Skýrslur

Samanburður á flutningsumbúðum fyrir heilan ferskan fisk / Comparison of transportation bins for whole fresh fish

Útgefið:

01/10/2018

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Marvin I. Einarsson

Styrkt af:

AVS S10015-10 (smáverkefni/forverkefni)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

Samanburður á flutningsumbúðum fyrir heilan ferskan fisk / Comparison of transportation bins for whole fresh fish

Markmið þessarar skýrslu var að velta upp þeirri spurningu hverjir séu helstu kostir og gallar mismunandi flutningsumbúða fyrir heilan ferskan fisk (gámafisk), og hvort val á umbúðum hafi áhrif á gæði og verðmæti aflans. Í skýrslunni er fjallað um útflutning á gámafiski, virðiskeðju gámafisks, þau ílát sem notuð hafa verið við geymslu og flutning á gámafiski, og þau atriði sem hafa ber í huga við frágang, geymslu og flutning á heilum ferskum fiski. Auk þess er stuttlega fjallað um samband verðs og gæða á afla sem seldur er á uppboðsmörkuðum. Þá er fjallað um tilraun sem gerð var með að flytja út gámafisk í fjórum mismunandi tegundum íláta, þar sem kanna átti hvort munur væri á gæðum, þyngdartapi og verðmætum aflans. Þessi tilraun gaf hins vegar ekki nægilega áreiðanlegar upplýsingar til að hægt sé að fullyrða eitthvað um hvort tegund flutningsíláta hafi áhrif á áðurnefnda þætti. Sú þróun sem verið hefur í framleiðslu og sölu á kerjum sýnir hins vegar að fleiri og fleiri útgerðir eru að velja minni ker, og ætti það því að vera góð vísbending um að stærð keranna skipti máli. Tilraunin sýndi hins vegar klárlega að það yrði verulegum erfiðleikum háð að ætla að kassavæða íslenska flotann að nýju. Íslenskir sjómenn eru orðnir vanir kerunum og hafa lítinn áhuga á að fara til baka; auk þess sem uppsetning í lestum er í dag hönnuð fyrir ker. Þar að auki er algengt að í afla íslenskra skipa séu fiskar sem passa einfaldlega ekki í kassana, sökum stærðar. Það er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að í einstaka tilfellum gætu kassar verið álitlegur kostur við útflutning á heilum ferskum fiski t.d. sólkola eða „skötuselsskottum“.

The aim of this report is to identify the main pros and cons of different storage containers for whole fresh fish, and to speculate if the choice of storage containers has an effect on the quality and sales price of the catch. The report includes a discussion on the exports of unprocessed fish to the UK, the value chain of those exports, the storage boxes used and the things that need to be considered during handling, storage and transport of those catches. The report does as well discuss briefly the linkage between quality and price at auction markets. The report also covers an experiment that was made where four types of tubs and boxes were used to transport fish to the UK, in order to study applicability and effects on quality, drip loss and prices. The experiment did however not give clear enough results to allow for any conclusions to be made on the issues. The study did however suggest that the applicability of using boxes onboard Icelandic fishing vessels is lacking. Fishermen prefer to use tubs and the onboard setup is made for tubs. The sales agents in the UK did also agree on this, as they are not able to guarantee that using boxes will have any effect on prices. They did however suggest that some high-price species or products would likely attain price premium if transported in small boxes e.g. lemon sole and monkfish tails.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ferlastýring búklýsis úr uppsjávarfiski / Process control of pelagic fish crude oil

Útgefið:

01/10/2018

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður (S 010-15)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Ferlastýring búklýsis úr uppsjávarfiski / Process control of pelagic fish crude oil

Markmið þessa forverkefnisins var að greina mismunandi strauma í fiskmjöls- og lýsisvinnslu uppsjávartegunda. Áhersla var lögð á að greina fitusýrusamsetningu vökva á mismunandi stöðum í vökvaskiljunni. Talið er að afurð verkefnisins geti leitt til bættrar framleiðslu á búklýsi uppsjávarfisks, þar sem að hægt verður að framleiða lýsi með mismunandi hlutföllum af fjölómettuðum fitusýrum (s.s. EPA og DHA). Með því að taka lýsið úr mismunandi vökvastraumum má ná fram lýsi með mismunandi eiginleika og auka þannig verðmæti lýsisafurða sem framleiddar eru í fiskmjöls- og lýsisverksmiðjum. Talsverður breytileiki í fitusýrusamsetningu mældist í sýnunum, bæði eftir fisktegund og sýnatökustað. Sýnin áttu öll það sameiginlegt að einómettaðar fitusýrur voru í meirihluta óháð fisktegund og sýnatökustað. Fjölómettaðar og mettaðar fitusýrur fylgdu þar á eftir. Vísbendingar voru um að lengri fjölómettuðu fitusýrurnar brotni niður eftir því sem lengra er farið inn í ferlið. Með bættum vinnsluferlum væri hægt að fara í framleiðslu á hágæða lýsisafurðum til manneldis. Fara þarf því í mun ýtarlegri greiningu á öllu ferlinu, en niðurstöður þessa verkefnis gefa til kynna að það er eftir miklu að slægjast.

The objective of the project was to identify different streams during production of fishmeal and oil from pelagic fish. Emphasis was placed on analysing the fatty acid composition of streams collected at different processing steps. It is believed that the results can lead to improved production of pelagic fish oil, since it will be possible to produce fish oil with various proportion of polyunsaturated fatty acids (such as EPA and DHA). Considerable variability was observed between the collected samples, both by species as well as where in the process the samples were collected. Monounsaturated fatty acids were majority in all the samples, regardless of fish species and sampling location. Moreover, the results indicated that the longer polyunsaturated fatty acids can break down as the process go further. With improved processing control, it is possible to produce high quality oil products intended for human consumption. A comprehensive analysis on the entire process is however necessary.

Skýrsla lokuð til 01.11.2020

Skoða skýrslu

Skýrslur

Afurðir íslenskra geita – Möguleikar og sérstaða

Útgefið:

01/10/2018

Höfundar:

Ólafur Reykdal

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Afurðir íslenskra geita – Möguleikar og sérstaða

Verkefnið „Aukið virði og sérstaða geitfjárafurða“ er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og er unnið á Matís í samstarfi við Geitfjárræktarfélag Íslands. Gerð var greining á styrkleikum, veikleikum, ógnunum og tækifærum í geitfjárræktinni. Íslenski geitastofninn er lítill og er í útrýmingarhættu. Því þarf að fjölga í stofninum til að hann haldi velli. Besta ráðið í þessari baráttu er að finna sem flesta notkunarmöguleika fyrir afurðir geitanna. Um fjölmargar athyglisverðar afurðir er að ræða, mjólkurafurðir, kjötafurðir, stökur (gærur), skinn, garn o.fl. Geiturnar sjálfar gefa fjölmörg tækifæri í ferðaþjónustu og tískuvörugeirinn getur unnið úr afurðum geita. Fjölmargar heimildir um gæði og hollustu geitamjólkur og geitakjöts voru kannaðar og eru niðurstöður teknar saman í skýrslunni. Geitamjólk er að ýmsu leyti frábrugðin kúamjólk þótt sömu meginefnin séu í báðum mjólkurtegundum. Geitamjólk inniheldur heilsueflandi efni eins og lífvirk peptíð og konjúgeraða línolsýru. Geitakjöt er mjög magurt og er með próteinríkasta kjöti. Það inniheldur konjúgeraða línolsýru eins og mjólkin. Loks er gefið yfirlit um mögulegar afurðir úr geitamjólk og geitakjöti.

The project “Added value and special status of goat products” is supported by the Agricultural Productivity Fund and carried out at Matis in cooperation with the Association of Goat Farmers in Iceland. SWOT analysis of goat farming in Iceland was carried out. The Icelandic goat stock is small, and extinction is a possibility. Therefore, it is necessary to increase the number of goats in the country. The best solution is to use to stock and increase the production of goat products. Many different products can be produced. The goats and their products are of interest to tourists. The fashion industry can use some of the goat products. A literature review was carried out on quality and wholesomeness of goat milk and goat meat. Results are listed in the report. Goat milk is different from cow milk although the same nutrients are found in both milk types. Goat milk contains health promoting compounds, e.g. bioactive peptides and conjugated linoleic acid. Goat meat contains little fat and is rich in protein. It contains conjugated linoleic acid as the milk. Finally, the possible goat products from milk and meat are revied.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, vinnsla og markaðssetning á hafkóngi / Catching, processing and marketing of Neptune whelk

Útgefið:

01/10/2018

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Lúðvík Börkur Jónsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður (smáverkefni S 12 002-12)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

Veiðar, vinnsla og markaðssetning á hafkóngi / Catching, processing and marketing of Neptune whelk

Hafkóngur (Neptunea despecta) er kuðungur sem líkist beitukóng, en er þó nokkuð stærri og heldur sig yfirleitt á meira dýpi. Talið er að hafkóngur sé í veiðanlegu magni víða hér við land og að stofninn þoli töluverða veiði. Hafrannsóknarstofnun hefur skráð upplýsingar um hafkóng úr humarleiðöngrum til fjölda ára sem benda til talsverðs þéttleika víða í kringum landið. Árið 2012 fékk Sægarpur ehf. á Grundarfirði styrk frá AVS rannsóknarsjóð í Sjávarútvegi til að kanna möguleika á veiðum, vinnslu og útflutningi á hafkóngi. Um var að ræða svokallað smáverkefni eða forverkefni. Verkefninu var skipt upp í verkþætti er sneru að kortlagningu útbreiðslu og tilraunaveiðum, vinnslutilraunum, efnamælingum og markaðsrannsókn. Svo fór hins vegar að Sægarpur ehf. varð gjaldþrota á verkefnistímanum og segja má að verkefnið hafi að nokkur leyti dagað uppi í framhaldi af því. En þar sem stórum hluta verkefnisins var lokið þegar Sægarpur fór í þrot þykir höfundum nú rétt og skylt að greina opinberlega frá framgangi og helstu niðurstöðum verkefnisins. Þar að auki er hér greint frá þeim tilraunum sem fyrirtækið Royal Iceland hf. hefur staðið að í tengslum við veiðar og vinnslu á hafkóngi, en Royal Iceland keypti eignir þrotabús Sægarps árið 2014 og hefur frá þeim tíma meðal annars stundað veiðar og vinnslu á beitukóngi. Helstu niðurstöður kortlagningar útbreiðslu og tilraunaveiða voru heldur takmarkaðar, þar sem upplýsingar um hafkóng sem meðafla við aðrar veiðar eru af skornum skammti og tegundinni hefur verið gefinn lítill gaumur við rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar. Tilraunaleiðangur sem verkefnið stóð fyrir skilaði einnig mjög litlum niðurstöðum. Niðurstöður vinnslutilrauna sýndu að unnt er að fjarlægja eiturkirtla hafkóngsins og að mögulegt er að mæla hvort tetramine (eitrið) finnist í afurðum, en það útheimtir hins vegar ærinn tilkostnað. Niðurstöður grunn-markaðskönnunar benda til að hægt sé að selja hafkóngsafurðir, þá sér í lagi á vel borgandi mörkuðum í Asíu. En þar sem hafkóngurinn er ekki þekktur á mörkuðum í Asíu og það er alltaf til staðar hætta á tetramine eitrunum, þá er markaðssetning á afurðunum miklum vandkvæðum bundin. Ljóst er að þörf er á umtalsvert meiri rannsóknum í allri virðiskeðjunni áður en unnt er að fullyrða nokkuð um hvort og hve mikil tækifæri liggja í veiðum og vinnslu hafkóngs hér á landi.

Neptune whelk (Neptunea despecta) is a gastropod that looks a lot like the common whelk, but is though considerably larger and is usually found in deeper water. Neptune whelk is believed to be in significant volume in Icelandic waters, but concreate knowledge on stock size and distribution is however lacking. In 2012 the company Sægarpur ltd., which was during that time catching, processing and exporting common whelk, received funding from AVS research fund to do some initial investigation on the applicability of catching, processing and marketing Neptune whelk. Sægarpur did however run into bankruptcy before the project ended. The project has therefore been somewhat dormant since 2013. The company Royal Iceland ltd. did though buy the bankrupt estate of Sægarpur and has to a point continued with exploring opportunities in catching and processing Neptune whelk. The authors of this report do now want to make public the progress and main results of the project, even though the project owner (Sægarpur) is no longer in operation. The project was broken into three parts i.e. mapping of distribution, processing experiments and initial market research. The main results of the mapping exercise showed that very little knowledge is available on distribution of Neptune whelk in Icelandic waters and data on Neptune whelk by-catches is almost noneexistent. The Marine Research Institute has as well awarded very little attention to the species in its research. The project organised a research cruse, where a fishing vessel operating a sea cucumber dredge tried fishing for Neptune whelk in 29 different locations; but with very little success. The results of the processing experiments showed that it is possible to remove the poison glands from the Neptune whelk, bot mechanically and manually. It also showed that the products can be measured for the presence of tetramine (poison). Both the processing and the measurements do however require significant efforts and cost. The initial marketing research indicated that there are likely markets for Neptune whelk products. These markets are primarily in Asia and some of them are high-paying markets. The efforts of Royal Iceland in marketing the Neptune whelk have though shown that this is a difficult product to market, especially because the Neptune whelk is unknown on the Asian markets and there is always a possibility of a tetramine poisoning. It is clear that much more research is necessary throughout the entire value chain before it is possible to say with level of certainty if and how much opportunities are in catching and processing of Neptune whelk in Iceland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Herring catch and products in Norway and Iceland 2010-2016

Útgefið:

11/09/2018

Höfundar:

Páll Gunnar Pálsson, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

Vöruþróunarsetur sjávarafurða

Herring catch and products in Norway and Iceland 2010-2016

Tilgangur þessarar skýrslu er að meta almenn og opinber gögn í virðiskeðju sjávarfangs með það í huga að greina verðmætasköpun og gera tilraun til að bera saman mismunandi virðiskeðjur. Því var ákveðið að bera saman nýtingu síldar í Noregi og á Íslandi. Meginástæða þess að skoða síldina í þessum löndum er að um líka framsetningu gagna er að ræða í báðum löndunum og að vinnsla fer fram með svipuðum hætti. Upplýsingarnar í löndunum báðum reyndust ekki þess eðlis að hægt væri að draga afgerandi ályktanir byggðar á þeim gögnum sem aðgengileg eru. Það er því nauðsynlegt að gera ýmsar úrbætur í gagnasöfnun og birtingu gagna ef sá kostur á að vera fyrir hendi að bera saman virðiskeðjur með áreiðanlegum hætti.

The purpose of this summary is to evaluate how public data from seafood value chains can be used to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other. To do so, we have chosen to compare how herring catch is utilized in Norway and Iceland. The reason for choosing this species is good access to public data and the likeliness of production in those two countries. We have analysed what types of products are made from the available catch and identified the differences between the two countries regarding herring utilization. Based on the case of Norwegian and Icelandic herring value chains it is clear, that great improvements are needed in order to be able to use public data from seafood value chains to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sjóvinnsla á þorskalýsi / On-board liver oil processing

Útgefið:

06/09/2018

Höfundar:

Marvin Ingi Einarsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Sjóvinnsla á þorskalýsi / On-board liver oil processing

Verkefnið Sjóvinnsla á þorskalýsi snýst um að kanna hvort rekstrargrundvöllur sé fyrir lýsisvinnslu úr þorsklifur um borð í frysti- og ísfisktogurum. Í því felst samantekt á öllum kostnaði við vinnsluna ásamt fjárfestingakostnaði. Niðurstöðurnar voru teknar saman í rekstrarreikning. Að auki var fjallað um fullvinnsluferil á lýsi til manneldis og mat lagt á markaðsvirði þess. Niðurstöður verkefnisins gáfu til kynna að ekki er arðbært að vinna einungis þorsklifur um borð í togurum en meiri hagnaður er af því að landa henni ferskri. Hins vegar, er hægt að auka hagnað verulega með því að vinna saman alla þorsk-, ufsa- og ýsulifur og enn meiri sé allt slóg unnið þ.m.t. lifrin. Meiri hagnaður er af vinnslu lýsis um borð í frystitogurum samanborið við ísfisktogara sé horft til þess að ísfisktogarar munu verða af tekjum byrji þeir að framleiða lýsi um borð. Það eru tekjur af lifur sem annars væri landað. Þetta á ekki við um frystitogara en mest öll lifur frá þeim fer í sjóinn í dag.

The task of this project is to explore whether there is an operating basis for processing cod liver into oil onboard freezer- and wet fish trawlers. This includes summarizing all costs in a profit loss account. The project also considers further refining of fish oil for human consumption and its market value. The results of this project indicated that it is not profitable to process only cod liver, as more profit is gained by landing the liver fresh. However, by processing liver from cod, saithe and haddock profits can be increased and even more if all the viscera including liver is processed as well. More profits are obtained from processing fish oil onboard freezer trawlers, compared to wet fish trawlers, considering lost revenue of previously landed liver. This does not apply to freezer trawlers as they don’t utilize liver.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effects of food container depth and coverage on the quality of superchilled rainbow trout

Útgefið:

01/09/2018

Höfundar:

Magnea Karlsdóttir, Erwan Queguiner, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund (R 17 016-17), Technology Development Fund (164698-1061)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

The effects of food container depth and coverage on the quality of superchilled rainbow trout

Ferskur eldisfiskur er almennt slægður og pakkað í frauðplastkassa með ís fyrir útflutning í kæligámum. Í ljósi þess að mikil þróun hefur átt sér stað hvað varðar ofurkælingu og jákvæð áhrif hennar á gæði fiskafurða, þá hafa aðrar hagkvæmari og umhverfisvænni pökkunarlausnir verið skoðaðar, þar á meðal einangruð matvælaker. Meginmarkmið verkefnisins var að meta áhrif mismunandi pökkunaraðferða á gæði fersks regnbogasilungs. Slægðum fisk með haus var pakkað í frauðplastkassa og einangruð ker af mismunandi dýpt (29-60 cm). Auk samanburðar á misdjúpum kerum, þá voru mismunandi útfærslur við lokun á kerum einnig skoðaðar. Fylgst var með tilraunafiskum efst og neðst í hverju keri. Kerin voru geymd í hitastýrðu umhverfi við um -1 °C og gerðar mælingar eftir 8 og 13 daga frá pökkun. Sá fiskur sem pakkað var í frauðplastkassa var ýmist ofurkældur fyrir pökkun eða kældur á hefðbundinn hátt með ís. Það var gert til að meta áhrif ofurkælingar á ferskan regnbogasilung. Til að meta gæði regnbogasilungsins var fylgst með örveruvexti, áferð og losi í flökum. Niðurstöðurnar sýndu að þær pökkunarlausnir sem skoðaðar voru í verkefninu höfðu tiltölulega lítil áhrif á heildarörverufjölda, en ekki reyndist marktækur munur á milli tilraunahópa við lok geymslutímabilsins. Almennt var lítill sem enginn munur á milli hópa m.t.t. áferðar og loss í flökum. Aftur á móti sýndu niðurstöðurnar að nauðsynlegt er að loka kerunum, en tegund loks hafði ekki marktæk áhrif. Ofurkæling fyrir pökkun hafði marktæk áhrif á los. Fiskur sem var kældur á hefðbundinn hátt og pakkað í frauðplastkassa með ís hafði marktækt meira los samanborið við þegar hann var ofurkældur og pakkað í ker eða frauðplastkassa án íss. Niðurstöðurnar sýna að ekki er marktækur munur á milli frauðplastkassa og kera af mismunandi dýpt miðað við þær gæðabreytur sem skoðaðar voru í þessu verkefni. Þær gefa því til kynna að flutningur á ofurkældum regnbogasilungi í kerum er raunhæfur möguleiki m.t.t. stöðuguleika hráefnisins og afurðargæða.

The overall aim of the study was to explore the effects of different packaging solutions on the quality of fresh rainbow trout. Different packaging methods included expanded polystyrene boxes (EPS), insulated food containers of 29 to 60 cm depth with various combination of covers. Each container was split up into two groups, top- and bottom layer. Both fish chilled on ice and superchilled fish were considered. Microbial growth and sensory characteristics (fillet gaping, softness and elasticity) were used to evaluate the quality of the rainbow trout fillets after 8 and 13 days of storage at around -1 °C. The different packaging solutions had no effects on the microbial quality of the fish. Moreover, no listeria activity was detected. Sensory evaluation showed minor differences between containers of different depths and/or EPS boxes, as well as between top and bottom layers. However, the presence of cover proved to be of great importance, but the type of cover turned out to be not relevant. The effects of superchilling before packaging on fillet gaping was evident in present study since fish packed in EPS box with ice resulted in more gaping than superchilled fish packed in EPS boxes and/or containers without ice.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effects of food container depth on the quality and yield of superchilled and iced Atlantic salmon / Áhrif dýptar matvælaumbúða á gæði og nýtingu ofurkælds og ísaðs eldislax

Útgefið:

01/09/2018

Höfundar:

Rúnar Ingi Tryggvason, Magnea Karlsdóttir, Björn Margeirsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS R&D Fund (R 17 016-17), Technology Development Fund (164698-1061), The Icelandic Student Innovation Fund (185693- 0091)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

The effects of food container depth on the quality and yield of superchilled and iced Atlantic salmon / Áhrif dýptar matvælaumbúða á gæði og nýtingu ofurkælds og ísaðs eldislax

Markmið verkefnisins var að bera saman gæði eldislax, sem var annarsvegar ísaður og hinsvegar ofurkældur, og geymdur í mismunandi umbúðalausnum. Misstór einangruð ker (32, 42 og 60 cm djúp) og EPS kassar voru notuð til að flytja og geyma eldislaxinn. Gæði voru rannsökuð eftir 4, 10 og 14 daga geymslu við ofurkældar aðstæður, þar sem lagt var mat á vatnstap, áferð, suðunýtingu og skynmatsþætti. Vatnstap á ofurkældum laxi var marktækt meira í dýpri umbúðum miðað við grynnri umbúðir eftir 10 til 14 daga geymslu við -1 °C. Ísaður lax geymdur í EPS tapaði minna vatni heldur en ofurkældur lax í EPS, líklega vegna ónákvæmrar hitastýringar við ofurkælingu. Skynmat, áferðarmælingar og suðunýting sýndu lítinn mun á laxi sem geymdur var í misdjúpum umbúðum. Ísför voru sýnilegri í ísuðum laxi geymdum í djúpum kerum miðað við EPS kassa. Los var sýnilegra í ísuðum laxi miðað við ofurkældan lax. Niðurstöðurnar útiloka ekki notkun djúpra kera við flutning og geymslu á ferskum laxi, en tilgreina ekki hámarksstærð umbúða. Stærð og rúmmálsnýting umbúða hefur áhrif á vatnstap og flutningskostnað. Ofurkæling getur haft marga kosti fyrir framleiðendur og neytendur en nauðsynlegt er að hafa góða stýringu á ofurkælingunni til að tryggja virkni hennar.

The aim of the study was to compare quality differences of farmed Atlantic salmon, both iced and superchilled, that was stored in different sized packaging solutions. Different sized insulated containers (32, 42 and 60 cm deep) as well as EPS boxes were used to transport and store the fish. The quality was evaluated after 4, 10 and 14 days of storage, where drip loss, texture, cooking yield and sensory evaluation were performed. Increased container depth significantly increased the drip loss of superchilled salmon during 10 to 14 days storage at -1 °C. Iced storage of salmon in EPS resulted in less drip loss compared to superchilled salmon stored in EPS, most likely due to uncontrolled superchilling conditions. Sensory evaluation, texture analysis and cooking yield did not reveal any major differences between salmon stored in containers of different depths. In case of iced salmon, pressure marks were more prominent with increased depth of containers. Gaping was more noticeable in iced salmon compared to superchilled salmon. The results did not rule out the use of large insulated containers, but they do not specify the maximum recommended depth of containers intended for salmon packaging. The size and volume of packaging containers affect drip loss as well as transportation costs. Superchilling of fresh foods can have many benefits for producers and consumers but a controlled and optimised superchilling process is needed to ensure its effectiveness.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ný tækni til verðmætaaukningar á bolfiskafla

Útgefið:

01/07/2018

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 025-11), Rannís

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Ný tækni til verðmætaaukningar á bolfiskafla

Tilgangur verkefnisins var að aðlaga vinnslu að ofurkældu hráefni, til að tryggja einsleitni hráefnis með það að markmiði að bæta afurðargæði, auka nýtingu og lágmarka flakagalla. Í verkefninu var ný tegund af roðflettivél þróuð og síðan prófuð við raunaðstæður. Gerður samanburður á ofurkældu og hefðbundnu (ísuðu) hráefni. Ofurkælt hráefni er stífara en hefðbundið, og sama má segja um flök sem kæld eru eftir flökun til að tryggja pökkun í ferskar pakkningar við lágt hitastig, helst undir 0 °C. Hefðbundnar roðflettivélar hafa illa ráðið við slíkt hráefni en nýja vélin hefur þegar verið tekin í notkun og reynist vel. Samanburðartilraun var framkvæmd á milli ofurkældrar ýsu sem var sex daga gömul og hefðbundins hráefnis úr sama afla. Í framhaldi var gerð samanburðarrannsókn á þorsk, úr ofurkældu og hefðbundnu hráefni. Borin var saman nýting, flakagæði og -gallar ásamt afurðarskiptingu eftir niðurskurð í flakabita, ásamt því að skráðir voru hitaferlar við vinnslu í báðum hópum. Niðurstöðurnar voru mjög góðar fyrir ofurkælt hráefni, bæði hvað varðar gæði, nýtingu og hitastig á afurðum.

The purpose of the project was to customize processing of sub-chilled raw materials to ensure uniformity of raw materials with the aim of improving product quality, increasing utilization and minimizing fillet defects. A new skinning machine for demersal fish was designed and tested in this project, especially to work with sub-chilled raw material. Sub-chilled raw material is more rigid than traditional raw material and can withstand more handling and give better quality of the finished product. Sub-chilled raw material also provides lower product temperature in packed fresh fish production, at 0 °C or even below it. Traditional skinning machines have not been able to handle sub-chilled fillets. A comparative experiment with six-day old haddock where sub-chilled raw material were compared with traditional one, from same catch, were processed. Built on that outcome a follow-up, a comparative study of cod was processed with sub-chilled and traditional raw material. In both experiments a comparison of yield, fillets quality, fillets defects and temperature throughout the production into final packaging were recorded. The results were excellent in favour of sub-chilled raw material, both in terms of quality, yield and temperature of products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Coastal fisheriers in the N-Atlantic / Kystfiskeri

Útgefið:

29/06/2018

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

NORA, Nordic Counsel of Ministers (AG-Fisk) and CCFI

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

Coastal fisheriers in the N-Atlantic / Kystfiskeri

Coastal fisheries play a vital role in the marine sector of the Nordic countries and often serve as the backbone of the economy of smaller coastal communities. The coastal fleets usually have a big presence in smaller, more remote fishing villages, supplying local processing companies with raw material. The coastal sector is therefore highly important for regional development, as it represents a significant part of total landings and offers employment for a large number of fishermen, processors and other supporting industries. Despite its importance, the Nordic coastal fleet has been struggling for survival for the last decades. This is why a team of stakeholders in the Nordic coastal sector came together in 2012 to facilitate networking within this important sector. With support from NORA, The Nordic Council of Ministers (AG-fisk) and the Canadian Centre for Fisheries Innovation (CCFI) they organised conferences and workshops with the aim to explore opportunities for cooperation and knowledge transfer. This led to various collaborative initiatives and has resulted in the publication of reports on the Nordic coastal sector(s), development of a mobile app to indicate to coastal fishermen how much ice is needed to properly chill and store their catches, publication of brochures in most of the Nordic languages on good on-board handling, publication of a video on the Nordic coastal sector and on-board handling, participation at various workshops and conferences relevant for Nordic coastal fisheries; as well as setting up and maintaining a web page www.coastalfisheries.net where project outcomes and other relevant material is made accessible. This report marks the end of the project and constitutes as the final report to NORA, which was one of the funding bodies supporting the project. The project was primarily intended to facilitate networking and knowledge transfer among stakeholders in the Nordic coastal sector and it is the conclusion of the project partners that the initiative has successfully met those expectations.

Skoða skýrslu
IS