Verkefninu Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis var ætlað að efla grænmetisgeirann á Íslandi með nýrri þekkingu og styðja við aukna framleiðslu á grænmeti af miklu gæðum.
Meginviðfangsefni verkefnisins voru (1) geymsluþolsrannsóknir, (2) athuganir á leiðum til að skapa verðmæti úr hliðarafurðum, og (3) greining á leiðum til að draga úr rýrnun í virðiskeðjunni. Þessi skýrsla fjallar um
geymsluþolsrannsóknir og greiningu á tækifærum í virðiskeðjunni.
Verkefnið skilar þremur öðrum skýrslum um framangreind meginviðfangsefni.
Verkefnið hefur verið unnið í samstarfi við garðyrkjubændur og söluaðila.
Höfundur: admin
Viðfangefni þessarar skýrslu er umfjöllun um sóun í viðiskeðju grænmetis og leiðir til að draga úr henni. Vinnan var hluti af verkefninu Aukin gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis en verkefnið var styrkt af Matvælasjóði árið 2021.
Viðfangsefnin voru eftirfarandi: (1) Tekið var saman yfirlit um fyrirliggjandi þekkingu á matarsóun á Íslandi. (2) Athuganir voru gerðar á aðfangakeðjum og völdum verslunum. Hitastig var mælt í kælum verslana og síritar voru notaðir til að skrá hita við flutninga grænmetis. Viðkomandi aðilar hafa fengið ábendingar og haft möguleika á lagfæringum. (3) Gerð var könnun á viðhorfum til sóunar grænmetis hjá aðilum sem standa utan reksturs í virðiskeðju grænmetis. Upplýsingar allra aðila voru teknar saman og bent á lausnir og nýsköpunarmöguleika. (4) Gerð var prófun á vinnslu ósöluhæfs grænmetis og bent á ýmsar leiðir fyrir slíka nýtingu.
In this report the waste in the Icelandic vegetable value chain is discussed
and possible solutions are suggested. The work was a part of a project on
improved quality, shelf-life and reduced waste in the Icelandic value
chain.
The following aspects were studied: (1) State of knowledge regarding food
waste in Iceland. (2) Examinations and temperature measurements under
transportation of vegetables and in supermarkets. (3) Investigation of
views towards waste of vegetables. (4) Possible product development
using vegetables otherwise wasted.
Skoða skýrslu
Hvernig getum við aukið framboð matvæla og eflt matvælaframleiðslu án þess að ganga á auðlindir með ósjálfbærum hætti? Hvernig getum við nýtt aukaafurðir til verðmætasköpunar innan hringrásahagkerfis lífauðlinda? Hver eru umhverfisáhrif matvæla?
Matís vinnur markvisst að því að auka sjálfbærni og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu til eflingar íslenskra afurða og atvinnulífs og nú leitum við að sérfræðingi sem getur hjálpað okkur við að svara þessum spurningum.
Ef þú hefur brennandi áhuga og þekkingu á sjálfbærni og vilja til að taka þátt í að móta stefnu okkar á sviði sjálfbærrar matvælaframleiðslu gætir þú verið rétti aðilinn. Starfið felur í sér vinnu við nýsköpunar- og rannsóknarverkefni sem og ráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina varðandi sjálfbæra matvælaframleiðslu; greining á umhverfisáhrifum, kolefnisspori, nýtingu auðlinda innan hringrásarhagkerfis svo fátt eitt sé nefnt.
Í þessu starfi tekur þú þátt í að:
- Vinna við og móta nýsköpunar- og rannsóknarverkefni á sviði sjálfbærrar matvælaframleiðslu
- Greina umhverfisáhrif matvælaframleiðslu; allt frá fiskveiðum og landbúnaði til skordýra og örþörunga
- Móta enn frekar stefnu fyrirtækisins í umhverfismálum og styðja við innleiðingu hennar
Hæfni og reynsla:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. umhverfisfræði, auðlindafræði, umhverfisverkfræði
- Þekking og reynsla á hugtökum og aðferðafræðum á borð við lífsferilsgreining (LCA), kolefnisspor, hringrásarhagkerfi
- Góð samskiptahæfni og vilji til að vinna í teymi
- Gott vald á íslensku og ensku, í ræðu og riti
- Frumkvæði, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
Starfshlutfall er 100%
Starfið er án staðsetningar en starfsstöðvar Matís eru Í Reykjavík, Neskaupstað, Vestmannaeyjum, á Akureyri og Ísafirði.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Birgir Örn Smárason, birgir@matis.is.
Með vísan í jafnréttisstefnu Matís eru öll kyn hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í viðkomandi starf.
Umsóknarfrestur er til 3. mars 2022.
//
Sustainable food production and innovation
How can we increase the supply of food and strengthen food production without depleting resources in an unstustainable way? How can we use by-products to create value within the circulareconomy? What are the environmental impacts of food?
Matís works systematically on increasing sustainability and value creation in food production to strengthen Icelandic products and the economy, and now we are looking for a specialist who can help us answer these questions.
If you have a keen interest and knowledge of sustainability and a desire to be involved in shaping our sustainable food production policy, you may be the right person. The job includes work on innovation and research projects as well as consulting and customer service regarding sustainable food production; environmental impact analysis, carbon footprint, resource utilization within a circular economy to name a few.
In this job you will participate in the following:
- Work on and shape innovative and research projects in the field of sustainable food production
- Analyze the environmental impact of food production; from fisheries and agriculture to insects and algae
- Formulate further the company‘s environmental policy and support it‘s implementation
Competence and experience:
- University degree that is useful for this work, e.g. environmental science, resource science, environmental engineering
- Knowledge and experience of concepts and methodologies such as life cycle analysis (LCA), carbon footprint, circular economy
- Good communication skills and willingness to work in a team
- Good command English, in speech and writing. Icelandic proficiency is an advantage.
- Initiative, organized and independent work methods
The job is without location, but Matis is located in: Reykjavík, Neskaupstaður, Vestmannaeyjar, Ísafjörður and Akureyri.
For further information, please contact Birgir Örn Smárason, birgir@matis.is
With reference to Matís’ gender equality policy, all genders are encouraged to apply. Applications must be accompanied by a detailed CV and a cover letter outlining the applicant’s qualifications for the job in question.
The application deadline is 03.03.22
Vinnufundur um laxeldi var haldin í húnæði Ölfus Cluster í Þorlákshöfn 27. Október 2021. Viðfangsefni fundarins voru málefni sem skipta laxeldi í sjó miklu máli og reynt að draga fram allar helstu og nýjustu lausnir á þeim sviðum.
Rætt var um fyrirbyggandi aðgerðir gegn laxalús, nýjungar í fóðurgerð þar sem nýting fóðurs er hámörkuð miðað við umhverfi fiskeldis í sjó, og seiðaeldi í stýrðum aðstæðum á landi; svo kölluð Recirculating Aquaculture Systems (RAS). Fræðimenn og sérfræðingar á þessum sviðum frá Íslandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku og Finlandi héldu erindi um nýjustu strauma og stefnur í viðfangsefnum fundarins. Verkefnið var styrkt að AG Fisk, sem er norrænn styrktarsjóður, og stýrt af eftirfarandi vísindamönnum, sérfræðingum og eldismönnum frá öllum Norðurlöndunum.
- Gunnar Thordarson, verkefnastjóri, Matís, Ísafirði, Íslandi
- Björgolfur Hávardsson, NCE Seafood Innovation Cluster AS Noregi
- Gunnvør á Norði and Jóhanna Lava Kötlum, Fiskaaling, Færeyjum
- Kurt Buchmann, Department of Veterinary and Animal Sciences, University of Copenhagen, Frederiksberg, Danmörku
- Henrik Henriksen, The Danish Aquaculture Organisation, Aarhus, Danmörku
- Marko Koivuenva, Finnish Fish Farmers’ Association, Helsinki, Finlandi.
Um 60 manns sóttu fundinn sem hófst snemma morguns og stóð yfir fram eftir miðjum degi. Var mjög vel látið af erindum flytjenda sem upplýstu fundarmenn um allt það nýjasta sem er að gerast við þessi mikilvægu atriði í eldi í sjókvíum. Mikil ánægja var með flytjendur og þau erindi sem flutt voru, og mikið um spurningar og athugasemdir til þeirra.
Vinnufundurinn var haldin í tengslum við Lagarlíf, sem er ráðstefna eldis og ræktunar á Íslandi, sem haldin var dagana 28 -29 október. Tæpt stóð að hægt væri að halda vinnufundinn og ráðstefnuna vegna sóttvarnaaðgerða, en stuttur gluggi myndaðist þó yfir þennan tíma til að halda þessar samkomur. Eins og gengur heltist fólk úr lestinni sem halda átti erindi vegna sóttkvíar, en tímalega tókst að fá aðra sérfræðinga inn til að fylla í skarðið.
Verkefnið var með tengingu inn á heimasíðu Matís og þar má nálgast öll erindi fundarins. Síðan er aðgengileg hér: Nordic Salmon.
Að fundi loknum var skrifuð skýrsla um erindi flytjenda og kynning á viðkomandi aðilum: Nordic Salmon – Skýrsla.
Verkefnið Krakkakropp var tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og var unnið í tengslum við verkefnið „Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju grænmetis“ hjá Matís. Krakkakropp er tilbúinn barnamatur unninn úr íslensku grænmeti.
Verkefnið var unnið af þeim Arnkeli Arasyni, Sigrún Önnu Magnúsdóttur og Vöku Mar Valsdóttur, nemum í matvælafræði við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís.
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru veitt þann 10. febrúar sl. Verðlaunin hlaut verkefnið „Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá.“
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru veitt árlega þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið áður.
Krakkakropp var meðal 6 verkefna sem tilnefnd voru til verðlaunanna og hlutu sérstaka viðurkenningu. Það telst mjög góður árangur þar sem fjöldi verkefna kom til greina. Þá hafa nemendur í kjölfar verkefnisins nú stofnað fyrirtækið Sifmar ehf. Fyrirtækið hefur einnig hlotið fleiri styrki, nemendur tekið þátt í viðskipta-og markaðshröðlum og hefur Landsvirkjun fjárfest í fyrirtækinu.
Nánari upplýsingar um verkefnið:
Krakkakreistur og Krakkakropp: Íslenskur barnamatur.
Verkefnið var unnið af Vöku Mar Valsdóttur, Sigrúnu Önnu Magnúsdóttur og Arnkeli Arasyni, nemum í matvælafræði við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Ólafur Reykdal verkefnastjóri hjá Matís. Kveikjan að verkefninu var stórt gat á markaði, en sem stendur er enginn tilbúinn íslenskur barnamatur fáanlegur. Á sama tíma hleypur innflutningur á erlendum barnamat árlega á hundruðum tonna.
Á Íslandi er til staðar græn orka, unnin með sjálfbærum hætti, hreint vatn, framúrskarandi hráefni og hverfandi notkun varnarefna við grænmetisframleiðslu. Því höfum við á Íslandi fulla burði til þess að framleiða góðan og heilsusamlegan barnamat fyrir börnin okkar.
Hugsjón nemenda var sameiginleg að nýta reynslu sína úr námi til þess að þróa frumgerðir af íslenskum barnamat sem framleiða mætti á ábyrgan hátt með umhverfissjónarmið og hollustu í fyrirrúmi. Lýðheilsa barna er brýnt vandamál en u.þ.b. fjórðungur íslenskra barna mælist yfir kjörþyngd. Mikilvægt er því að bregðast við með hollum og hentugum lausnum fyrir barnafjölskyldur. Þá hefur matarsóun gríðarlega mikil áhrif á loftslagsbreytingar, en um 45% grænmetis heimsins er talið fara spillis. Í samstarfi við Sölufélag garðyrkjumanna þróuðu nemendur barnamat úr m.a. grænmeti sem ýmist er of smátt, of stórt, bogið eða brotið. Slíkt grænmeti myndi ekki nýtast í hefðbundnar söluvörur en er að öðru leyti í fullkomnum gæðum og því tilvalið til framleiðslu á maukuðum og þurrkuðum barnamat.
Að verkefni loknu stóðu eftir fimm frumgerðir af Krakkakreistum – hentugum barnamat í pokum og þrjár frumgerðir af Krakkakroppi – barnanasli sem bráðnar í munni.
Þá hafa nemendur í kjölfar verkefnisins nú stofnað fyrirtækið Sifmar ehf. Fyrirtækið hefur einnig hlotið fleiri styrki, nemendur tekið þátt í viðskipta-og markaðshröðlum og hefur Landsvirkjun fjárfest í fyrirtækinu. Á döfinni hjá Sifmar ehf. er áframhaldandi fjármögnunarferli svo bjóða megi upp á öruggari og umhverfisvænni framleiðslu hér á landi.
Það má því með sanni segja að íslensk framleiðsla, sjálfbærni, lýðheilsa barna, spornun gegn matarsóun, jákvæð umhverfisáhrif, landbúnaður og tækniþróun séu allt málefni sem verkefnið snertir og helst í hendur við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed
The project was supported by AG-Fisk and managed by six people with knowledge on the subjects or relation to the industry. The group came from Iceland, Norway, Faroe Islands, Denmark and Finland.
The workshop aimed to gather experts in specific fields of salmon farming in the Nordic countries. Areas of uppermost importance for the Nordic salmon aquaculture were identified as; salmon- and sea louse challenges, optimal feed composition sources, and production of large smolts.
Four specialists in sea- and salmon louse and preventive measures against these parasites came from three countries, Iceland, Faroes Islands and Norway. Four experts in new sources and optimal compositions of feed for different environments came from three countries, Iceland, Norway, and Finland. And tree experts in smolt hatcheries (RAS) discussed large smolts production from two countries, Iceland, and Denmark.
There were 60 people at the meeting held in Olfus Cluster in Thorlakshofn, a fisheries community in Sothern Iceland. Olvus Cluster is a collaborative project by entrepreneurs planning large production of land-based salmon farming.
The guests of the meeting had it in common of working in the aquaculture business, serving the industry or being a public body.
Skoða skýrslu
Símkerfi Matís liggur niðri þessa stundina vegna bilunar sem kom upp í búnaði þegar rafmagn datt út í nótt sökum óveðurs. Unnið er að viðgerð en við bendum á að senda má tölvupóst á eftirfarandi netföng:
- Matis@matis.is
- Mottaka@matis.is
Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Matís, Reykhólahreppur og Þörungaverksmiðjan hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf í rannsóknum á vegum nýstofnaðrar Þörungamiðstöðvar Íslands á Reykhólum.
Í dag rituðu Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitastjóri Reykhólahrepps og Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar hf. f.h. Þörungamiðstöðvar Íslands annars vegar, og Oddur Már Gunnarsson, forstjóri Matís, hins vegar undir viljayfirlýsingu um samstarf í rannsóknum og vöktun í tengslum við Þörungamiðstöð Íslands á Reykhólum í þeim tilgangi að auka þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun úr þangi og þara með rannsóknum, fræðslu, nýsköpun og vöruþróun.
Þörungamiðstöð Íslands er ætlað að vera hlutafélag með lögheimili í Reykhólahreppi í eigu Þörungaverksmiðjunnar hf. og Reykhólahrepps sem og fleiri aðila. Samkvæmt drögum að stofnsamningi er tilgangur félagsins m.a. að stuðla að aukinni þekkingu og safna í þekkingarbanka um öflun og nýtingu sjávarþörunga við Ísland, bæði ræktaðra og villtra, stunda rannsóknir með áherslu á sjávarþörunga, vera í samstarfi við rannsóknarstofnanir og fyrirtæki, veita þjónustu til rannsóknarstofnana og fyrirtækja taka þátt í mennta- og fræðastarfi, efla ræktun þörunga og þróa afurðir úr þeim til að auka verðmætasköpun úr þessu sjávarfangi um leið og stuðlað er að fjölbreyttari atvinnu í Reykhólahreppi.
Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, mun móta starfsemi Þörungamiðstöðvar Íslands. Hólmfríður stýrði uppbyggingu á rannsóknastarfssemi í kringum sjávarútveg í Verinu á Sauðárkróki þar sem starfstöð Matís á Sauðárkróki var mikilvæg svo að sprotafyrirtækið Protis var hleypt af stokkunum. Hólmfríður var hugmyndarsmiður Protis Fiskprótín framleiðslunnar. Protis var fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem setti upp framleiðsluferil fyrir þurrkað fiskprótín og fiskkollagen sem unnið er úr hliðarafurðum fiskvinnslu og selt undir vörumerkinu Protis Fiskprótín.
Saga þörungavinnslu á Reykhólum er orðin 50 ára og staðbundin þekking á auðlindinni hefur safnast upp. Leitun er að heppilegri stað á landinu fyrir rannsóknastarfssemi og hagnýtri vöruþróun á sjávarþörungum. Við Breiðafjörð er um fjórðungur strandlengju Íslands og vaxtarskilyrði einstök. Fram til þessa hefur Þörungaverksmiðjan stutt rannsóknir í firðinum með því að bjóða farartæki, reynda sæfara og öryggisbúnað til að athafna sig við rannsóknir. Byggst hefur upp mikil þekking á vinnsluferli innan Þörungaverksmiðjunnar. Með þátttöku í stofnun Þörungamiðstöðvar Íslands vill Þörungaverksmiðjan hf. efla stuðning við rannsóknir á auðlindinni og nýjar úrvinnsluleiðir, enda er Reykhólahreppur heimavöllur hennar og íbúarnir undirstaða starfseminnar. Þörungaverksmiðjan framleiðir og selur hágæða þurrkað og malað klóþang og hrossaþara úr Breiðafirði. Þörungamjölið er vottað sem óblönduð lífræn vara og sjálfbær uppskera. Með aukinni tækniþróun hafa skapast gríðarleg tækifæri til fjölbreyttari nýtingar á þörungum og vinnslu verðmætra efna í matvæla-, snyrti og lyfjaiðnað með tilheyrandi verðmæta- og atvinnusköpun.
Þörungamiðstöð Íslands í samstarfi við atvinnulífið, háskóla og rannsóknastofnanir er einmitt ætlað að stuðla að sjálfbærrri nýtingu sem hvílir á niðurstöðum rannsókna, auka þekkingu, veita fræðslu, fjölga atvinnutækifærum og verðmæti vöru sem unnin er úr þangi og þara.
Reykhólahreppur stefnir að því að styðja við fjölbreyttara atvinnulíf, betri nýtingu auðlinda svæðisins, breiðara mannlíf í sveitarfélaginu með aukinni rannsókna- og þróunarstarfsemi og góðri aðstöðu fyrir nýbúa og þá sem fyrir eru.
Undirritunin í dag er mikilvægt skref í uppbyggingu á rannsókna- og þróunarstarfsemi á Reykhólum þar sem mikil þekking og reynsla er til staðar hjá Matís í rannsóknum á þörungum þar sem áhersla hefur verið lögð á vísindalega nýsköpun og hagnýta þekkingu og verðmætaaukningu.
Í viljayfirlýsingunni segir að sameiginlegt markmið aðilana sem að samkomulaginu standa sé að efla rannsókna- og þróunarstarfsemi í tengslum við sjálfbæra nýtingu þörunga og stuðla þannig að aukinni þekkingu, verðmætasköpun og atvinnuuppbyggingu á sviði sjávarþörunga.