Tækifæri fyrir samfélög og ógnanir við lífshætti á Norðurslóðum eru til umræðu á Hingborði Norðursins í ár sem fyrri ár. Í tengslum við ráðstefnuna eru margir áhugaverðir viðburðir, þar á meðal er einn sem snýr að frumkvöðlum, nýsköpun og hagrænni þróun.
Í tengslum við Hringborð Norðursins (e. Arctic Circle) stendur Norræna ráðherranefndin og Viðskiptaráð Norðurslóða (e. Arctic Economy Council) fyrir hliðarviðburði (e. Break-Out Session) um hagræna þróun, nýsköpun og frumkvöðla á Norðurslóðum. Hliðarviðburðurinn fer fram í Kaldalóni í Hörpu föstudaginn 13. október milli klukkan 16:15 og 17:45.
Fjallað verður m.a. um þátt norrænnar samvinnu í breytingum innan hagkerfa Norðurslóða, greiningu viðskipta á Norðurslóðum og viðhorf innfæddra til viðskiptaþróunar á Norðurslóðum. Þá mun Róbert Guðfinnsson hjá Genís tala um hvað þurfi til að knýja nýsköpun og frumkvöðla starf á Norðurslóðum, Stephen Hart, hjá Evrópska fjárfestinga bankanum, mun kynna fjármögnun viðskiptaþróunar og fjárfestinga á Norræna hluta Norðurslóða m.t.t. tækifæra, þarfa og krafa, Thomas Westergaard hjá Hurtigruten, mun segja frá þætti norrænar matargerðar sem samkeppnisforskot í ferðaþjónustu á Norðurslóðum og Sveinn Margeirsson hjá Matís mun ræða hlutverk lífhagkerfis til að stuðla að sjálfbærum vexti á Norðurslóðum.
Að lokum mun formaður Viðskiptaráðs Norðurslóða Tero Vauraste fjalla um hvernig hægt sé að hreyfa við áætlun um viðskiptaþróun á Norðurslóðum fram á við.
Þessu tengt má geta þess að Matís er þátttakandi í ClimeFish verkefninu sem miðar að því að styðja við sjálfbæran sjávarútveg, virkja aukningu í framleiðslu innan evrópsks fiskeldis, auðvelda atvinnu- og svæðisþróun innan atvinnugreinanna, og þróa spálíkön og tól til ákvarðanatöku til að bregðast megi við loftslagsbreytingum í samstarfi við hagaðila.
Áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í spennandi umræðum.
Um næstu áramót lýkur norræna verkefninu „Conservation and processing marine macro algae for feed ingredients (Capmafi)“ sem Nordic Marine Innovation styrkir. Þátttakendur auk Matís eru Eukaryo AS, Due Miljø og Akvatik AS frá Noregi ásamt Tari-Faroe Seaweed frá Færeyjum.
Meginmarkmið verkefnisins er að þróa framleiðsluferil til að aðskilja ákveðna efnishluta úr stórþörungum með himnusíunarbúnaði, varðveita þá og nota sem viðbætt hráefni í eldisfóður fyrir fiskeldi.
Aðaláherslan var lögð á aðskilnað próteina, peptíða og amínósýra, með aðstoð ensíma. Framleiðsluferillinn byggðist í grófum dráttum á smækkun þörunganna í þykkni með votmyllu. Þykknið var meðhöndlað með ensímum í þeim tilgangi að brjóta próteinin niður í peptíð og amínósýrur. Þykknið var síðan meðhöndlað með sýru (meltugerð) til að auka geymsluþolið og hjálpa til við niðurbrot próteina. Himnusíun sá svo um aðskilnað próteina, peptíða og amínósýra úr þykkninu.
Gerð var tilraun í Bodø í Noregi, í stórum skala, þar sem notuð var himnusíun til aðskilnaðar efnasambanda. Gekk hún ágætlega fyrir sig og heimtur próteina og minni sameinda lofuðu góðu fyrir verkefnið.
Áður en verkefninu lýkur verður aðskilnaður fjölsykra skoðaður.
Ísland sem stórt hafríki, fremur en smátt eyríki, á mikila möguleika í forystu verðmætasköpunar innan bláalífhagkerfisins. „Ekki er nóg með að við nýtum auðlindina mjög vel, heldur sköpum við gæðahráefni og látum mjög lítið fara til spillis borið saman við aðrar þjóðir. Forskot Íslands á þessu sviði nær ekki aðeins til hefðbundins sjávarfangs heldur ekki síður til nýtingar sjávarauðlinda til framleiðslu fæðubótarefna, lækningavara og snyrtivara svo nokkur dæmi séu nefnd. Þekking Íslands nær yfir alla virðiskeðju sjávarfangs og styrkleiki okkar á þessu sviði er eitthvað sem við gætum nýtt mun betur, auk tækifæra tengdra öðrum lífverum, t.d. þörungum,“ segir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís í nýlegu viðtali við Morgunblaðið.
Í viðtalinu ræðir Sveinn sérstöðu Íslands og bendir á hversu lítið aðrar þjóðir ná að nýta bláa lífhagkerfið: „Með lífhagkerfinu er átt við þann hluta hagkerfisins sem byggir á lifandi og endurnýjanlegum auðlindum, og nær bláa lífhagkerfið yfir allar þær lifandi auðlindir hafsins sem við nýtum. Bláa hagkerfið er vannýtt víða um heim og þaðan koma t.d. minna en 5% allra matvæla á meðan meira en 95% matvæla verða til á landi –og það þrátt fyrir að vötn og höf þeki meira en 70% af yfirborði jarðar.“
Sveinn segir sérkenni Íslands m.a. birtast í því að þar hefur hlutföllunum verið snúið við og um 80-90% af öllum matvælum sem landið framleiðir komi úr hafinu.
Sveinn hvetur bæði stjórnvöld og atvinnulíf til að skoða mjög vandlega „að nota t.d. þá þekkingu sem býr í íslenskum sjávarútvegi til að stórbæta vinnslu, veiðar og markaðssetningu víða um heim. Í öllum heimsálfum megi finna lönd sem hafa alla burði til að nýta auðlindir sjávar mun betur og eru stödd þar sem Ísland var fyrir 30 eða 40 árum. Að taka þátt í því að færa sjávarútveg þessara þjóða inn í nútímann myndi ekki aðeins vera gott viðskiptatækifæri heldur gæti líka aukið hróður lands og þjóðar.“
Að mati Sveins ættu Íslendingar „að samhæfa stefnuna í sjávarútvegsmálum, utanríkismálum og viðskiptamálum, og ráðast í tangarsókn. Núna er einmitt rétti tíminn enda er því spáð að bláa lífhagkerfið muni vaxa gríðarlega og að um allan heim verði miklu fjármagni varið í þennan hluta atvinnulífsins. Ísland þyrfti að vera í fararbroddi í þessari þróun, því annars er hætta á að við drögumst afturúr.“
Fræðsla og þekkingarmiðlun er endalaust viðfangsefni. Nauðsynlegt er að ástunda stöðuga fræðslu og þekkingarmiðlun um góða aflameðferð. Hafsteinn Björnsson sem rær á strandveiðibátnum Villa-Birni SH 148 frá Rifi fékk viðurkenningu fyrir Fallegan fisk 2017.
Tvö síðastliðin sumur hefur Matís og Landssamband smábátaeigenda haldið úti verkefninu „Fallegur fiskur“ þar sem vakin er athygli á mikilvægi góðrar meðferðar á afla. Um verkefnið er fjallað á fésbókarsíðu verkefnisins.
Meðal aðgerða hefur verið ljósmyndasamkeppni um fallegasta fiskinn þar sem þátttaka fólst í því að senda inn myndir af góðri meðferð afla, að þessu sinni var ákveðið að veita Hafsteini Björnssyni frá Rifi viðurkenningu. Hafsteinn rær á strandveiðibátnum Villa-Birni SH 148.
Arnljótur Bjarki Bergsson sviðsstjóri hjá Matís, brá sér af bæ og heimsótti Hafstein við höfnina á Rifi til að afhenda honum fína GoPro myndavél, svo nú er von á enn fleiri myndum sem sýna fyrirmyndar vinnubrögð. Sjá má myndir Hafsteins á fésbókarsíðunni „Fallegur fiskur“.
Varðandi umfjöllun um meðferð afla gildir eins og svo margt annað að nauðsynlegt er að ástunda stöðuga fræðslu og þekkingarmiðlun um hvernig best er að verki staðið. Ef menn hafa góðar hugmyndir um hvernig best væri að koma þessum mikilvægu skilaboðum til skila þá tökum við vel í slíkt.
Í ár hófst verkefnið með því að Matís og LS sendu hitamæla ásamt fræðsluefni um meðferð afla til 1.000 aðila sem tengdust útgerð smærri báta. Það var ekki annað að heyra en að mönnum hafi litist vel á framtakið og allmargir voru hressir með að fá loksins hitamæli til að fylgjast með hitastigi aflans.
Matís og LS munu að sjálfsögðu halda áfram að vekja athygli á mikilvægi góðrar aflameðferðar áfram og þó ljósmyndasamkeppninni sé lokið þá eru myndir og ábendingar alltaf vel þegnar.
Nýlega birtist viðtal við Jónas Viðarsson hjá Matís á fréttavef Fiskifrétta um breytta stefnu Evrópusambandsins í tengslum við brottkast á fiski. Matís er lykilþátttakandi, ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Hampiðjunni og Marel í verkefninu DiscardLess sem er ætlað að greiða fyrir innleiðingu á brottkastsbanninu sem verið er að innleiða innan evrópska fiskiskipaflotans.
Í viðtalinu talar Jónas um þessa stefnubreytingu í fiskveiðistjórnun ESB og þær breytingar sem hafa orðið á almennu viðhorfi til brottkasts. Hin sameiginlega fiskveiðistefna Evrópusambandsins hafi hreinlega gert kröfu til þess að fiski sé kastað í sjóinn. „Það hefur verið ekki bara leyfilegt heldur skylda ef fiskiskipið er annað hvort ekki með kvóta fyrir honum eða ef fiskurinn er undir leyfilegri lágmarksstærð,“ segir Jónas. „Þetta hefur bara verið tíðkað hjá þeim, og það er allt samkvæmt reglunum. En nú er það að breytast.“
Jónas nefnir einnig sérstaka stöðu Íslands sem hafi ákveðið forskot umfram nærri allar aðrar þjóðir sem eru með brottkastsbann. „Hér höfum við til dæmis tækifæri til að landa í þessum VS-afla til dæmis. Þá fer aflinn beint inn á fiskmarkaðinn og 80 prósent af aflaverðmætinu fer í rannsóknir, í þennan VS-sjóð. Áhöfnin fær þá bara 20 prósent og þetta er þá ekki talið gegn kvóta, en þetta hefur reyndar ekki verið mjög mikið nýtt að undanförnu. Og sama er með undirmál, bara talið 50 prósent gagnvart kvóta, þannig að það er nú verið að gera ýmislegt til að sporna gegn þessu,“ segir Jónas.
Evrópskir ráðamenn og aðrir hagaðilar horfa til Íslands og annarra landa sem reynslu hafa af að starfa undir brottkastsbanni og því er innlegg Íslands mikilvægt í verkefninu, auk þess sem Matís leiðir einn vinnupakka og er með lykilhlutverk í nokkrum öðrum vinnupökkum.
Áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum var til umræðu á fjölmennum fundi sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóð fyrir í síðustu viku. Á fundinum var m.a. sagt frá rannsóknum sem stundaðar hafa verið hjá Matís á stofnerfðafræði laxfiska.
Á fjölsóttum fundi um Áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi sem haldinn var af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þann 27. september s.l. kynnti Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar m.a. niðurstöður nýrrar ritrýndar greinar um erfðafræði laxins í Evrópu: A microsatellite baseline for genetic stock identification of European Atlantic salmon (Salmo salar L.). Sigurður er þar meðhöfundur ásamt Kristni Ólafssyni sem starfaði hjá Matís og var í doktorsnámi í stofnerfðafræði laxa. Höfundar greinarinnar tileinkuðu greinina minningu Kristins en hann lést 22 mars síðastliðinn. Framlag Kristins var mikilvægt fyrir tæknilega þróun rannsóknarinnar og greiningu íslenskra laxastofna.
Niðurstöður greinarinnar, sem er aðgengileg hér, sýna fram á að hægt sé að rekja uppruna lax sem að veiðist í sjó með arfgerðagreiningu og sjá úr hvaða á hann er kominn. Ættfræði evrópskra laxfiska er teiknuð upp í hinni nýju grein. Íslenskar stofnerfðarannsóknir hafa leitt í ljós erfðabreytileika milli íslenskra laxastofna og sýnt að hver á hefur sinn sérstaka stofn en þær niðurstöður birti Kristinn í ritrýndri grein árið 2014, myndin hér að neðan er úr þeirri grein.
Olafsson, K., Pampoulie, C., Hjorleifsdottir, S., Gudjonsson, S., and Hreggvidsson, G. O. 2014. Present-day genetic structure of Atlantic Salmon (Salmo salar) in Icelandic Rivers and ice-cap retreat models. PLoS ONE, 9: e86809.
Á fundinum, sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stýrði, fjallaði Dr. Geir Lasse Taranger, frá norsku Hafrannsóknastofnuninni (Havforskningsinstituttet) um áhættumat í norsku fiskeldi og nýtt s.k. „umferðaljósakerfi“. Bára Gunnlaugsdóttir frá Stofnfiski ræddi um notkun stærri gönguseiða og síðbúinn kynþroska. Kom fram í máli Báru að rannsókna niðurstöður sýni að minni líkur séu á að hængar sem sleppa hafi áhrif á villta stofna en hrygnur sem sleppa.
Matís vinnur nú að rannsóknaverkefni með Hafrannsóknastofnun um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna með styrk frá Umhverfissjóði sjókvíaeldis, sem Guðbjörg Ólafsdóttir sérfræðingur hjá Matís hefur tekið við stjórn á. Verkefnið fellur undir faglega áherslu Matís á örugga og sjálfbæra virðiskeðju matvæla.
Árangur Íslendinga í aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi er sérstaklega mikill í tilviki okkar verðmætustu tegundar, þorsksins. Árið 2016 var útflutningsverðmæti landaðs þorskafla Íslendinga 3,15 dollarar á kg 4,6 sinnum meira en árið 1981. Þorskaflinn 2016 skilaði 2,6 sinnum meiri verðmætum en 1981, þó aflinn 2016 hafi einungis verið 57% af afla ársins 1981.
Árið 2016 öfluðu Íslendingar 1 milljón 67 þúsund tonna, útfluttar sjávarafurðir námu 579 þúsund tonnum. Fyrir hvert útflutt kg af sjávarafurðum fengum við 2,5 sinnum meira árið 2016 en árið 2003, en það ár var tekin stefnumótandi ákvörðun um að auka verðmæti sjávarfangs með rannsóknum og þróun. Þá var ákveðið að huga fremur að verðmætum afurða en magni hráefna.
Árangurinn er enn meiri sé litið sérstaklega á okkar verðmætustu tegund, þorskinn. Árið 2016 var útflutningsverðmæti landaðs þorskafla Íslendinga 3,15 dollarar á kg 4,6 sinnum meira en árið 1981. Þorskaflinn 2016 skilaði 2,6 sinnum meiri verðmætum en 1981, þó þorskaflinn 2016 hafi einungis verið 57% af þorskafla ársins 1981.
Framangreindar tölur komu fram í máli Önnu Kristínar Daníelsdóttur sviðsstjóra rannsókna og nýsköpunar hjá Matís er hún leitaðist við að svara því: Hvers krefst sterkt lífhagkerfi, í erindi sem hún hélt nýverið á ráðherrafundi sem fjallaði um bestu nýtingu haftengdra tækifæra sem efnt var til í tengslum heimsþing um málefni sjávarfangs WSC2017. Um árabil hefur verið fjallað um lífhagkerfi sem hagkerfi byggt á nýtingu lífauðlinda, lífhagkerfi á grundvelli þekkingar var fyrirferðamikið í rannsókna og þróunarstarfi 2007-2013 (e. Knowledge Based Bioeconomy). Þar er lykilatriði að ganga ekki nærri auðlindunum, taka ekki meira en svo að vöxtur og viðgangur auðlindanna sé tryggður. Hagkerfi byggir ekki einvörðungu á því að veiða eða slátra fiski í hóflegu magni, sjálfbærni er vissulega grunnurinn, en verðmætasköpunin ræðst af meðferð, vinnslutækni og ráðstöfun.
Víðtækt samstarf
Arnljótur Bjarki Bergsson sviðsstjóri innleiðingar og áhrifa hjá Matís segir um áherslu á hagnýtingu rannsókna og þróun til verðmætasköpunar: „Með skýrri stefnu hafa ólíkir aðilar komið saman í fjölmörgum verkefnum beitt sköpunarkrafti, haft frumkvæði að metnaðarfullri þróun. Eftir þeirri stefnu höfum við siglt og við höfum komist þangað sem við ætluðum, við gerum meira úr því sem við veiðum og er sérhvert kíló verðmætara.
Heilnæmt öruggt sjávarfang stuðlar að lýðheilsu. Sameiginlegir innviðir og þekking til þróunar atvinnugreina hafa verið byggð upp og nýtt í samstarfi með framangreindum árangri. Skilningur á markaðslögmálum hjálpar til – í stað þess að reyna að selja það sem er framleitt, er unnið að því að framleiða það sem selst. Þekking hefur skapast með samstarfi háskóla, fjölbreyttra fyrirtækja og Matís. Matís kemur að kennslu framhaldsnáms í matvælafræðum í Háskóla Íslands, sem og vinnslutækni í Háskólanum á Akureyri. Rannsóknainnviðir hafa verið notaðir til að þróa aðferðir til að vinna afla í sem verðmætastar vörur. Nýjar vörur hafa litið dagsins ljós. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa nýtt mæliþjónustu, rétt eins og fyrirtæki í matvælaiðnaði almennt, til að uppfylla skilyrði. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa nýtt samstarfið við Matís til að skapa ný og meiri verðmæti, sömu sögu er hægt að segja um iðnfyrirtæki sem þjónusta matvælaiðnaðinn hér á landi. Slíkt samstarf hefur stuðlað að framangreindum árangri.“
Margvísleg þekking og færni starfsmanna Matís hefur m.a. átt þátt í þeirri þróun sem íslenskur sjávarútvegur hefur farið í gegnum, innleiðing þekkingar hefur eflt íslenskan sjávarútveg, rétt eins og íslenskan matvælaiðnað, m.a. með hagnýtingu líftækni.
„Ábyrgar fiskveiðar, á vísindalegum grunni, og áhersla á gæði, tryggja rekstrarskilyrði í frumframleiðslu og opna ný tækifæri í tengdum greinum. Með bættri aflameðhöndlun, eru gæðin betur varðveitt sem gerir fjölbreytta nýtingu mögulega. Öguð vinnubrögð á einum stað leysa vandamál á öðrum, opna leiðir inn á nýja markaði með nýjar vörur. Bætt nýting hráefna minnkar hvata til ofveiði. Ábyrgð styður við sjálfbærni sem eykur hagkvæmni og skapar svigrúm fyrir rannsóknir og þróun. Ísland er meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims og eitt fárra ríkja hvar sjávarútvegur leggur fjármuni inn í sameiginlega sjóði landsmanna. Hér spretta nú upp nýjungar sem vekja athygli víða um heim sem aðrir reyna að líkja eftir.
Á hinni velheppnuðu ráðstefnu WSC2017 var augljóst að þeim fjölgar sem beina sjónum sínum að sjónum, því tækifæri felast í aukinni nýtingu lífauðlinda í hafi og vatni m.a. til matvælaframleiðslu. Athygli alheimsins dregst í auknum mæli að því að yfir 95% af matvælaframleiðslu heimsins er stunduð á landi, sem er innan við 1/3 af yfirborði jarðar, ræktað land er undir miklu álagi vegna notkunar og örum breytingum umhverfisþátta“ bætir Arnljótur Bjarki við.
Þá nefnir Arnljótur Bjarki, Heimsmarkmið 14, líf undir vatnsyfirborðinu „var eðlilega fyrirferðamikið á ráðstefnunni og Utanríkisráðuneytið var með sérstaka málstofu um viðfangsefnið. Þátttakendum WSC2017 þótti vel til fundið að koma til Íslands til að ræða málefni sjávarfangs enda hefur Ísland, eftir útfærslu efnahagslögsögunnar brotist úr viðjum vítahrings óvarlegrar umgengni um auðlindir sjávar, sóunar, þegar áhersla var lögð á magn umfram gæði, með ótryggum rekstrarskilyrðum fyrirtækja í frumframleiðslu og tengdum greinum“.
Þróun í takt við þarfir
Mikill samhljómur var á ráðstefnunni WSC2017. Í máli Sigurðar Ólasonar framkvæmdastjóra fiskiðnaðarseturs Marel kom mikilvægi þess að leggja áherslu á að þróa vinnslu og dreifingu sjávarfangs skýrt í ljós, vel stýrðar fiskveiðar eru sannarlega arðbærar en mikil tækifæri liggi í vinnslu og dreifingu sjávarfangs, þar er þörf á þróun. „Eftir miklu er að slægjast með þróun vinnslu og dreifingar sjávarfangs, sem á nokkuð í land til að teljast sambærileg við arðbærni kjötvinnslu, að maður tali ekki um stóru vörumerkin á matvælamarkaði,“ segir Arnljótur Bjarki og bætir við að lokum: „Við Íslendingar höfum gert vel, en við getum gert betur.“
Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Muhammad Rizal
Fahlivi
Styrkt af:
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Mælingar og nýting á slógi
Í verkefninu var þorskur sem veiddur var við suðurströnd Íslands slægður í landi. Fiskurinn var mældur og vigtaður fyrir og eftir slægingu til að hægt væri að reikna út slóghlutfall hans yfir árið. Einnig var hvert líffæri vigtað til að sjá magn og hlutfall hvers líffæris í slógi þorsks. Eftir þessar mælingar eru til gögn frá óháðum aðila sem sýna slóghlutfall þorsks yfir tvær vertíðar. Með það að markmiði að auka verðmæti landaðs afla var horft til nýtingar á slógi og gerðar voru tilraunir þar sem áburður var búinn til úr slóginu á þrennskonar hátt og þær tegundir áburðar prófaðar og bornar saman. Auk þess var slík meðhöndlun borin saman við plöntur sem einungis voru vökvaðar með vatni og plöntur sem vökvaðar voru með tilbúnum plöntuáburði sem er á markaði í dag.
In this project cod was caught at south coast of Iceland and gutted at shore. The fish was measured and weighed before and after gutting to calculate it‘s rate of guts for the whole year. Also every organ was weighed to see the guts combination. With the aim to increase the value of landed material experiments were made where fertilizer was created in three ways, it was tested and compared with each other and plants that were only irrigated with water and plants irrigated with plant fertilizer that are on market today.
The keeping quality of chilled sea urchin roe and whole urchins
Ígulker (Strongylocentrotus droebachiensis) eru algeng við strendur Íslands og eru veidd í litlu magni og flutt út einkum sem heil ker. Aflinn árið 2015 var 280 tonn. Markaðir eru til staðar í Evrópu og Asíu fyrir ígulkerahrogn fersk, frosin eða unnin á annan hátt. Í þessari rannsókn var lagt mat á geymsluþol ferskra og gerilsneyddra hrogna sem geymd voru við 0-2°C. Áhrif frystingar, bæði hægfrystingar (blástursfrysting við -24°C) og hraðfrystingar (frysting í köfnunarefni) voru könnuð sem og meðhöndlun með dextríni og alúmi. Einnig var lagt mat á það hversu lengi ker héldust lifandi sem geymd voru við 3-4°C. Ígulkerin voru veidd í Breiðafirði með plóg og þeim landað hjá Þórishólma í Stykkishólmi þar sem þau voru unnin. Hluti af ígulkerunum var opnaður, hrognin fjarlægð, hreinsuð og notuð í tilraunirnar. Heilum ígulkerum var pakkað í plastkassa á sambærilegan máta og við útflutning. Ferskleikaeinkenni ferskra ígulkerahrogna eru sjávarlykt og bragð, eggjarauðulykt og bragð og sætubragð. Bragð gerilsneyddra hrogna var svipað bragði ferskra hrogn en mildara. Almennt má segja að með tíma dofnaði sætu, sjávarog eggjarauðubragðið en málmkennd, þara og efnabragðeinkenni jukust. Geymsluþol ferskra ígulkerahrogna er takmarkað af áferðarbreytingum – hrogn leysast upp og verða ólystileg – og má gera ráð fyrir um eins til fjögurra daga geymsluþoli við 0-2°C. Gerilsneydd hrogn héldu ferksleikaeinkennum sínum í a.m.k. 14 daga og höfðu 22 daga geymsluþol eða meira við 0-2°C án þess að fram kæmu breytingar á áferð. Frysting ferskra ígulkerahrogna leiddi til þess að þau urðu grautarleg við þýðingu og ekki virtist vera munur á milli hægfrystingar eða hraðfrystingar. Eftir þriggja mánaða geymslu við -24°C var komið sterkt óbragð í þídd hrogn sem gerðu þau óhæf til neyslu. Frysting gerilsneyddra hrogna hafði lítil sem engin áhrif á áferð eða bragð þeirra; hins vegar eftir sex mánaða frystigeymslu fannst vottur af óbragði. Meðhöndlun með alúmi leiddi til sterks óbragðs sem gerði hrognin óhæf til neyslu. Rotvarnarefnin sorbat og bensóat leiddu til sterks bragðs í hrognunum og málmkennds eftirbragðs en meðhöndlun með dextríni virtust ekki have mikil áhrif á skynmatseiginileika. Öll heil ígulker voru lifandi eftir 5 daga frá veiði en á degi 9 var eitt ker af 18 dautt en engin skemmdarlykt fannst. Það má ætla að heil ígulker haldist lifandi við 3-4°C á milli fimm til níu daga frá veiði.
The green sea urchin (Strongylocentrotus droebachiensis) is commonly found in Iceland and is currently fished and exported mainly as whole urchins. The catch in 2015 was 280 tons. There are markets both in Europe and Asia for urchin roe, fresh, frozen or processed. In this study the shelf-life of fresh and pasteurised sea urchin roe, stored at 0-2°C was evaluated. The effect of freezing (blast freezing and freezing in liquid nitrogen), treatment with dextrin and alum was evaluated on both fresh and pasteurised roe. Further, the keeping quality of whole (live) sea urchins at 3-4°C was evaluated. The sea urchins were caught in the Breidafjordur area using a modified dredge, landed at Thorisholmi in Stykkishólmur, cleaned and the whole live sea urchin were packed in the same manner as that for export. Part of the sea urchins was opened up and the roe removed, cleaned and used for the experimental trial. The freshness characteristics of fresh sea urchin roe were found to be sea odour & flavour, egg yolk odour & flavour and sweet flavour. The flavour was similar but milder in pasteurised roe. In general, with time the sweet, egg yolk and sea flavours seemed to decrease but metallic, seaweed and chemical flavours increased. The shelf-life of fresh roe is limited by changes in texture – the roe liquefies – as indicated by sensory evaluation and can be expected to be between one and four days at 0-2°C. Pasteurised roe had a freshness period of at least 14 days and a shelf life of 22 days or more at 0-2°C, with no detectable changes in appearance or texture during that time. Freezing of fresh roe resulted in a porridge like texture at thawing and no difference was seen between freezing methods, blast freezing and liquid nitrogen freezing. After three months storage at -24°C frozen roe had developed a strong off-flavour and were considered unfit for consumption by the panellists. Freezing of pasteurised roe did not change the texture or flavour of the roe; however, after 6 months freezer storage, the roe had a trace of an off-flavour. Treatment with alum gave all samples a strong off-flavour which made them unfit for consumption. Preservatives (a mix of sorbate and benzoate) gave a strong flavour and a metallic aftertaste but treatments with dextrin did not have a considerable effect on sensory characteristics. All whole sea urchins were alive after 5 days from catch, but on day 9 from catch, one urchin out of 18 had an open mouth but no spoilage odour was detected. It is estimated that the shelf life of live sea urchins is between five and nine days from catch at 3-4°C.
Það er mikið tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg að fá þessa ráðstefnu hingað til lands, til að kynna hvað hann stendur fyrir. Erlendis eru margir sem horfa öfundaraugum til Íslands vegna þess hve vel okkur hefur tekist að halda utan um stjórnun og nýtingu sjávarauðlindanna,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson, forstöðumaður miðlunar og markaðssetningar hjá Matís.
Ráðstefnan World Seafood Congress (WSC) verður haldin í Hörpu 11.-13. september nk. en að sögn Steinars er WSC einn stærsti vettvangur heims sem fjallar um verðmætasköpun og matvælaöryggi í sjávarútvegi. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og hana sækja starfsmenn útgerða og fiskvinnslu, fjárfestar og fólk úr stofnana- og menntaumhverfinu víða um heim. Steinar segir mjög eftirsótt að halda ráðstefnuna, sem var síðast í Bretlandi og þar áður í Kanada. „Það felst mikil viðurkenning í því að fá ráðstefnuna hingað til lands en Ísland er fyrst Norðurlanda til að halda hana.“ Ráðstefnan er í eigu IAFI (International Association of Fish Inspectors), sem eru samtök fag- og eftirlitsaðila í fiskiðnaði en þau leggja áherslu á faglega þætti sem snúa að matvælaöryggi og eftirliti sem tengist matvælaframleiðslu í sjávarútvegi, ekki síst í þróunarríkjum.
Bláa lífhagkerfið
Ráðstefnan er frá mánudegi og fram á hádegi á miðvikudag en þá hefst einmitt Íslenska sjávarútvegssýningin í Kópavogi. Yfirskrift ráðstefnunnar er að þessu sinni „Vöxtur í bláa lífhagkerfinu“. Lífhagkerfið spannar allar lífrænar og endurnýjanlegar auðlindir og bláa lífhagkerfið skírskotar til þess sem þrífst í höfum og vötnum. „Við viljum vekja athygli á að allt sem við gerum hefur áhrif á lífrænar auðlindir okkar. Þegar við fjöllum um sjávarútveg erum við því ekki bara að tala um fiskinn í sjónum heldur líka þörungana sem fiskarnir þrífast á, orkuna sem notuð er til að sigla á miðin, hversu vel við förum með hráefnið sem við veiðum, ásamt öllu öðru sem hefur áhrif og tengist lífinu í hafinu.“
Matvælaöryggi
Steinar segir dagskrá ráðstefnunnar ákveðna af vísindaráð sem skipuð er fulltrúum IAFI og Matís. Þar vegi þungt áherslur IAFI á matvælaöryggi og matvælaeftirlit og viðhorf vísindamanna Matís, sem sveigi áherslurnar meira að viðskipta- og fyrirtækjaverkefnum og fjármögnun.
„Þótt ráðstefnan sjálf byrji ekki fyrr en mánudaginn 11. september verða komnir ýmsir hópar hingað strax á laugardeginum til að funda um helgina.“ Hann segir að í upphafi ráðstefnunnar á mánudag verði áhersla lögð á þróunarsamstarf og stöðuna á hinum ýmsu svæðum í heiminum, þar á meðal þar sem sjávarútvegstengd mat- vælaframleiðsla er ekki komin jafn langt og á Vesturlöndum. Þá verði meðal annars fjallað um matvælaöryggi, eftirlit og skylda þætti sem miða að því að stuðla að nægu fæðuframboði og öruggum matvælum.
Tæknilegar umbyltingar
Á öðrum degi breytast áherslur ráðstefnunnar og færast meira yfir á tækniumbyltingar, fjármögnun og fyrirtækjarekstur, þar sem litið verður á matvælaframleiðslu í sjávarútvegi sem viðskiptatækifæri. Nefnir Steinar sem dæmi að mikið hafi verið gert til að auka matvælaframleiðslu í Norður- og Mið-Afríku og gera hana öruggari. Þegar það gerist sé talið að það skapi áhugaverða kosti til innviðauppbyggingar og fjármagn til þess fáist þá frá alþjóðlegum fjármálastofnunum, hvort sem það eru Alþjóðabankinn eða stofnanir Sameinuðu þjóðanna.
Síðasti dagur ráðstefnunnar, miðviku- dagurinn, verður með dálítið öðru sniði. Þá verður umfjöllun bara fram að hádegi, enda hefst þá Sjávarútvegssýningin í Kópavogi. Á þessum síðasta degi ráðstefnunnar verður miklu tjaldað til þegar kynntar verða helstu nýjungar og tækniumbyltingar sem orðið hafa síðustu misserin í matvælaframleiðslu, með sérstaka áherslu á sjávarútveginn. Þar verður meðal annars fulltrúi frá Gfresh, sem er nettengt markaðstorg fyrir sjávarafurðir á heimsvísu, ásamt Lynette Kucsma, sem kom að hönnun eins af fyrstu þrívíddarmatvælaprenturunum en hún hefur verið valin af sjónvarpsrisanum CNN sem einn af sjö tæknifrömuðum sem við ættum að fylgjast með. Auk þeirra mun John Bell, frá framkvæmdastjórn ESB, fjalla um hvernig tæknibyltingar eru að hafa áhrif á evrópskan sjávarútveg. Fleiri áhugaverðir fyrirlesarar vera einnig í boði og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun svo loka ráðstefnunni.