þátttöku og hefur áhuga á að taka þátt í þessari könnun, vinsamlegast sendu póst á Aðalheiði Ólafsdóttur adalheiduro@matis.is þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:

  • Nafn
  • Aldur
  • Símanúmer
  • Tölvupóstfang

Frekari upplýsingar verða sendar ef áhugi er fyrir þátttöku.

Bestu kveðjur

Aðalheiður Ólafsdóttir

Fréttir

Þekkir þú matarlistamann framtíðarinnar?

Verkefnið NextGenProteins, sem unnið er að hjá Matís, hefur efnt til myndasamkeppni fyrir nemendur á aldrinum 8-10 ára (3-4. bekkur grunnskóla). Viðfangsefni keppninnar er matur framtíðarinnar, en krakkarnir eru hvattir til þess að láta hugan reika og setja niður á blað hvernig þeir sjá fyrir sér mat framtíðarinnar. Það má senda teikningu, málverk eða aðra myndræna útfærslu. Hámarksstærð mynda er A3 og skulu þær berast til Matís í bréfpósti.

Helstu upplýsingar: 

  • Opnar:  1. maí 2023
  • Hverjir mega taka þátt? Krakkar á aldrinum 8-10 ára
  • Lokar: 1. júní 2023

Til mikils að vinna!
Verðlaun:

  1. Nintendo Switch Light
  2. 15.000 króna gjafabréf í Smáralind
  3. 10.000 króna gjafabréf í Spilavini

Með því að taka þátt í keppninni, er veitt samþykki fyrir birtingu myndanna á miðlum verkefnisins. Þegar myndum er skilað, skal nafn þátttakanda og nafn myndar fylgja.

Nánari upplýsingar veitir Katrín Hulda Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Matís í netfang: katrinh@matis.is

Fréttir

Doktorsvörn í matvælafræði – Hang Thi Nguyen

Þriðjudaginn næsta, 18. apríl, mun Hang Thi Nguyen verja doktorsverkefni sitt í matvælafræði. Verkefnið ber heitið: Ný prótein til manneldis úr hliðarstraumum fiskvinnslu og vannýttum fisktegundum.

Doktorsvörnin fer fram í hátíðarsal aðalbyggingar HÍ og hefst kl 13:00.

Andmælendur:

Dr. Heidi Nielsen, rannsóknarstjóri Nofima í Tromsö, Noregi

Dr. Ida-Johanne Jensen, aðstoðar  prófessor við NTNU/UiT í Þrándheimi, Noregi.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi:

Umsjónarkennari var María Guðjónsdóttir og leiðbeinandi Sigurjón Arason, prófessor og yfirverkfræðingur hjá Matís.

Einnig í doktorsnefnd: Ólöf Guðný Geirsdóttir, prófessor og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor.

Dr. María Guðjónsdóttir, prófessor og deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnar athöfninni.

Frekari upplýsingar má finna með því að smella hér.

IS