Fréttir

Ertu með hugmynd fyrir Ísland?

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Hvernig getum við aukið verðmæti í virðiskeðju sauðfjár? Ertu með frábæra hugmynd til dæmis um nýja vöru, markaðssetningu, þjónustu, hönnun, dreifingu, beitarstjórnun, dýravelferð, sjálfbærni, nýtingu hliðarafurða, búvörusamninga, lagaumhverfi, umbyltingar eða annað?

Matís, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Landgræðslan, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, Matvælastofnun, Landssamtök sauðfjárbænda, Samtök ungra bænda, Háskóli Íslands og Icelandic Lamb standa fyrir svokölluðu Lambaþoni 9. – 10. nóvember nk. 

Hvað er Lambaþon?

Lambaþon er keppni á milli 4-8 manna liða um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár á Íslandi. Einstaklingar geta líka skráð sig og verður þeim parað saman með öðrum einstaklingum við upphaf Lambaþonsins. 

Taktu þátt í að efla verðmæti innan landbúnaðarins – taktu þátt í Lambaþoni 2018!

Nánar

Fréttir

Upptökur frá matvæladegi MNÍ

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands fór fram 25. október. Á dagskránni var að fjalla um matvælastefnu fyrir Ísland frá sem flestum sjónarhornum og komu fjölmargir fyrirlesarar með sjónarhorn sitt og sinna samtaka á fundinn. 

Líflegar umræður sköpuðust enda sitt sýnist hverjum þegar kemur að því að smíða matvælastefnu fyrir Ísland. Rúmlega 100 manns sóttu daginn. 

Matvæladagur var kærkominn fyrir þá vinnu sem framundan er við að setja matvælastefnu fyrir Ísland en sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setti saman hóp sem setja á þessu stefnu saman og er reiknað með að þeirri vinnu verði lokið í lok árs 2019. 

Fjöreggið var einnig afhent en verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Að þessu sinni var það Rjómabúið á Erpsstöðum sem hlaut Fjöreggið. 

Upptökur og glærur (þar sem við á)

Fyrirlesari og efnistökUpptaka hefst og endar u.þ.b.Glærur (pptx)
Fundarstjóri | Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís.13:00 – 13:02 
Setning | Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.13:02 – 13:15 
Afhending Fjöreggsins | Guðrún Hafsteinsdóttir, Samtök iðnaðarins.13:15 – 13:30 
Arnljótur Bjarki Bergsson, Matís.13:30 – 13:40Matvælastefna í samhengi lífhagkerfis; West Nordic Bioeconomy Panel.
Kristín Vala Ragnarsdóttir, Háskóli Íslands.13:40 – 13:51Getum við sett matvælastefnu án sjálfbærnihugsunar?
Jóna Björg Hlöðversdóttir, Samtök Ungra Bænda.13:51 – 14:02 Fyrir hverja er matvælastefna?
Magnús Óli Ólafsson, Innnes.14:02 – 14:12 Passa sjónarmið innflutningsaðila inn í matvælastefnu fyrir Ísland?
Kristján Þórarinsson, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.14:12 – 14:22 Matvælastefna: sameiginlegir þættir.
Ari Edwald, Mjólkursamsalan.14:22  – 14:33 Hvatar til aukinnar hráefnanýtingar.
Kaffi.14:33 – 15:00 
Sæmundur Sveinsson, LHBÍ.15:00 – 15:10 Sjálfbær landbúnaður? Heimsmarkmiðin? Hvað getur Landbúnaðarháskóli Íslands gert?
Axel Helgason, Landssamband smábátaeigenda.15:10 – 15:20 Valkostir neytenda og ábyrgð þeirra gagnvart umhverfinu.
Bryndís Eva Birgisdóttir, Rannsóknastofa í næringarfræði.15:20 – 15:31 Matvælastefna – Stefna að matargleði og bættri lýðheilsu.
Harpa Júlíusdóttir, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.15:31 – 15:42 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjálfbær þróun.
Pallborðsumræður.15:42 – 16:12 
Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís.16:12 – 16:24 

Fréttir

SNP-erfðamarkasett sem nýta má til greiningar á erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa

Tengiliður

Davíð Gíslason

Verkefnastjóri

davidg@matis.is

Nú er u.þ.b. að fara í gang verulega áhugavert verkefni innan Matís. Verkefnið snýr að þróun SNP-erfðamarkasetts sem nýta má til greiningar á erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa með meira öryggi en nú þekkist á Íslandi. Vonast er til að erfðamarkasettið mun nýtast til greiningar á erfðablöndun umfram fyrstu kynslóð blendinga.

Erfðamarkasettið mun einnig gegna lykilhlutverki í áhættumati Hafrannsóknastofnunar vegna vöktunar á erfðablöndun og greiningu á langtímaáhrifum erfðablöndunar á íslenska laxastofna.

Verkefnið er samstarf Matís, Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna og NINA (Norsk Institutt for Naturforskning) og er það styrkt af Umhverfissjóði sjókvíaeldis.

Nánari upplýsingar þegar lengra líður á verkefnið.

Fréttir

Krakkar kokka – kynnum íslenskar matarhefðir fyrir börnunum okkar

Tengiliður

Rakel Halldórsdóttir

Sérfræðingur

rakel@matis.is

Nú er rétt að hefjast áhugavert verkefni hjá Matís, í samstarfi við og styrkt af Matarauði Íslands hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Verkefnið gengur út á það að efla þekkingu og vitund íslenskra barna um staðbundna, íslenska frumframleiðslu og mikilvægi viðhalds og uppbyggingu hennar.

Verkefnið er útfærsla á hugmynd um matreiðsluverkefni fyrir skólabörn, í takti við sjálfbærnimarkmið/heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og nauðsyn almennrar hugarfarsbreytingar hvað varðar neyslu, viðhald og uppbyggingu frumframleiðslu. Verkefnið miðar að því að vekja athygli og áhuga íslenskra barna á betri nýtingu matarafurða (minnkun matarsóunar), nýtingu staðbundinna íslenskra afurða í matreiðslu, hugmyndaauðgi og nýsköpun í matreiðslu úr hefðbundnum íslenskum hráefnum.

Séríslenskar matarhefðir og uppruni matvæla er víða orðinn börnum óljós þar sem börn í dag eru orðin vön því að maturinn komi í umbúðum úr verslunum. Þetta á við um stærri og smærri samfélög þar sem aðgengi að frumframleiðslu nærsamfélags er almennt ábótavant og neysla sem byggir á nýtingu náttúruafurða úr villtri náttúru er á undanhaldi ef miðað er við fyrri kynslóðir.

Samstarfsaðilar auk Matarauðs Íslands eru Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari, Hinrik Carl Ellertsson, matreiðslumeistari, og þrír grunnskólar í Skagafirði auk Norðlingaskóla í Reykjavík.

Fréttir

Áhættumatsnefnd – hafðu áhrif og segðu þína skoðun!

Stórt skref hefur nú verið tekið í vinnu sem miðar að því að auka matvælaöryggi á Íslandi enn frekar en í gær duttu drög að reglugerð um áhættumatsnefnd inn á Samráðsgáttina – opið samráð stjórnvalda við almenning. Þetta eru miklar gleðifréttir enda hefur lengi staðið til að gefa út þessa reglugerð sem mun gera opinbert vísindalegt áhættumat mögulegt á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru.

Hagaðilar, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar, eru hvattir til að taka þátt í samráðinu með því að senda inn umsögn; það má gera á Samráðsgáttinni.

Fréttir

Spennandi dagskrá á Matvæladegi – matvælastefna fyrir Ísland

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er lögð áhersla á að Ísland sé leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs. Þar segir að til staðar séu tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Þróa þurfi allar lífrænar auðlindir landsins, lífhagkerfið, enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.

Af þessu tilefni blásum við til Matvæladags MNÍ til að ræða matvælastefnu fyrir Ísland frá hinum ýmsu sjónarhornum. 

Dagskráin lítur mjög vel út og spennandi fyrirlesarar sem munu varpa ljósi á sjónarhorn sitt og sinna samtaka um hvernig matvælastefna fyrir Ísland eigi að líta út.

Þar má nefna

  • Jónu Björg Hlöðversdóttur frá Samtökum ungra bænda,
  • Ara Edwald frá Mjólkursamsölunni,
  • Bryndísi Evu Birgisdóttur frá Rannsóknastofu í næringarfræði,
  • Axel Helgason frá Landssambandi smábátaeigenda,
  • Kristján Þórarinsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • og fleiri mjög öfluga fyrirlesara. 

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, 858-5111.

Dagskrá og skráning

Fréttir

Flestir telja hrossakjöt vera hreina og umhverfisvæna fæðu

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Mjög áhugaverðu B.Sc. verkefni lauk nú í sumar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefnið vann Eva Margrét Jónudóttir og gekk verkefnið út á það að kanna viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti. 

Niðurstöðurnar voru einkar áhugaverðar og kom meðal annars fram að 

  • hrossa- og folaldakjöt er ekki nógu áberandi og sýnilegt í verslunum allstaðar á landinu 
  • flestir sem tóku þátt í rannsókninni voru virkilega jákvæðir og fögnuðu umræðunni um hrossakjöt 
  • 96% þeirra sem tóku þátt höfðu smakkað hrossa- og/eða folaldakjöt 
  • þeir sem ekki höfðu smakkað höfðu ekki áhuga, annað hvort þá vegna þess þeir borðuðu ekki kjöt yfir höfuð eða vegna þess að þeim fannst það líkt og að borða hundinn sinn og töldu það rangt vegna tilfinninga

Nánari upplýsingar má finna á Skemmunni og hjá Evu Margréti Jónudóttur

Mynd/picture: Oddur Már Gunnarsson

Fréttir

Áhættugreining, áhættumat, áhættustjórnun…….

Áhættumat hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Umræðan hefur til að mynda snúist að óheftum innflutningi á ferskum kjötvörum og að slátrun lamba. En hvað þýða þessi hugtök? Dr. Helga Gunnlaugsdóttir, faglegur leiðtogi á sviði öruggrar virðiskeðju matvæla hjá Matís getur svarað því.

Helstu hugtök áhættugreiningar á sviði matvælaöryggis / Concept paper on risk analysis in the area of food safety„, eftir Helgu Gunnlaugsdóttur hjá Matís. 

Ítarefni

Fréttir

Loftslagsmaraþonið fer fram í annað sinn 26. október nk.

Tengiliður

Justine Vanhalst

Verkefnastjóri

justine@matis.is

Loftslagsmaraþonið fer fram í Reykjavík 26. október nk. Er þetta í annað sinn sem loftslagsmaraþonið fer fram en Justine Vanhalst, sérfræðingur á Matís, hafði veg og vanda af fyrsta maraþoninu sem fram fór í október í fyrra.

Hefurðu áhuga á loftslagsmálum og langar að leggja þitt af mörkum? 
Taktu þátt í sólarhringshakki um loftslagsmál 26. október nk. 

Climathon/loftslagsmaraþon er sólarhringsáskorun um nýsköpun í loftslagsmálum sem haldin er samtímis í hundruðum borga um allan heim. Unnið verður hörðum höndum í 24 klst. að útfæra nýjar hugmyndir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðra loftmengun. 

Dómnefnd velur svo bestu lausnirnar og veitir verðlaun.

Loftslagsmaraþon er samkeppni sem er öllum opin. Fólk getur skráð sig sem einstaklingar, hópar, nemendur, frumkvöðlar og allir sem láta sig loftslagsmál varða. Rafmagnað en afslappað andrúmsloft, hollur matur, innblásnar vinnustofur, hópumræður og svefnkrókar og fjölda óvæntra uppákoma bíður þeirra sem taka þátt.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Climathon og hjá  Justine Vanhalst.

Fréttir

Getum við bætt framleiðsluferla við framleiðslu á hágæða próteinum til manneldis?

Fiskmjöls- og lýsisframleiðsla skipa mikilvægan sess í fiskvinnslu á Íslandi. Ferlarnir hafa lítið breyst á undanförnum áratugum, en á sama tíma hefur próteinþörf á heimsvísu, auk krafna um bætta nýtingu hráefnis, aukin gæði afurða og minnkun úrgangsefna, snaraukist.

Nú er í gangi verkefni á Matís sem hefur það að markmiði að endurhanna og besta ferlana til framleiðslu á hágæðapróteinum til manneldis.

Verkefnið er styrkt af AVS, rannsóknasjóði sjávarútvegsins en samstarfsaðilar Matís í verkefninu eru Háskóli Íslands (HÍ) og Síldarvinnslan. Verkefnastjórn er hjá HÍ.

Nánari upplýsingar koma eftir því sem líður á verkefnið.

IS