Fréttir

Tíðni Salmonella og Campylobacter mengunar í neytendavöru

Nú liggja fyrir niðurstöður rannsóknar sem var framkvæmd yfir 12 mánaða tímabil með það að markmiði að kanna tíðni sýklanna Salmonella og Campylobacter í íslenskum ferskum kjúklingaafurðum á markaði. 

Forsendur rannsóknarinnar var sú að Ísland hefur nú tekið upp megin hluta af matvælareglum og matvælalöggjöf ESB og því ljóst að innflutningur á ferskum kjötafurðum til Íslands gæti orðið að veruleika, en hingað til hafa stjórnvöld lagt algert bann á slíkan innflutning. Því var því þörf á öflun gagna til að meta stöðuna á öryggi íslenskra ferskra afurða á markaði með tilliti til örverumengunar og voru kjúklingaaurðir valdnar þar sem mengun þessara sýkla er þar helst að finna.

Yfirgripsmikil gögn eru til um tíðni Salmonella og Campylobacter í kjúklingaeldi á Íslandi og við slátrun undanfarinna ára en vöntun hefur verið á upplýsingum um stöðu mála á neytendamarkaði. Í rannsókninni voru tekin 537 sýni frá Maí 2012 til Apríl 2013 frá þremur stærstu framleiðendum landsins. Teknar voru til rannsóknar 183 neytendapakkningar af heilum kjúklingum, 177 pakkningar af bringum og 177 pakkningar af vængjum. Öll sýnin í rannsókninni reyndust neikvæð bæði fyrir Salmonella og Campylobacter. Því er ljóst að staða þessara mála er mjög góð hér á landi og jafngóð eða betri en gengur og gerist í öðrum ríkjum.

Skýrslu rannsóknarinnar má finna hér.

Rannsóknin var samstarfsverkefni Matís og Matvælastofnunar (MAST).

Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Reynisson hjá Matís.

Fréttir

Hver er munurinn á matvælaöryggi og fæðuöryggi

Getur Ísland gegnt hlutverki í bæði matvælaöryggi og fæðuöryggi okkar sjálfra? En hvað með þegar litið er til annarra landa? Getur landið leikið hlutverk annars staðar en á Íslandi?

Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, útskýrir m.a. muninn á matvælaöryggi og fæðuöryggi.

Myndband sem m.a. fjallar um höfuðstöðvar Matís sem staðsettar eru í Reykjavík

Skýrslur

Prófanir á mismunandi meðhöndlunum á netbútum í sjó til að hrinda frá ásætum / Testing of different types of impregnations and its effect on bio fouling

Útgefið:

01/10/2013

Höfundar:

Ólafur Ögmundarson, Þorleifur Eiríksson, Böðvar Þórðarson, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Prófanir á mismunandi meðhöndlunum á netbútum í   sjó til að hrinda frá ásætum / Testing of different types of impregnations and its effect on bio fouling

Notkun á koparoxíði í meðhöndlunarmálningu á kvíapokum sætir mikilli gagnrýni og hefur víða verið bönnuð vegna neikvæðra áhrifa á umhverfið. Innan Evrópusambandsins hefur notkunin verið sett á gráan lista vegna þessara neikvæðu áhrifa efnisins á umhverfið, en hins vegar hefur verið erfitt að banna það þar sem engin efni hafa fundist sem hrinda ásætum jafn vel frá kvíapokunum eins og koparoxíðið. Í verkefninu Norðurkví hefur verið verkþáttur þar sem leitast hefur verið eftir að finna efni sem komið gæti í stað koparoxíðsins en engin ævarandi lausn hefur fundist. Niðurstöður þessarar tilraunar eru kynntar í þessari skýrslu.

Usage of copper oxide in treating net‐bags in aquaculture is a controversial and has been banned in many countries due to its negative environmental impact. Within the EU, usage of copper oxide has been put on a grey list but not banned because no substitute treating material has been found which has the same effect in keeping algae away from the nets‐bags. The project North Cage has been looking into finding alternative solutions to copper oxide, and the conclusion of this research is drafted in this report.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Forverkefni til rannsókna á erfðasamsetningu íslensku síldarinnar samanborið við aðra stofna í Norðaustur Atlantshafi: Líffræðilegur fjölbreytileiki og vinnslueiginleikar / A pilot study on the multidisciplinary approach for the genetic stock identification of herring in the Northeast Atlantic: Biodiversity, functional and chemical properties

Útgefið:

01/10/2013

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir, Sarah Helyar, Christophe Pampoulie, Guðmundur J. Óskarsson, Ásbjörn Jónsson, Jan Arge Jacobsen, Aril Slotte, Hóraldur Joensen, Henrik Hauch Nielsen, Lísa Libungan, Sigurjón Arason, Sindri Sigurðsson, Sigríður Hjörleifsdóttir, Anna K. Daníelsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, AG‐Fisk, Rannsóknarsjóður sjávarútvegsins í Færeyjum, Rannsóknarnámssjóður, Nýsköpunarsjóður námsmanna

Tengiliður

Guðbjörg Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

gudbjorg.olafsdottir@matis.is

Forverkefni til rannsókna á erfðasamsetningu íslensku síldarinnar samanborið við aðra stofna í Norðaustur Atlantshafi: Líffræðilegur fjölbreytileiki og vinnslueiginleikar / A pilot study on the multidisciplinary approach for the genetic stock identification of herring in the Northeast Atlantic: Biodiversity, functional and chemical properties

Tilgangur verkefnisins var að:

· þróa erfðagreiningarsett með 20‐25 erfðamörkum til að meta erfðasamsetningu og stofngerð síldar í Norðaustur Atlantshafi

· nota erfðasamsetningu, kvarnagreiningar og aðra líffræðilega þætti til aðgreiningar stofneininga

· rannsaka tengsl á milli stofneininga og vinnslueiginleika síldar

Þekking á síldarstofnum hefur mikla þýðingu fyrir sjálfbæra nýtingu og stjórnun síldveiða. Lykilatriði fyrir sjálfbæra fiskveiðistjórnun og úthlutun kvóta er að hafa vitneskju um hvaða stofneiningar eru á veiðisvæðunum og hversu stórar þær eru. Í þessu verkefni var u.þ.b. 4.500 sýnum safnað úr níu mögulegum stofneiningum í norðaustur Atlantshafi á árunum 2008 ‐ 2012 (við Ísland, Noreg, Færeyjar og Skotland). Þessi víðtæka og umfangsmikla sýnasöfnun mun síðan nýtast í   framhalds‐rannsóknarverkefnum. Niðurstöður erfðagreininga með 24 erfðamörkum sýndu að staðbundnir síldarstofnar í fjörðum í Noregi voru marktækt frábrugðnir öllum öðrum stofneiningum. Hins vegar fannst ekki marktækur munur fyrir hinar mögulegu stofneiningarnar. Aðrar næmari aðferðir eins og DNA einkirnisgreiningar (SNPs) geta    mögulega greint á milli stofneininganna en þær rannsóknir eru nú þegar hafnar í nýju framhalds‐ verkefni. Þær líffræðilegu upplýsingar sem safnað var í verkefninu greindu ekki á milli mögulegra stofneininga. Rannsóknir á íslensku sumargotssíldinni og norsk‐ íslensku vorgotssíldinni sýndu mun á holdlit, vatns‐  og fituinnihaldi sem og   kynþroskastigi og þyngd. Ekki eru komnar niðurstöður úr kvarnagreiningunum en þær verða birtar í tengslum við doktorsverkefni við Háskóla Íslands.

The aim of the project was:

· to develop a genetic approach based on 20‐25 microsatellite loci to study the genetic variation of herring stocks in the Northeast Atlantic Ocean

· to use genetic, biological and otolith characters as discriminating parameters for stock identification

· to analyze physicochemical characteristics of different herring stocks

Sustainable fisheries management and quota decisions made by authorities are based on knowledge on fish stock structures and their sizes. Herring is a highly migratory fish species, and therefore it is likely to show low genetic differences among stocks. The mixed stock herring fishery creates considerable problems for the industry and the management of the stocks. In this project more than 4.500 individuals were sampled from 9 putative herring stocks in the Northeast Atlantic Ocean during the years 2008 and 2012. The sampling accomplished in the project is extensive and valuable for future research projects. The results of the genetic study based on 24 microsatellite genetic loci showed that the local Norwegian fjord stocks were significantly different from all other putative stocks. The other Northeast Atlantic herring stock units were not found to be significantly different. Power analyses performed during this study revealed that sampling scheme, protocols and genetic design were sufficient to detect any level of genetic differentiation around 0.001. Therefore, a more sensitive type of genetic markers are needed for the problem addressed, such as SNPs (single nucleotide polymorphism) and that work has already started. Biological parameters alone did not have enough discriminating power for stock identification. The Icelandic summer‐spawning herring (ISSH) and the Norwegian spring‐spawning herring (NSSH) differed mainly in color and water/fat content. The herring from the two stocks were also found to be different in relation to maturity and weight. The methodology of otolith microstructure analyses and their results will be published later in a PhD thesis at University of Iceland.

Skýrsla lokuð til 01.02.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fiskprótein gegn sykursýki / Anti‐diabetic fish proteins

Útgefið:

30/09/2013

Höfundar:

Patricia Hamaguchi, Hólmfríður Sveinsdóttir, Eva Kuttner

Styrkt af:

AVS research fund (R‐12‐029‐11)

Fiskprótein gegn sykursýki / Anti‐diabetic fish proteins

Tilgangur þessa verkefnis var að skima fyrir lífvirkni peptíða framleiddum úr þremur mismunandi fisktegundum: þorski (Gadus morhua), ufsa (Pollachius virens) og bleikju (Salvelinus alpinus). Próteinin voru vatnsrofin með fjórum tegundum af próteinrjúfandi ensímum, þ.e. Alcalase og Protamex frá Novozyme og Protease M og Protease P frá Amano enzyme, og lífvirkni þeirra rannsökuð. Á peptíðunum var einnig framkvæmd hermimelting með meltingarvökva sem innihélt meltingarensím til að kanna hvort meltingin hefði áhrif á lífvirkni þeirra. Markmið verkefnisins var einnig að rannsaka and‐sykursýkisáhrif peptíðanna með efnafræðilegum prófunum og frumurannsóknum. Helstu niðurstöður benda til þess að peptíðin hafi jákvæð heilsufarsleg áhrif, sérstaklega andoxunarvirkni og blóðþrýstingslækkandi virkni. Jafnframt jókst andoxunarvirknin eftir meltingu.    Erfiðlega gekk að mæla and‐sykursýkisáhrif peptíðanna með frumuprófum og nauðsynlegt er að þróa þá aðferð betur fyrir áframhaldandi rannsóknir á and‐sykursýkisáhrifum lífvirkra efna. Í heildina er verkefnið mikilvægur liður í öflun þekkingar á samsetningu og eiginleikum fiskpeptíða unnum úr mismunandi hráefni með mismunandi ensímum. Aðferðirnar sem settar voru upp munu nýtast í framtíðinni við að greina og sannprófa frekari lífvirkni í afurðum unnum úr íslenskum sjávarfangi.

This AVS project was primary aimed to screen for the peptide characteristics of three different fish species: Atlantic cod (Gadus morhua), saithe (Pollachius virens) and Artic charr (Salvelinus alpinus). The proteins were hydrolyzed using four different proteolytic enzymes: Alcalase and Protamex from Novozyme and Protease M and Protease P from Amano enzyme by measuring the bioactive properties of these peptides. Moreover, after analyzing the characteristics of these peptides, the goal was to apply simulated gastrointestinal digestion and compare the digested peptides to undigested peptides to see if there were increases in bioactivities. Finally, this project also focused on the anti‐diabetes properties by using in‐vitro chemical based assays and in‐vitro cellular based assays. In general, the project results indicate possible health benefits of the fish peptides, particularly good anti‐oxidant and anti‐hypertensive effects. Interestingly, there was an increase of antioxidant properties after applying simulated gastrointestinal digestion to the hydrolysates. However, cell‐based assays testing anti‐diabetes effects proved to be very challenging while chemical in‐vitro test did not show any anti‐diabetes properties of the fish hydrolysates. We suggest that more research efforts need to be directed towards the development of assays measuring anti‐diabetes effects.

Skýrsla lokuð til 01.10.2015

Skoða skýrslu

Fréttir

Íslenskur neðansjávarbor fer víða

Sprotafyrirtækið Hafbor á Siglufirði hefur hannað og smíðað neðansjávarborvél sem setur festingar í sjávarbotn fyrir ýmsan búnað. Verkefnið var styrkt af Tækniþróunarsjóði og NORA- Norræna tækniþróunarsjóðnum í samstarfi við Matís ofl.

Vélakosturinn hefur þegar verið notaður hér innanlands og er á leið í verkefni erlendis.

Hafbor ehf var stofnað í maí 2012. Vélin setur festingar í sjávarbotn fyrir m.a. fiskeldisbúnað, flotbryggjur og hvað eina sem þarf að festa í sjávarbotn á allt að 100 metra dýpi, án aðstoðar kafara.

Að sögn Ingvars Erlingssonar, framkvæmdastjóra Hafbors, var vélin alfarið þróuð hér á landi og hefur þegar sinnt nokkrum verkefnum hér heima. Samningagerð stendur yfir við dreifingaraðila í Svíþjóð og vélin fer til Bandaríkjanna í lok mánaðarins.

Nánari upplýsingar og myndband með fréttinni má finna hér.

Ofangreind frétt birtist fyrst á vefsvæði Morgunblaðsins, www.mbl.is.

Fréttir

Ný tækni fyrir Norrænan fiskiskipaflota: veiðarfæri og aflameðferð

Þann 1. og 2. október nk. mun Matís í samstarfi við fjölda innlendra og erlendra sérfræðinga standa fyrir vinnufundi sem ber titilinn „Ný tækni fyrir Norrænan fiskiskipaflota: veiðarfæri og aflameðferð“. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Matís í Reykjavík að Vínlandsleið 12. Þátttaka er öllum opin og gjaldfrjáls, en fólk er þó beðið um að skrá sig með því að senda póst á jonas()matis.is.

Vinnufundur um rannsóknir og þróun er snýr að veiðarfærum og aflameðferðar

Markmið fundarins er að greina frá helstu nýungum á sviði rannsókna og þróunar er snúa að veiðarfærum og aflameðferð um borð í fiskiskipum. Fundurinn er styrktur af Norrænu ráðherranefndinni í gegnum AG-fisk (Working group for fisheries co-operation), en AG hefur það að aðalmarkmiði að stuðla að samstarfi í sjávarútvegi á meðal Norrænna þjóða.

Á fundinum munu nítján sérfræðingar frá níu löndum kynna rannsóknir og helstu nýjungar í veiðarfæraþróun og tækni er snýr að aflameðferð. Fundinum er skipt upp í fjóra hluta og í lok hvers hluta fer fram verkefnavinna og pallborðsumræður. Von þeirra sem að fundinum standa er að hann muni stuðla að auknu samstarfi meðal fagaðila í Norrænum sjávarútvegi.

Allar upplýsingar um fundinn er að finna á www.fishinggearnetwork.net og mun sú síða verða nýtt til að deila upplýsingum um helstu nýjungar er varða veiðarfæri og aflameðferð í kjölfar fundarins.

Allar frekari upplýsingar gefur Jónas R. Viðarsson hjá Matís í síma 422 5107

Fréttir

Fisk í dag!

Matís er að fara af stað með herferð á landsvísu sem kallast Fiskídag og er ætlað að gera neytendur meðvitaðri um mikilvægi fiskneyslu og fisk tengdum afurðum svo sem lýsi og öðru sjávarfangi. Markmiðið með átakinu er að auka fiskneyslu Íslendinga en átakið er styrkt af AVS sjóðnum.

Fjölmargir koma að þessu jákvæða átaki. Nokkrir 5 mínútna innskotsþættir verða á RÚV, þar sem tekið verður á mýtum um sjávarafurðir og einnig útbúum við námsefni fyrir grunn- og framhaldsskóla um meðhöndlun sjávarfangs, næringu og matreiðslu. Stærsti þátturinn er þó í formi auglýsingaherferðar þar sem hamrað er á einstökum eiginleikum hvers kyns sjávarfangs og neytendur hvattir til að hafa fisk í matinn minnst tvisvar í viku og auðvitað að taka lýsi.

Fisk í dag átakið hefst með formlegum hætti núna um helgina og verður opnunarhátíð haldin í Smáralindinni laugardaginn 28. september milli kl. 12:00-16:00.

…og þegar krakkarnir spyrja: “hvað er í matinn?”, er svarið auðvitað: “við ætlum að hafa Fiskídag”!

Fréttir

Hefur þú smakkað mysudrykinn?

Vísindavaka Rannís fer fram í Háskólabíói föstudaginn 27. september nk. Úrval spennandi rannsóknaverkefna verða kynnt á Vísindavökunni í ár eins og undanfarin ár.

Boðið verður upp á að smakka mysudrykkurinn Íslandus en mysuklakinn Íslandus, sem drykkurinn byggir á, var valinn vistvænasta og vænlegasta nýsköpunarhugmynd Íslands á matvælasviði í nemendakeppni sem haldin var fyrir skömmu. Mysuklakinn er með beina vísun til lífshlaups Sölva Helgasonar og er Íslandus 100% náttúrulegur og lífrænn.

Þær Elín Agla Briem og Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, nemendur í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands eru höfundar Íslandus. Höfundarnir lögðu áherslu á bætta nýtingu afurða, hugmyndaríka notkun á staðbundnu hráefni og vistvæna framleiðsluhætti við sköpun klakans. Kjartan Þór Trauner, nemandi við Listaháskóla Íslands sá um vöruhönnunina.

Íslandus var framlag Íslands í Evrópukeppninni EcoTrophelia 2012 þar sem vistvænar hugmyndir frá ýmsum löndum í Evrópu kepptu sín á milli.

Nánari upplýsingar um Vísindavökuna og Vísindakaffi, sem munu fara fram alla vikuna, má finna á vef Rannís, http://www.rannis.is/visindavaka/visindavaka/

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Fréttir

Nýtt myndband um starfsemi Matís á Akureyri

Á Akureyri stundar Matís rannsóknir, þróun og nýsköpun í samstarfi við Háskólann á Akureyri og aðrar stofnanir og fyrirtæki á Norðurlandi jafnt sem annars staðar á landinu.

Starfsemi Matís er til húsa í Rannsóknahúsinu að Borgum og hefur þar verið byggð upp aðstaða rannsókna á sviði sameindafræði en einnig fara þar fram rannsóknir m.a. á sviði örverufræði, efnarannsókna, ensímrannsókna, ónæmisvefjafræði og myndgreiningar matvæla.

Við uppbyggingu Matís á Akureyri hefur áhersla verið lögð á aðkomu nemenda í rannsóknatengdu meistaranámi í víðtæku samstarfi við innlenda jafnt og erlenda háskóla, rannsóknastofnanir og fyrirtæki. Að flestum verkefnum sem unnin eru hjá Matís á Akureyri koma ennfremur nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi til BSc prófs í líftækni eða sjávarútvegsfræðum.

Á starfsstöð Matís á Akureyri starfa 2 sérfræðingar auk rannsóknamanns og nemenda í rannsóknatengdu framhaldsnámi við verkefni sem unnin eru á vegum Matís.

Stöðvarstjóri Matís á Akureyri er Rannveig Björnsdóttir, fagstjóri hjá Matís og dósent við Háskólann á Akureyri.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Starfsstöð Matís á Akureyri
IS