Fréttir

Ný tækni fyrir Norrænan fiskiskipaflota: veiðarfæri og aflameðferð

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Þann 1. og 2. október nk. mun Matís í samstarfi við fjölda innlendra og erlendra sérfræðinga standa fyrir vinnufundi sem ber titilinn „Ný tækni fyrir Norrænan fiskiskipaflota: veiðarfæri og aflameðferð“. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Matís í Reykjavík að Vínlandsleið 12. Þátttaka er öllum opin og gjaldfrjáls, en fólk er þó beðið um að skrá sig með því að senda póst á jonas()matis.is.

Vinnufundur um rannsóknir og þróun er snýr að veiðarfærum og aflameðferðar

Markmið fundarins er að greina frá helstu nýungum á sviði rannsókna og þróunar er snúa að veiðarfærum og aflameðferð um borð í fiskiskipum. Fundurinn er styrktur af Norrænu ráðherranefndinni í gegnum AG-fisk (Working group for fisheries co-operation), en AG hefur það að aðalmarkmiði að stuðla að samstarfi í sjávarútvegi á meðal Norrænna þjóða.

Á fundinum munu nítján sérfræðingar frá níu löndum kynna rannsóknir og helstu nýjungar í veiðarfæraþróun og tækni er snýr að aflameðferð. Fundinum er skipt upp í fjóra hluta og í lok hvers hluta fer fram verkefnavinna og pallborðsumræður. Von þeirra sem að fundinum standa er að hann muni stuðla að auknu samstarfi meðal fagaðila í Norrænum sjávarútvegi.

Allar upplýsingar um fundinn er að finna á www.fishinggearnetwork.net og mun sú síða verða nýtt til að deila upplýsingum um helstu nýjungar er varða veiðarfæri og aflameðferð í kjölfar fundarins.

Allar frekari upplýsingar gefur Jónas R. Viðarsson hjá Matís í síma 422 5107