Fréttir

Matís tekur þátt í norrænni ráðstefna (workshop) um uppsjávarfiska

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

SINTEF í Noregi í skipuleggur ráðstefnu um uppsjávarfiska 30 ágúst nk í samstarfi við Matís á Íslandi, DTU í Danmörku og Chalmers í Svíþjóð.

Ráðstefnan verður haldin á Best Western Oslo Airport Hotel, Gardermoen í Noregi. Ráðstefnan fjallar um veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski, ásamt hagnýtum rannsóknum.

Áhersla verður meðal annars lögð á meðhöndlun afla um borð, vinnslutækni, gæðamál, heilbrigði og nýtingu aukafurða uppsjávarfisks.

Meðal fyrirlesara er Hanne Digre frá SINTEF í Noregi og mun hún fjalla um uppsjávarveiðar ásamt meðhöndlun afla um borð. Ingrid Underland frá Háskólanum Chalmers í Gautaborg mun tala um einangrun próteina úr uppsjávarfiskum og hliðarafurðum, ásamt þránun á fitu uppsjávarfiska.  Henrik H. Nielsen frá DTU Danmörku mun fjalla um í sínu erindi áhrif veiðisvæða og veiðitíma á gæði í ferskri og frystri síld. Sigurjón Arason frá Matís mun fjalla um meðhöndlun og kæliaðferðir varðandi uppsjávarfisk.  Ásbjörn Jónsson  mun fjalla um veiðiaðferðir ásamt gæða- og framleiðslustjórnun á uppsjávarfiski. Fyrirlesarar frá iðnaðinum á Norðurlöndum munu fjalla um tækifæri og framtíð varðandi  veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski.

Nánari upplýsingar um dagskrá, skráningu ofl. má finna á heimasíðu SINTEF