Skýrslan er lokuð / This report is closed
Flokkur: Skýrslur
This report presents the results of an experiment performed by Matis ohf. for Roquette.
The trial objective was to compare the effect of different inclusion levels of corn gluten meal and Zearalenone on growth of Atlantic salmon (Salmo salar) and histopathology variances of the intestinal tissue and liver tissue.
Skoða skýrslu
Í þessari skýrslu eru teknar saman niðurstöður vöktunar á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs 2021. Vöktunin hófst árið 2003 fyrir tilstuðlan þáverandi Sjávarútvegsráðuneytis, núverandi Atvinnuvega- og nýsköpunar-ráðneytisins, og sá Matís ohf. um að safna gögnum og útgáfu á skýrslum vegna þessarar kerfisbundnu vöktunar á tímabilinu 2003-2012. Vegna skorts á fjármagni í þetta vöktunarverkefni var gert hlé á þessari mikilvægu gagnasöfnun sem og útgáfu niðurstaðna á tímabilinu 2013-2016. Verkefnið hófst aftur í mars 2017 en vegna fjárskorts nær það nú eingöngu yfir vöktun á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs úr auðlindinni sem ætlað er til manneldis, en ekki fiskimjöl og lýsi fyrir fóður. Af sömu ástæðu eru ekki lengur gerðar efnagreiningar á PAH, PBDE og PFC efnum.
Markmiðið með verkefninu er að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggis og heilnæmis og nýta gögnin við gerð áhættumats á matvælum til að tryggja hagsmuni neytenda og lýðheilsu. Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum. Það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem útvíkkun og endurskoðun er stöðugt nauðsynleg.
Almennt voru niðurstöðurnar sem fengust 2021 í samræmi við fyrri niðurstöður frá árunum 2003 til 2012 sem og 2017 til 2020. Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB og varnarefni.
í þessari skýrslu voru hámarksgildi Evrópusambandsins (ESB) fyrir díoxín, díoxínlík PCB (DL-PCB) og ekki díoxínlík PCB (NDL-PCB) í matvælum samkvæmt reglugerð nr. 1259/2011 notuð til að meta hvernig íslenskar sjávarafurðir standast kröfur ESB. Niðurstöður ársins 2021 sýna að öll sýni af sjávarafurðum til manneldis voru vel undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Þá reyndist styrkur svokallaðra ICES6-PCB efna vera lágur í ætum hluta sjávarfangs, miðað við hámarksgildi ESB samkvæmt reglugerð nr. 1259/2011. Sömuleiðis sýndu niðurstöðurnar að styrkur þungmálma, t.d. kadmíum (Cd), blý (Pb) og kvikasilfur (Hg) í íslenskum sjávarafurðum var alltaf undir hámarksgildum ESB.
This report summarises the results obtained in 2021 for the screening of various undesirable substances in the edible part of Icelandic marine catches.
The main aim of this project is to gather data and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances and to utilise the data to estimate the exposure of consumers to these substances from Icelandic seafood and risks related to public health. The surveillance programme began in 2003 and was carried out for ten consecutive years before it was interrupted in 2013. The project was revived in March 2017 to fill in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. Due to financial limitations the surveillance now only covers screening for undesirable substances in the edible portion of marine catches for human consumption and not feed or feed components. The limited financial resources have also required the analysis of PAHs, PBDEs and PFCs to be excluded from the surveillance, providing somewhat more limited information than in 2013. However, it is considered a long-term project where extension and revision are constantly necessary.
In general, the results obtained in 2021 were in agreement with previous results on undesirable substances in the edible part of marine catches obtained in the monitoring years 2003 to 2012 and 2017 to 2020.
In this report from the surveillance programme, the maximum levels for dioxins, dioxin-like PCBs and non-dioxin-like PCBs in foodstuffs (Commission Regulation 1259/2011) were used to evaluate how Icelandic seafood products measure up to limits currently in effect.
The results show that in regard to the maximum levels set in the regulation, the edible parts of Icelandic seafood products contain negligible amounts of dioxins, dioxin like and non-dioxin-like PCBs. In fact, all samples of seafood analysed in 2021 were below EC maximum levels.
Furthermore, the concentration of ICES6-PCBs was found to be low in the edible part of the marine catches, compared to the maximum limits set by the EU (Commission Regulation 1259/2011).
The results also revealed that the concentrations of heavy metals, e.g. cadmium
(Cd), lead (Pb) and mercury (Hg) in the edible part of marine catches were in all samples well below the maximum limits set by the EU.
Skoða skýrslu
Í verkefninu var geymsluþol grænmetis til skoðunar. Framkvæmt var skynmat á tómötum, kartöflum, gulrótum og rófum í 6 vikur sumarið 2021. Grænmetið var geymt við þrenns konar geymsluskilyrði: (1) Kælir 1 sem var við 2°C, (2) kælir 2 við 12°C og (3) herbergi sem var við um 22°C. Skynmat fór fram á gulrótum og rófum úr rými við 2 °C en skynmat á tómötum og kartöflum úr rýni við 12 °C. Til viðbótar var unnin gæðaskoðun á grænmetistegundunum fjórum úr öllum þremur rýmum. Fylgst var með raka- og hitastigi í hverju rými fyrir sig, grænmeti var vigtað til að fylgjast með rýrnun og sýni voru tekin til gerlamælinga.
Gæðastuðulsaðferð (QIM) var notuð við skynmat. Skalar fyrir skynmatið voru endurbættir í gegnum allt verkefnið. Niðurstöður úr skynmati með notkun þessara skala sýndu að þeir geta nýst við að leggja mat á ferskleika þeirra grænmetistegunda sem til rannsóknar voru. Gerlamælingar voru gerðar á tómötum og pappírsumbúðum tómata. Niðurstöður úr þeim mælingum sýndu að örverur vaxa vel á pappírsumbúðum.
Rófur og gulrætur töpuðu töluverðri þyngd en hafa þarf í huga að rakastig í kælirýmum var ekki eins og best verður á kosið. Gæði metin með skynmati urðu lakari með tíma fyrir allar grænmetistegundirnar. Gæðin rýrnuðu hlutfallslega mest fyrir tómata en minnst fyrir gulrætur. Þetta skýrist af ólíku geymsluþoli tegundanni. Í sjöttu viku rannsóknarinnar var allt grænmeti að frátöldum gulrótum talið vera óhæft til neyslu.
Vinnan var hluti af verkefninu Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis en það er styrkt af Matvælasjóði. Þær Jóhanna Elín Ólafsdóttir og Guðný Sif Sverrisdóttir voru sumarstarfsmenn hjá Matís við verkefnið. Vinnan skilaði mikilvægum afrakstri við þróun á skynmatsskölum og niðurstöðurnar verða hagnýttar í geymsluþolsrannsóknum á grænmeti í framtíðinni.
The Quality Index Method (QIM) was used for sensory evaluation. Scales were developed for tomatoes, potatoes, carrots and rutabagas. The method was found useful for sensory evaluation of the freshness of vegetables, but the scales need further development. The quality of the vegetables as measured by the QIM method decreased throughout the experiment. The weight of rutabaga and carrots decreased considerably throughout the experiment.
This work was a part of the project Improved quality, shelf-life and reduced waste in the value chain of Icelandic vegetables. The work was important for development of suitable QIM scales for sensory evaluation of vegetables. Future shelf-life experiments will benefit from this work.
Skoða skýrslu
Markmið SeaCH4NGE var að finna þang sem getur dregið úr losun metans frá nautgripum. Þessa skýrsla inniheldur ítarlegar niðurstöður úr þessu verkefni. Stutt samantekt á niðurstöðum: In vitro greining (Hohenheim gas próf og Rusitec) sýndi að þang minnkaði heildar gasframleiðslu, metanframleiðslu og metanstyrk fyrir þrjár þangtegundir samanborið við TMR (samanburðarsýni). Mesta lækkunin sást hjá Asparagopsis taxiformis. Þangsýni sýndu lítið niðurbrot í vömb samanborið við aðrar algengar fóðurtegundir jórturdýra. In-vivo rannsóknir: Engin marktæk áhrif á metanframleiðslu sáust þegar naut voru fóðruð blöndu af þangi, né þegar mjólkurkýr voru fóðraðar af brúnþörungablöndu. Með því að gefa lítið magn af rauðþörungi (A. taxiformis) ásamt brúnþörungum mátti sjá lítillega minnkun á metanframleiðslu. Gæði og öryggi – mjólk og kjöt: Sýni voru greind m.t.t. þungmálma, steinefna og joðs. Innihald þangs hafði ekki neikvæð áhrif þar sem eitruð frumefni As, Cd, Hg og Pb voru annaðhvort ekki til staðar eða í mjög lágu magni. Þanggjöf (allar þrjár blöndur) höfðu áhrif á joðstyrkinn, sem jókst. Skynmat: Þangmeðferðin hafði áhrif á bragð af smjöri og UHT -mjólk en þetta hafði engin áhrif hvort þær vörur þóttu betri eða verri. Ekki fannst bragðmunur á nautakjöti.
Þessi skýrsla er lokuð til 31.12.2023.
Þessi skýrsla er lokuð/This report is closed
Verkefnið er framhald á verkefninu „Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr – aukin nyt og gæði?“ með það meginmarkmið að kanna hvort hægt væri að auka nyt mjólkurkúa með þanggjöf og kanna efnainnihald og gæði mjólkurinnar. Einnig hvort hægt væri að nýta þanggjöf sem steinefnagjafa, t.d. fyrir lífrænt fóður sem gæti leitt af sér nýja afurð á borð við joðríka mjólk og því hvatað nýsköpun í nautgriparækt.
Í þessu verkefni var sérstök áhersla á að skoða einstaklingssýni af mjólk og hvort að þörungagjöf sem hluti af fóðri kúa hefði áhrif á þungmálma, steinefni, t.d. joð, í mjólkinni.
Mest áhrif voru á joðstyrk mjólkurinnar.
Skýrsla þessi var unnin fyrir Ástu Þórisdóttur hjá Sýslinu verkstöð vegna Matvælasjóðsverkefnis hennar Skógarkerfill – Illgresi eða vannýtt matarauðlind. Gerðar voru mælingar á næringarefnum og aðskotaefnum í skógarkerfli. Fræðigreinar og aðrar upplýsingar voru rýndar með tilliti til nýtingar skógarkerfils til manneldis og annarrar hagnýtingar.
Í ljós kom að laufblöð og rætur skógarkerfils innhalda ýmis næringarefni og aðskotaefnin sveppaeiturefni (e. mycotoxín) og þungmálmar voru ekki mælanleg eða undir mörkum reglugerðar. Við rýni fræðigreina kom í ljós að skógarkerfill inniheldur efnið deoxýpódópýlótoxín (DOP) sem hefur krabbameinsfrumuhemjandi áhrif. Þetta efni er í hæstum styrk í rótum skógarkerfils og takmarkar nýtingu plöntunnar til manneldis. Skógarkerfils ætti ekki að neyta í miklu magni. Kanna mætti notkun plöntunnar í textíl, umbúðir, pappír og byggingarefni. Í skýrslunni eru dregnar saman ályktanir og tillögur.
This work was carried out for Ásta Þórisdóttir as a part of her project on utilization of cow parsley. Analysis of selected nutrients and food contaminants were carried out. Information on cow parsley in scientific articles was studied. The nutrient content was reported. Mycotoxins and heavy metals were not detected or below the maximum limits set in regulation. The existence of the active compound deoxypodopylotoxine (DOP) in cow parsley was reported in the literature. This compound has antitumor activity which is not preferable for foods. Therefore, cow parsley should not be consumed in great amounts, particularly the roots which have the highest concentration. The utilization of cow parsley for textile, packaging, paper-like material and construction material should be studied. The report includes conclusions and recommendations.
Skoða skýrslu
This report presents the results of an experiment performed by Matis ohf. for ISF, represented by Martin Rimbach.
Skýrslan er lokuð / This report is closed
Skoða skýrslu
Unique position of foods from Icelandic agriculture – Nutrients and food contaminants
Í verkefninu var fengist við að draga saman gögn um efnainnihald matvæla frá íslenskum landbúnaði og varpa með því ljósi á sérstöðu og mikilvægi innlendu framleiðslunnar. Með efnainnihaldi er átt við næringarefni, aðskotaefni og andoxunarefni. Markmiðið með verkefninu var að gera þekkingu á sérstöðu matvæla frá íslenskum landbúnaði aðgengilega varðandi efnainnihald. Ávinningurinn er sá að hægt verður að styrkja ímynd innlends landbúnaðar út frá sérstöðu matvælaframleiðslunnar. Markaðs- og kynningarstarf mun nýta niðurstöðurnar. Innlenda fram-leiðslan styrkist á markaði gagnvart neytendum.
Data on chemical composition of Icelandic foods from agriculture were collected to evaluate the special position and importance of the domestic production. Nutrients, antioxidants and contaminants in foods were covered. The purpose was the make knowledge on the special position of domestic agricultural foods available. It was expected that the image of Icelandic agriculture would be improved based on the special position of domestic foods. The information is useful as a marketing tool and will be regarded as positive by consumers.