Fréttir

Matís á sýningunni Matur-inn á Akureyri

Sýningin MATUR-INN 2009 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 3. og 4. október næstkomandi. Sýningin er stærsti viðburður í starfsemi félagins Matur úr Eyjafirði – Local food en síðasta sýning var haldin haustið 2007 í Verkmenntaskólanum á Akureyri og var fjölsótt.

Sýninguna sóttu þá um 10 þúsund manns og fullljóst strax að henni lokinni að færa yrði sýningarhaldið í annað húsnæði. Því varð Íþróttahöllin nú fyrir valinu og verður henni sannarlega breytt í matarhöll og uppskeruhús þessa fyrstu helgi októbermánaðar. Matís verður með bás á sýningunni og býður alla velkomna í heimsókn.

Viðburður sem draga mun að sér þúsundir gesta
Líkt og áður er lagt upp úr því að sýningin verði í senn fjölbreytt og hápunktur í norðlenskri matarmenningu. Í boði verða sýningarsvæði fyrir fyrirtæki og félagasamtök, markaðssvæði verður einnig þar sem kjörið er að selja haustuppskeruna eða hvað annað sem tengist mat og matarmenningu. Á sýningarsvæðinu verða einnig skemmtilegar keppnir sem gestir geta fylgst með, málstofur(workshop) um ýmislegt er varðar mat og matarmenningu og loks verður haldið málþing um íslenskan mat í tengslum við sýninguna. Í senn verður því um að ræða fróðleik og skemmtun sem vafalítið mun draga að sér þúsundir gesta.

Lögð er áhersla á að sem flest fyrirtæki sem tengjast matarmenningu taki þátt og er markmið aðstandenda sýningarinnar að halda áfram þar sem frá var horfið á vel lukkaðri sýningu 2007, sýna og sanna hversu stórt hlutverk matvælin leika á Norðurlandi, allt frá framleiðslu og vinnslu til mat- og framreiðslu.

Opnunartími báða dagana er frá kl.11.00 til 17.00.

Aðgangur að sýningunni er ókeypis.

Fréttir

Villibráð – meðhöndlun og meðferð

Matís, Skotveiðifélag Íslands, Matvælastofnun og Úlfar Finnbjörnsson hjá Gestgjafanum buðu til opins fræðslufundar um þessi mál þriðjudaginn 22. september sl. Fundurinn var mjög vel sóttur og mættu vel á annað hundrað manns.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá fundarins og hafi fyrirlesari verið með glærur má niðurhala pdf skjal sem inniheldur glærusýningu með því að smella á titil fyrirlestursins.

08:30-08:35 – Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra – Fundur settur
08:35-08:45 – Ívar Erlendsson, leiðsögumaður/hreindýraguide – Eftir skotið, hvað þá?
08:45-08:55 – Sigmar B. Hauksson, Skotvís – Betri nýting villibráðar – meiri ánægja, fleiri minningar?
08:55-09:05 – Kjartan Hreinsson, MAST – Löggjöf um meðferð og meðhöndlun villibráðar
09:05-09:15 – Guðjón Þorkelsson, Matís – Um meðferð og meðhöndlun villibráðar; tækifæri í vöruþróun?
09:15-09:25 – Úlfar Finnbjörnsson, Gestgjafinn – Fullnýting afurðanna ásamt kryddun, eldun og meðlæti!
09:25-09:45 – Spurningar, svör, umræður

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, steinar.b.adalbjornsson@matis.is.

Fréttir

New Nordic Food – Ný norræn matvæli

Dagana 2.-3. nóvember verður málstofan New Nordic Food – from vision to realizations haldin í  Borupgaard, Snekkersten, 30 km fyrir norðan Kaupmannahöfn.  Á málþinginu verður rætt um möguleika og framtíð norrænna matvæla.

Meginmál

Norræna ráðherranefndin, Nordic Innovation Center og Det Biovidenskabelige Fakultet ved Köbenhavns Universitet standa að málþinginu sem haldið er í lok verkefnisins New Nordic Food.  Markmið verkefnisins var að halda á lofti norrænum gildum innan matargerðar og ferðaþjónustu á Norðurlöndunum og vinna á sviði heilsu, hollustu, atvinnusköpunar, hönnunar og verðmætasköpunar í matvælaframleiðslu. Skoðið ráðstefnubækling hér.

Skráningargjald er DKK 1000 og skráning er á síðunni:  http://cms.ku.dk

Skráningu lýkur 2. október.

Fréttir

TAFT ráðstefna í Kaupmannahöfn

Dagana 15.-18. september. var haldin í Kaupmannahöfn ráðstefnan TAFT 2009 . Efni frá Matís var mjög sýnilegt á ráðstefnunni og veggspjaldið Arctic’ tilapia (Oreochromis niloticus) – Optimal storage and transport conditions for fillets var valið besta veggspjald ráðstefnunnar.

Meginmál

TAFT ráðstefnur (Trans Atlantic Fisheries Technology Conference) er vettvangur þar sem margir af fremstu vísindamönnum Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada á sviði rannsókna á sjávarfangi og nýtingu þess koma saman og bera saman bækur sínar. Þessi ráðstefna var þriðja TAFT ráðstefnan. Að ráðstefnunum standa WEFTA (West European Fish Technologists Association), sem eru samtök vísindamanna á sviði fiskiðnaðarrannsókna í V-Evrópu og AFTC (Atlantic Fisheries Technologists Conference), sem eru sambærileg samtök vísindamanna á austurströnd N-Ameríku og Kanada.

Þrír vísindamenn frá Matís héldu erindi á ráðstefnunni:

Eyjólfur Reynisson, Matís. Rapid quantification of specific spoilage organisms (SSOs) in fish using real-time PCR. Einblöðungar: GæðastokkurQuality meter. Mynd af fyrirlesara.

Tao Wang, University of Iceland and Matís. Algal polyphenols as novel natural antioxidants.

Björn Margeirsson, Matis. Experimental and numerical investigation of thermal performance of wholesale fresh fish packaging.

Starfsmaður Matís var meðhöfundur í einu erindi:

Themistoklis Altintzoglou, Nofima Marine, Norway. Torstein Skåra, Þóra Valsdóttir, Rian Schelvis, Joop Luten. New seafood concepts for young adults, a voice-of consumers approach.

Tveir nemendur héldu stutt kynningarerindi:

Nguyen Van Minh, University of Iceland and Matis, Iceland – The effects of different storage temperatures on the quality of salted cod.

Gholam Reza Shaviklo, University of Iceland and Matis and Iran Fisheries Organization (Shilat), Iran –  Effects of different drying methods on lipid oxidation, sensory attributes and functional properties of saithe surimi.

Matís var með 3 veggspjöld og þátttakandi í því fjórða:

‘Arctic’ tilapia (Oreochromis niloticus) – Optimal storage and transport conditions for fillets. Emilía Martinsdóttir, Cyprian Ogombe Odoli, Hélène L. Lauzon,  Kolbrún Sveinsdóttir, Hannes Magnússon, Sigurjón Arason, Ragnar Jóhannsson.

Implementation of novel technologies in field trials in the fish and poultry supply chains. Guðrún Ólafsdóttir, Victor Popov, Ian Bruce, Emilía Martinsdóttir, Idan Hammer, Sigurður Bogason, Christian Colmer, Maria Bunke, Matthias Kück.

Bioactivity of phlorotannins in brown seaweed, Fucus vesiculosus. Rósa Jónsdóttir, Tao Wang, María Jesús Gonzalez, Isabel Medina, Hörður G. Kristinsson, Guðrún Ólafsdóttir.

TasteNet, a European consumer panel in development with satellites in the Netherlands, Norway, France and Iceland Joop B. Luten, Rian Schelvis, Adriaan Kole, Mats Carlehøg, Mireille Cardinal, Jean Luc Vallet and Emilia Martinsdottir.

Fréttir

Íblöndun próteina í fisk

Meistaraprófsfyrirlestur í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild, Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Matís, fundarsalur á fyrstu hæð, Skúlagata 4, á morgun, þriðjudaginn 29. september kl. 16-17.

Magnea G. Karsdóttir flytur erindi um MS verkefni sitt.

„Application of additives in chilled and frozen white fish fillets- Effects on chemical and physicochemical properties“

Leiðbeinandi:               Sigurjón Arason, dósent í matvælavinnslu

Meðleiðbeinandi:           Guðjón Þorkelsson, dósent í matvælavinnslu

Meistaraprófsnefnd:      Sigurjón Arason, Guðjón Þorkelsson og
                                      María Guðjónsdóttir sem er starfsmaður Matís  

Prófdómari:                  Hörður G. Kristinsson, Sviðsstjóri hjá Matís

Verkefnið er styrkt af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi, Tækniþróunarsjóði og Nordisk InnovationsCenter.

S amantekt – MS verkefni.
Megin markmið verkefnisins var að rannsaka íblöndun hjálparefna, þá sér í lagi fisk próteina, og áhrif þeirra á efna- og eðliseiginleika kældra og frystra fiskiflaka. Fersk flök af ufsa og þorski og léttsöltuð flök af þorski voru sprautuð með nokkrum próteinblöndum og borin saman við ómeðhöndluð flök og flök sem voru sprautu söltuð (1.5% og 4%). Flökin voru síðan geymd við +2°C og -24°C í mislangan tíma. 

Þeir þættir sem voru skoðaðir voru nýting, vatnsheldni, efna samsetning og T2 transversal relaxation tímar. Íblöndun próteinanna jók þyngdarupptöku við sprautun samanborið við saltsprautuð flök, en þó mismikið eftir próteintegund. Viðbættu próteinin höfðu einnig þau áhrif að nýting eftir geymslu jókst verulega og magn drips lækkaði samanborið við ómeðhöndluð og sprautusöltuð flök.

Þau prótein sem höfðu mest áhrif voru vatnsrofin fiskprótein (FPH) og himnusprengd fiskprótein (HFP), en þau gáfu einnig tiltölulega betri heildarnýtingu hjá þorsk flökunum. Íblöndun með próteinum og/eða salti hafði aftur á móti lítil áhrif á vatnheldni flakanna, en það var búist við því að vatnsheldnin yrði betri samanborið við ómeðhöndluð flök.

Sú blanda sem hafði jákvæðustu áhrif á vatnsheldnina var FPH. Íblöndun á próteinum í ufsa og þorskflök hefur í heildina á litið jákvæð áhrif við að bæta stöðugleika og gæði flakanna, en þörf er á að þróa og besta íblöndunaraðferðirnar með tillit til hráefnisins.

Þorskflökin sýndu betri niðurstöður samanborið við ufsaflökin. Ufsaflökin virðast vera mun viðkvæmari fyrir innsprautun og frystingu heldur en þorskflök, en los er þekkt vandamál hjá flökum úr ufsa. Íblöndun fiskpróteina er kostur sem vert er að skoða nánar með það að markmiði að auka nýtingu og verðmæti sjávarafurða.

Fréttir

Vísindin lifna við á Vísindavöku

Vísindavaka 2009 verður haldin föstudaginn 25. september i Listasafni Reykjavíkur frá kl. 17 til kl. 22. Matís er þátttakandi á vísindavökunni og reikna má með fjölmenni í heimsókn.

Dagurinn er tileinkaður evrópskum vísindamönnum og haldinn hátíðlegur í helstu borgum Evrópu. Markmiðið með Vísindavöku og atburðum henni tengdum er að færa vísindin nær almenningi, kynna fólkið á bak við rannsóknirnar og vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamélagi. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi.

Sprengjugengið og fleiri mæta!

Á Vísindavöku er fullt af fróðleik fyrir fólk á öllum aldri og í ár verður boðið upp á atriði á sviði og má þar nefna Sprengjugengið sem mætir á svæðið, fólk getur reynt að reka Vísindavefinn á gat, stjörnustrákarnir finna upp á einhverju sprelli og nýir vísindaþættir Ara Trausta verða kynntir. Á Vísindavöku kynnir vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum rannsóknarverkefni fyrir almenningi á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestir fá að skoða og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, skoða afurðir verkefna og spjalla við vísindafólkið sjálft um hvernig er að starfa að vísindum, rannsóknum og nýsköpun. Fjölskyldan er í fyrirrúmi á Vísindavöku og gefst þar kjörið tækifæri til að kynna heim vísinda og tækni fyrir börnum og unglingum, en ungt fólk er sérstaklega velkomið á Vísindavöku.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að kíkja á Listasafn Reykjavíkur og spjalla við vísindamenn og skoða það sem fyrir augu ber á Vísindavöku. Enginn aðgangseyrir er og allir eru velkomnir. Hér má finna yfirlit yfir dagskrá og þátttakendur.

Fréttir

Er hægt að draga úr sóun í framleiðslu og dreifingu matvæla?

Starfsmaður Matís, Þóra Valsdóttir, heldur erindi um þetta efni á opnum fundi á morgun, fimmtudag 24. september kl. 15-17 á Grand Hótel.

Árleg velta í kjötiðnaði á Íslandi er áætluð um 25 milljarðar króna. Talið er að þar af tapist a.m.k. 5% eða 1250 milljónir vegna rýrnunar sem verður áður en varan kemst í hendur neytenda. Því er til mikils að vinna ef hægt er að draga úr þessari rýrnun.
Hvað er hægt að gera til að draga úr sóun við framleiðslu og dreifingu matvæla? Hverju skilar bætt meðferð og bætt upplýsingaflæði milli aðila í virðiskeðjunni?

Samtök iðnaðarins, Tækniþróunarsjóður, Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Kaupás, AGR, Matís og Rannsóknarsetur verslunarinnar, boða til opins fundar þar sem kynntar verða niðurstöður þróunarverkefnis um þetta efni þar sem kjötiðnaðurinn var tekinn sem dæmi. Niðurstöðurnar má heimfæra upp á aðrar greinar matvælaiðnaðar.

Staðsetning: Setrið, Grand Hótel Reykjavík
Tími:
 Fimmtudagur 24. september kl. 15-17

Dagskrá:

  1. Ávinningur af bættri meðferð og þekkingu á matvælum. Þóra Valsdóttir, matvælafræðingur, Matís.
  2. Notkun upplýsingakerfa til að bæta framleiðslustýringu og minnka birgðakostnað. Einar Karl Þórhallsson og Hlynur Stefánsson, verkfræðingar AGR.
  3. Vörustjórnun ferskra matvæla – fordæmi og reynsla. Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar.
  4. Almennar umræður.

Fundarstjóri: Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar, SI.

Vinasamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið mottaka@si.is

Fréttir

Paolo di Croce, framkvæmdastjóri Terra Madreá í heimsókn í Matís á morgun

Hér á landi eru nú góðir gestir m.a. vegna sýningar á Terra Madre sem er sýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni. Þessir góðu gestir koma í heimsókn til Matís á morgun.

Þetta eru þau Paolo di Croce, framkvændastjóri Terra Madre og aðalritari Slow Food International og Veronica Veneziano, svæðisfulltrúi Slow Food International fyrir Norðurlöndin.

Paolo Di Croce situr í stjórn Slow Food International á alþjóðavísu. Samtökin hafa tugi þúsunda meðlima og eru ráðandi afl við að byggja upp sælkera- og hefðarmatvæli þar sem lagt er upp úr að viðhalda hefðum og berjast gegn ofuriðnvæðingu í matvælaframleiðslu heimsins. Samtökin berjast einnig fyrir því að tryggja fjölbreytileika í ræktun og að viðhalda náttúrulegum stofnum. GMO umræða er þar af leiðandi mikil og samtökin berjast fyrir því að erfðabreytt matvæli nái ekki að ryðja náttúrulegum stofnum úr vegi. 

Eins má nefna sértækari markmið eins og að tryggja að ostar úr ógerilsneiddri mjólk verði ekki bannaðir af heilbrigðisyfirvöldum. 

Í heimsókninni til Matís munu starfsmenn m.a. kynna fyrir þeim nálganir fyrirtækisins um hvernig hægt sé að efla smáframleiðslu á Íslandi og einnig að sýna þær einstöku afurðir sem við eigum hér á landi sem og afrakstur Matís úr vinnu starfsmanna á þessu sviði.

Nánari upplýsingar veitir Þóra Valsdóttir, thora.valsdottir@matis.is.

Fréttir

Villibráð – meðhöndlun og meðferð

Matís, Skotveiðifélag Íslands, Matvælastofnun og Úlfar Finnbjörnsson hjá Gestgjafanum bjóða til opins fræðslufundar um þessi mál þriðjudaginn 22. september nk. frá kl. 8:30-09:45 á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2.

Nú er sá tími ársins að veiðar á villibráð eru í algleymingi. Veiðar landsmanna  á gæs, rjúpu nú eða á stærri bráð, t.d. hreindýri, eru vinsælar sem aldrei fyrr og er, þegar þetta er ritað, nánast búið að veiða allan hreindýrakvóta þessa hausts

Hvernig eiga veiðimenn og aðrir sem koma að meðferð og meðhöndlun villibráðar að bera sig að? Menn hafa ekki alltaf verið sammála um þetta og hafa mismunandi sjónarmið oft á tíðum tekist þarna á. Sem dæmi eru hugmyndir uppi hvort kæling villibráðar, eins og hún tíðkast nú til dags, þar sem dýr er t.d. grafið í fönn og sótt síðar, sé það besta sem hægt er að gera í stöðunni til að tryggja gæði kjötsins. Eða er æskilegt að haga kælingu með öðrum hætti og hægja e.t.v. á kælingunni til að fá meyrara kjöt? Ef við hægjum á kælingunni  erum við þá að taka áhættu út frá sjónarmiði matvælaöryggis og auka líkur á vexti baktería? Ofangreind sjónarmið og fleiri auk reglna um meðferð og meðhöndlun villibráðar takast þarna á.

Sérfræðingar um villibráð hafa auk þess oft skeggrætt um nýtingu hráefnisins og þykir mörgum að mun betur mætti fara í þeim efnum. Liggja tækifæri í matarferðamennsku í  betri nýtingu kjöts af villibráð og væri e.t.v. hægt að skerpa enn frekar á sérstöðu Íslands í mat og drykk með því að huga betur að því hreina og ómengaða hráefni sem við höfum? Gæti matarferðamennska skapað gjaldeyri sem um munar á þessum erfiðu tímum?

Af þessu tilefni ætla Matís, Skotveiðifélag Íslands, Matvælastofnun og Úlfar Finnbjörnsson hjá Gestgjafanum að bjóða til opins fræðslufundar um þessi mál þriðjudaginn 22. september nk. frá kl. 8:30-09:45 á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2. Þar munu fremstu sérfræðingar landsins í meðferð og meðhöndlun villibráðar flytja erindi um þetta áhugaverða en umdeilda efni.

Dagskrá
08:30-08:35 – Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra – Fundur settur
08:35-08:45 – Ívar Erlendsson, leiðsögumaður/hreindýraguide – Eftir skotið, hvað þá?
08:45-08:55 – Sigmar B. Hauksson, Skotvís – Betri nýting villibráðar – meiri ánægja, fleiri minningar?
08:55-09:05 – Kjartan Hreinsson, MAST – Löggjöf um meðferð og meðhöndlun villibráðar
09:05-09:15 – Guðjón Þorkelsson, Matís – Um meðferð og meðhöndlun villibráðar; tækifæri í vöruþróun?
09:15-09:25 – Úlfar Finnbjörnsson, Gestgjafinn – Fullnýting afurðanna ásamt kryddun, eldun og meðlæti!
09:25-09:45 – Spurningar, svör, umræður

Fundarstjórn
Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís

Heitt á könnunni!

Fréttir

Starfmaður Matís ritstýrir bók

Á vormánuðum var bókin Magnetic Resonance in Food Science, Challenges in a Changing World gefin út í kjölfar vel heppnaðar ráðstefnu sem Matís hélt  í Norræna húsinu dagana 15.-17. september 2008 um notkunarmöguleika kjarnaspunatækni (Magnetic Resonance) í matvælaframleiðslu og matvælarannsóknum. 

Meginmál  

Bókinni er ritstýrt af Maríu Guðjósdóttur, verkefnastjóra og doktorsnema hjá Matís, ásamt Professor Peter Belton við Háskólann í East Anglia og Graham Webb frá Royal Society of Chemistry.  Bókin er gefin út af Royal Society of Chemistry í Bretlandi. Ráðstefnuna sóttu 80 þátttakendur hvaðanæva að úr heiminum og kynntu þar rannsóknaniðurstöður sínar.  Þar af voru 32 verkefni kynnt í fyrirlestrum og 32 sem veggspjöld.  Bókin sem nú er komin út samanstendur af 29 greinum þessara vísindamanna og flokkast greinarnar í fjóra kafla; New Techniques; Food Systems and Processing; ESR and other Techniques; Fish and Meat. Fyrir áhugasama má nálgast bókina hjá Matís með því að senda tölvupóst til Maríu Guðjónsdóttur (mariag@matis.is) eða panta í síma 422 5091. 

Ráðstefnan var níunda ráðstefnan í ráðstefnuröðinni International Conference on the Applications of Magnetic Resonance in Food Science, en ráðstefnurnar eru haldnar annað hvert ár.  Næsta ráðstefna verður haldin haustið 2010 í Clermont í Frakklandi á vegum L‘Institut National de la Recherche Agronomique (INRA) í Frakklandi.

IS