Skýrslur

Áhrif vistfræði þangs og þara á lífvirk efni þeirra og nýtingu

Útgefið:

01/09/2015

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Ásta Heiðrún Pétursdóttir, Halldór Benediktsson, Hilma B. Eiðsdóttir, Karl Gunnarsson, Jóna Freysdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Markmið verkefnisins var að rannsaka áhrif umhverfisþátta á magn og lífvirkni fjölfenóla og fjölsykra í þangi og þara. Á þann hátt var stefnt að því til að auka þekkingu á vist- og efnafræði þessara tegunda fyrir hagkvæmari einangrun lífefna, nánari greiningu þeirra og nýtingu til lífvirknimælinga. Sýni af beltisþara, marinkjarna, bóluþangi og klóþangi voru tekin á þremur stöðum á landinu; á norðanverðu Reykjanesi, í Breiðafirði og Eskifirði, alls sex sinnum yfir árið, frá mars til júní, í ágúst og október. Þróuð var aðferð til að einangra fucoidan og laminaran fjölsykrur úr bóluþangi og klóþangi. Heildarmagn fjölfenóla var mælt í öllum sýnum en lífvirkni í völdum sýnum. Auk þess voru þungmálmar og joð mælt í völdum sýnum.

Magn fjölfenóla mældist hátt í bóluþangi og klóþangi en lítið í marinkjarna og beltisþara. Andoxunarvirkni, mæld sem ORAC og í frumukerfi, var mikil í þeim sýnum sem innihéldu mikið magn fjölfenóla. Bóluþang og marinkjarni sýndu bólguhemjandi virkni.

Niðurstöður verkefnisins auka verulega við þekkingu á sviði nýtingar þangs og þara. Nýtast þær vel við þróun á vinnslu þangs til manneldis sem nú stendur yfir.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif vistfræði þangs og þara á lífvirk efni þeirra og nýtingu / Ecological impact on bioactive chemicals in brown seaweeds and their utilization

Útgefið:

01/09/2015

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Ásta Heiðrún Pétursdóttir, Halldór Benediktsson, Hilma B. Eiðsdóttir, Karl Gunnarsson, Jóna Freysdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Áhrif vistfræði þangs og þara á lífvirk efni þeirra og nýtingu / Ecological impact on bioactive chemicals in brown seaweeds and their utilization

Markmið verkefnisins var að rannsaka áhrif umhverfisþátta á magn og lífvirkni fjölfenóla og fjölsykra í þangi og þara. Á þann hátt var stefnt að því til að auka þekkingu á vist- og efnafræði þessara tegunda fyrir hagkvæmari einangrun lífefna, nánari greiningu þeirra og nýtingu til lífvirknimælinga. Sýni af beltisþara, marinkjarna, bóluþangi og klóþangi voru tekin á þremur stöðum á landinu; á norðanverðu Reykjanesi, í Breiðafirði og Eskifirði, alls sex sinnum yfir árið, frá mars til júní, í ágúst og október. Þróuð var aðferð til að einangra fucoidan og laminaran fjölsykrur úr bóluþangi og klóþangi. Heildarmagn fjölfenóla var mælt í öllum sýnum en lífvirkni í völdum sýnum. Auk þess voru þungmálmar og joð mælt í völdum sýnum. Magn fjölfenóla mældist hátt í bóluþangi og klóþangi en lítið í marinkjarna og beltisþara. Andoxunarvirkni, mæld sem ORAC og í frumukerfi, var mikil í þeim sýnum sem innihéldu mikið magn fjölfenóla. Bóluþang og marinkjarni sýndu bólguhemjandi virkni. Niðurstöður verkefnisins auka verulega við þekkingu á sviði nýtingar þangs og þara. Nýtast þær vel við þróun á vinnslu þangs til manneldis sem nú stendur yfir.

The aim of the project was to study the effect of environmental factors on polyphenols and polysaccharides in seaweed. Thereby be able to better recognize the ecology and chemistry of these species for more efficient isolation of the biochemical, their further analysis and utilization in bioactive measurements. Samples of Saccharina latissima, Alaria esculenta, Ascophyllum nodosum and Fucus vesiculosus were collected at three different locations, Reykjanes, Breiðafjörður and Eskifjörður, from March till October, in total six times. Method to isolate fucoidan and laminaran polysaccharides was developed. Total polyphenol content (TPC) was measured in all samples and bioactivity in selected samples. In addition, contaminants and iodine were analysed in selected samples. The TPC was high in F. vesiculosus and A. nodosum but rather low in A. esculenta and S. latissima. The antioxidant acitivty, measured as ORAC value and in cells, was high in samples containing high amount of TPC. F. vesiculosus and A. esculenta had anti-inflammatory properties. The results of the project have increased the knowledge about the utilization of seaweed in Iceland substantially.

Skýrsla lokuð til 31.12.2017

Skoða skýrslu

Skýrslur

Hausana í land – áhrif reglugerðar 810/2011 á rekstur vinnsluskipa / Landing obligation on cod heads from factory vessels

Útgefið:

01/07/2015

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 104-12)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

Hausana í land – áhrif reglugerðar 810/2011 á rekstur vinnsluskipa / Landing obligation on cod heads from factory vessels

Við upphaf fiskveiðiársins 2012/13 gekk í gildi reglugerð sem skyldar vinnsluskip til að koma með að landi ákveðið hlutfall þorskhausa sem til falla við veiðar í íslenskri lögsögu. Reglugerðin kveður á um að stærstu vinnsluskipin komi með a.m.k. 40% hausanna í land og að meðalstór skip komi með a.m.k. 30% hausanna í land, en minnstu togararnir eru undanþegnir þessari reglugerð. Í þessari skýrslu er greint frá ástæðum þess að reglugerðin var sett og þeim markmiðum sem henni er ætlað að ná fram. Einnig eru áhrif reglugerðarinnar fyrstu tvö fiskveiðaárin sem hún hefur verið í gildi kannaðar m.t.t. áhrifa á aukið magn landaðra hausa og hvað árif það hafi haft á afkomu útgerðanna. Einnig er gert grein fyrir nokkrum mögulegum leiðum útgerðanna til að uppfylla skilyrði reglugerðarinnar. Í stuttu máli má segja að reglugerðin hafi haft mjög takmörkuð áhrif á magn landaðra hausa. Ástæða þess er að flest þau vinnsluskip sem hún nær til uppfylltu skilyrðin áður en hún gekk í gildi. Það eru aðallega minni frystitogarar sem ekki sjá sér fært að koma með hausa að landi, og þeir eru hvort eð er undanþegnir reglugerðinni. Möguleikar til aukinnar verðmætasköpunar með betri nýtingu þorskhausa eru nokkrir, en þar sem stærð, aldur, búnaður og almennt rekstrarumhverfi frystitogara er hamlandi þáttur, þá eru takmarkaðar líkur á að reglugerðin muni skila útgerðunum eða þjóðfélaginu í heild umtalsverðum arði.

On September 1st 2012 a regulation came into force that obligates Icelandic fishing vessels with on-board processing to bring a shore a certain proportion of cod heads that derive from catches within Icelandic waters. It requires the largest factory vessels to bring ashore at least 40% of cod heads, medium size trawlers are to bring ashore at least 30% of cod heads, but the smallest trawlers are exempted from the regulation, but majority of Icelandic factory vessels fall with in that category. The reasons why the regulation was set and its success after two years of implementation are reviewed in this report. The effects on volume of landed cod heads, associated costs and revenues, as well as available alternatives for vessel owners to meet with the requirements of the regulation are studied and discussed. The regulation has had limited effects on the volume of landed cod heads, as most factory vessels subjected to the regulation had already met with the requirements long before the regulation came into effect. It are primarily the smaller vessels that do not land significant volumes of cod heads, but they are excluded from the regulation anyhow. There are potentials for improved utilization of cod heads and cod head by-product on-board Icelandic factory vessels, but size, age, equipment and current operational environment for these vessels are limiting factors.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting minkafitu – Urðarköttur / Utilising minkfat – Urðarköttur

Útgefið:

01/06/2015

Höfundar:

Sophie Jensen, Sæmundur Elíasson, Magnús Gíslasson, Hrund Ólafsdóttir, Ragnar Jóhannsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Nýting minkafitu – Urðarköttur / Utilising minkfat – Urðarköttur

Árlega falla til um 30-40 tonn af minkafitu við skinnverkun á Íslandi. Hingað til hefur fitan ekki verið nýtt en verið urðuð ásamt skrokkum dýranna með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Til þess að gera íslenska minkarækt samkeppnishæfari og umhverfisvænni er mikilvægt að auka heildarnýtingu með því að nýta fituna og gera hana að eftirsóttri söluvöru rétt eins og skinnin. Meginhugmynd verkefnisins var að þróa vörulínu fyrir hesta og hestamenn þar sem uppistaðan er minkaolía unnin úr minkafitu frá íslenskum minnkabúum. Áhersla var lögð á þróun smyrsla úr minkaolíu og íslenskum lækningajurtum til meðhöndlunar á múkki en ætlunin er að framleiða sápur til þvotta á hestum og leðurfeiti fyrir reiðtygi og leðurfatnað. Upplýsingum um vinnslu á minkafitu og lækningajurtum í smyrsl og aðrar sambærilegar vörur, íblöndun, pökkun og geymslu var safnað. Öryggismat fór fram samkvæmt I. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 til þess að tryggja öryggi vörunnar. Einnig var unnið að gerð gæðahandbókar samkvæmt ÍST EN ISO 22716:2007. Hreinsunarferli var þróað og bætt til þess að auka gæði og endingartíma minkaolíunnar. Niðurstöður verkefnisins eru heildarvinnsluferill fyrir hreinsun á minkaolíu, upplýsingar um gæði og fitusýrusamsetning olíunnar, upplýsingar um plöntuútdrátt og grundvallarleiðbeiningar í smyrslagerð. Auk þess hefur verið lagt mat á öryggi vörunnar með mælingum á óæskilegum efnum ásamt samantekt á tilheyrandi öryggisskjölum eins og öryggisblöðum, vörulýsingaskrám og öryggisskýrslu. Einnig liggja fyrir drög að gæðahandbók Urðarkattar sem gerir framleiðanda kleift að framleiða vöru með fyrirfram skilgreindum eiginleikum ásamt tryggðum gæðum og stöðugleika vöru að hverju sinni.

Annually about 30-40 tons of mink fat is discarded in Iceland during mink skin harvesting. So far the fat has not been utilised properly, but the fat has been buried with the carcasses of the animals along with the associated costs and environmental impact. In order to make Icelandic mink farming more competitive and environmentally friendly it is important to increase the overall utilisation by refining and processing the mink fat and turn it into an attractive commodity, just like the skin. The main idea of the project was to develop a product line for horses and riders where the main ingredient is mink oil derived from mink fat from Icelandic mink farms. The focus was on developing ointments based on mink oil and local herbs to treat pastern dermatitis in horses but the intention is to produce soap for washing horses as well as products for leather treatment, e.g. saddlery and leather clothing. This report summarises the considerable amounts of data obtained regarding the processing of mink fat and medicinal herbs in ointments and similar products as well as additives, packaging and storage conditions. A safety evaluation was conducted in accordance with Annex I of Regulation (EC) no. 1223/2009 to ensure product safety. In this project work was performed to draft a quality manual according to ISO 22716:2007. A rendering process was developed and optimised to enhance the quality and shelf life of the mink oil. Results of the project was an overall production process for refining of mink oil and information on the quality and fatty acid composition of the oil, as well as information on plant extracts and basic guidelines in making ointments with medicinal herbs. In addition, product safety has been evaluated with measurements of undesirable substances and a summary of relevant safety documents, such as safety data sheets, product data records and a safety report. A framework for a quality manual in GMP (Good Manufacturing Procedures) for cosmetics has been established for Urðarköttur ehf., which enables the production of a product with well characterised properties and to ensure that the quality and stability of the product is the same at all times.

Skýrsla lokuð til 01.07.2017

Skoða skýrslu

Skýrslur

Chitosan treatments for the fishery industry – Enhancing quality and safety of fishery products

Útgefið:

01/04/2015

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Eyjólfur Reynisson, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS (contract R 13 099-13)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Chitosan treatments for the fishery industry – Enhancing quality and safety of fishery products

Þessi skýrsla er samantekt þriggja geymsluþolstilrauna þar sem sjávarfang var meðhöndlað með mismunandi kítósan-lausnum, annars vegar um borð veiðiskips (með rækju og þorski) eða eftir slátrun og forvinnslu eldislaxs. Þetta er framhald af skýrslu Matís 41-12 þar sem kítósan-lausnir voru þróaðar og prófaðar á mismunandi fiskafurðum á tilraunastigi hjá Matís. Tilgangur þessa verkefnis var að staðfesta notkunarmögugleika kítósan-meðhöndlunar á sjávarfangi í fiskiðnaðinum. Niðurstöður sýna að styrkleikur kítósan-lausna og geymsluhitastig sjávarfangs hafa áhrif á örverudrepandi virkni og gæðarýrnun fiskafurðanna. Lausnir A og B höfðu takmarkaða virkni í heilum rækjum (0-1°C), en hægari litabreytingar áttu sér stað þar sem skelin tók upp svartan lit. Meðhöndlun laxa (1.4°C) og þorska (-0.2°C) með lausnum C og D hægði verulega á vexti roðbaktería fyrstu 6 dagana sem leiddi til lengingar á fersleikafasanum. Geymsluhitastig þorskfiska hafði áhrif á virkni lausnanna. Þegar þorskur (2-3°C) var geymdur við verri aðstæður og flakaður 6 dögum eftir meðhöndlun, reyndist vera aðeins minna örveruálag á flökunum í upphafi geymslutímans sem skilaði sig lítillega í gæðum afurðanna. Betri geymsluskilyrði eru nauðsynleg til að kámarka virkni kítósan-meðferðar.

This report evaluates the efficiency of different chitosan treatments (A, B, C, D) when used by fishery companies, aiming to reduce seafood surface contamination and promote enhanced quality of fishery products: whole cod, shrimp and farmed salmon. The alkaline conditions establishing in chilled raw shrimp during storage (0-1°C) is the probable cause for no benefits of chitosan treatments A and B used shortly after catch, except for the slower blackening of head and shell observed compared to the control group. On the other hand, salmon treatments C and D were most effective in significantly reducing skin bacterial load up to 6 days post-treatment (1.4°C) which inevitably contributed to the extended freshness period (by 4 days) and shelf life observed. Similarly, freshness extension and delayed bacterial growth on skin was evidenced after 6 days of storage in whole cod (-0.2°C) treated with solution D. For cod stored at higher temperature (2-3°C) and processed into loins on days 3 and 6 posttreatment, a slower microbial deterioration was observed only during early storage of loins. The contribution of chitosan treatments to sensory quality enhancement was not clearly demonstrated in these products. Based on the findings, better chilling conditions should contribute to an enhanced effect of chitosan skin treatment towards quality maintenance.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Coastal fisheries in the North Atlantic / Smábátaveiðar í N-Atlantshafi

Útgefið:

01/01/2015

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Gunnar Þórðarson, Edgar Henriksen, Audun Iversen, Durita Djurhuus, Tønnes Berthelsen, Heather Manuel, Tom Brown, David Decker

Styrkt af:

NORA (510-080), Nordic Council (AG-fisk 80-2013), Canadian Centre for Fisheries Innovation (CCFI)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

Coastal fisheries in the North Atlantic / Smábátaveiðar í N-Atlantshafi

Coastal fisheries are an important part of the North Atlantic marine sector and a vital part of a successful regional development in the area. This report provides an overview of the coastal sectors in the Faroe Islands, Greenland, Iceland, Norway and Newfoundland & Labrador, summarising the key issues that affect the sectors in each country and the contribution of the fleets towards their national economy and the micro- & macro societies. The report addresses how fisheries management in each country affects the coastal sectors, but there are strategies in place in all of the countries that favour the coastal fleet in one way or another. The report also provides an overview of the fleet structure, catch volumes, catch values, fishing gear, regional distribution of landings, employment and operational environment in the sectors of each country. In 2013 the N-Atlantic coastal fleet consisted of 17 thousand vessels and provided full time employment for 18 thousand fishermen. In addition there are a considerable number of fishermen that have coastal fisheries as secondary source of income or as a hobby and. The sector also produces a large number of jobs in processing and supporting industries. It can therefore be estimated that the N-Atlantic coastal fleet provides livelihood for at least 50 thousand families, which are primarily located in small fishing villages were the communities rely heavily on the sector for survival. Total landings of the N-Atlantic coastal sector in 2013 amounted to 680 thousand MT, valued at 815 million EUR. The report though clearly shows that the N-Atlantic coastal sector is highly fragmented, not only between countries but also within individual countries. The vessels range from being very modest old-style dinghies that fish few hundred kilos a year to industrialised state-of-art fishing vessels that catch up to two thousand tonnes of fish a year, which can be valued at over 4 million EUR. The N-Atlantic coastal sector is an important part of the Nordic marine sector and will continue to be so. The fleet has though been going through big changes in recent years, where the number of vessels and fishermen have been decreasing significantly. Big part of the fleet is struggling to make ends meet and recruitment of young fishermen is very limited. A relatively small part of the sector is though running profitable businesses and providing high paying jobs. This is the part of the fleet that accounts for majority of the catches and has invested in new vessels, gear, technology and quotas. It seems unavoidable that this optimisation will continue with the coastal fleet consisting of fewer, better equipped and more profitable vessels.

Veiðar smábáta og tengdar atvinnugreinar eru mikilvægur partur af sjávarútvegi og annarri haftengdri starfsemi í N-Atlantshafi. Greinin skiptir einnig mjög miklu máli fyrir byggðaþróun á svæðinu. Í þessari skýrslu er leitast við að gefa yfirlit yfir smábátaflotann í Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Nýfundnalandi & Labrador (NL), þar sem tekinn eru saman helstu atriði sem hafa áhrif á greinina í hverju landi fyrir sig, þróun flotans á undanförnum árum og hvernig greinin hefur áhrif á þjóðarhag og nærsamfélög. Í skýrslunni er fjallað sérstaklega um hvernig fiskveiðistjórnun og ýmis önnur stjórnvaldsleg úrræði snerta smábátageirann. En í þeim löndum sem skýrslan nær til leitast yfirvöld við að styðja smábátaútgerð með ýmsum lögum og reglugerðum sem hygla smábátum á einn veg eða annan. Skýrslan veitir einnig yfirlit yfir stærð og samsetningu, afla og aflaverðmæti, veiðarfæri, landfræðilega dreifingu, atvinnusköpun og rekstrarskilyrði smábátaflotanna í áðurnefndum löndum. Árið 2013 samanstóð smábátaflotinn í N-Atlantshafi* af um 17 þúsund bátum og 18 þúsund sjómönnum í fullu starfi. Að auki var umtalsverður fjöldi manna sem höfðu smábátasjómennsku að hlutastarfi eða að tómstundariðju. Smábátaflotinn skapaði einnig mikinn fjölda starfa í landi við vinnslu afla og í ýmsum stoðgreinum. Áætla má að a.m.k. 50 þúsund fjölskyldurí N-Atlantshafi* hafi lífsviðurværi sitt af veiðum, vinnslu og þjónustu við smábátaflotann. Flest þessara starfa eru í sjávarsamfélögum sem treysta afkomu sína að mjög miklu leyti á smábátaflotann. Heildarafli smábátaflotans í N-Atlantshafi* á árinu 2013 var 680 þúsund tonn og var aflaverðmætið um 815 milljónir Evra (um 130 milljarðar ISK á verðlagi ársins), en hlutur Íslands í þessum tölum var um 13% af aflamagni og 16% af aflaverðmæti. Skýrsla þessi sýnir þó að smábátaflotinn í N-Atlantshafi er mjög fjölbreytilegur, bæði milli landa og innan landa þ.s. bátar geta verið allt frá því að vera gamaldags trillur á skaki sem veiða bara nokkur kíló á ári upp í fullkomnustu hraðfiskbáta sem veiða jafnvel allt að tvö þúsund tonnum af afla á ári. Smábátaflotinn í N-Atlantshafi gegnir mikilvægu hlutverki í sjávarútvegi á svæðinu og mun halda áfram að gera svo. Flotinn hefur hins vegar breyst töluvert á undanförnum árum, þar sem fjöldi báta og sjómanna hefur fækkað umtalsvert. Stór hluti flotans er rekinn með tapi og nýliðun í stétt smábátasjómanna er takmörkuð. Tiltölulega lítið hlutfall flotans er aftur á móti rekinn með góðum hagnaði og skapar vel borguð störf. Þessi hluti flotans stendur að baki meirihluta aflans og er einnig sá hluti sem hefur fjárfest í nýjum bátum, veiðarfærum, tækni og veiðiheimildum. Það virðist óhjákvæmilegt að þessi hagræðing haldi áfram innan smábátaflotans í N-Atlantshafi þ.e. að skipum fækki, en þau sem eftir verið séu stærri, betur tækjum búinn og skili eigendum og áhöfn meiri arði.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Safe Food: Increased food safety in Iceland / Örugg Matvæli: Aukið matvælaöryggi á Íslandi

Útgefið:

22/12/2014

Höfundar:

Roland Körber, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Margrét Björk Sigurðardóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Þýska ríkið / Icelandic ministry of industries and innovations, The German state

Safe Food: Increased food safety in Iceland / Örugg Matvæli: Aukið matvælaöryggi á Íslandi

Nauðsynlegt að Ísland hafi fullnægjandi getu og innviði þannig að stjórnvöld og opinberir eftirlitsaðilar hafi getu til að fylgjast með því að matvælaöryggis sé gætt í samræmi við alþjóðlega staðla og reglugerðir. Verkefnið „Örugg Matvæli“ var tvíhliða verkefni milli Íslands og Þýskalands og megintilgangur þess var að auka matvælaöryggi á Íslandi og vernda neytendur með tilliti til öryggis og heilnæmis matvæla á íslenskum markaði. Verkefnið var unnin í samvinnu Matís, Matvælastofnunar (MAST) og Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins á Íslandi og þýska Matvæla og landbúnaðar-ráðuneytisins auk lykilstofnana á sviði matvælaöryggis í Þýskalandi þ.e.a.s. Federal Institute for Risk Assessment (BfR) og Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety (LAVES). Til að bæta innviði á Íslandi voru sérhæfð greiningartæki til rannsókna á matvælaöryggi keypt í gegnum opið útboð og sett upp í aðstöðu Matís í Reykjavík. Þýskur ráðgjafi var staðsettur á Íslandi í 6 mánuði til að veita faglega þekkingu á sviði matvælaöryggis sem nauðsynleg var fyrir framgang verkefnisins ásamt því að samhæfa vinnu í verkefninu. Þýskir sérfræðingar frá BfR og LAVES komu til Matís og Matvælastofnunar til að þjálfa sérfræðinga þessara stofnana í verkferlum sem skilgreindir voru sem forgangsatriði á sviði efnagreininga og opinbers eftirlits á sviði matvælaöryggis. Einnig voru haldnir kynningarfundir til að upplýsa helstu hagsmunaaðila á Íslandi um framgang verkefnisins og til að auka vitund þeirra um mikilvægi matvælaöryggis í allri framleiðslu- og fæðukeðjunni. Við lok verkefnisins höfðu íslenskir sérfæðingar verið þjálfaðir í verkferlum á afmörkuðum forgangsviðum við eftirlit og efnagreiningar á sviði matvælaöryggis. Verkefnið hefur því bæði stuðlað að bættri rannsóknaraðstöðu og getu beggja íslensku stofnananna hvað varðar sýnatöku og efnagreiningar á mikilvægum matvælaöryggisþáttum svo sem eftirliti með leifum plöntuvarnarefna og óæskileg efnum í matvælum og fóðri.

To ensure a high level of protection for human health and consumers’ interest in relation to food safety, it is essential that Iceland has the appropriate infrastructures to carry out inspections and official controls of food products in line with the requirements of the European food legislation. A bilateral project between Iceland and Germany was established and carried out 2014 to assist Iceland to achieve this goal. The objective of the project was to strengthen Iceland´s ability to ensure food safety and protect consumer interests in relation to food safety. The bilateral project was carried out in collaboration between Matís, Icelandic Food and Veterinary Authority (MAST) and the Ministry of Industries and Innovations in Iceland from the Icelandic side and the German Federal Ministry of Food and Agriculture, Federal Institute for Risk Assessment (BfR) and Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety (LAVES) from the German side. The laboratory infrastructure for food safety analysis in Iceland wasimproved by procuring new laboratory equipment through an open tender process and install them at Matísfacilities in Reykjavík. A German Resident Advisor resided in Iceland for 6 months to provide the necessary professional experience in areas of food safety covered by the project and coordinate the project activities. German experts from BfR and LAVES came to Matís and MAST to train experts of these institutes in procedures identified as priority analytical and official control proceduresto ensure food safety in Iceland. A number of stakeholder events were also carried out to inform key stakeholders of project activities and increase their awareness of importance of food safety in the entire food chain. At the end of the project the majority of the priority procedures were implemented at the Icelandic institutes and the Icelandic experts that participated in the project were well informed and trained. The project has therefore contributed significantly to the improvement of both institutional and laboratory capacity in Iceland concerning sampling and analysis in important areas such as monitoring for residues of plant protection products, contaminants in food and feed as well as genetically modified food and feed.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nordtic Conference Report / Ráðstefna um Norræna lífhagkerfið

Útgefið:

08/12/2014

Höfundar:

Sigrún Elsa Smáradóttir, Þóra Valsdóttir

Styrkt af:

NordBio

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nordtic Conference Report / Ráðstefna um Norræna lífhagkerfið

Ráðstefna um Norræna lífhagkerfið var haldin 25 júní á Hótel Selfossi. Meðan á formennsku íslenskra stjórnvalda í Norræna ráðherranefndinni 2014 hefur staðið hefur lífhagkerfið verið miðpunktur norrænnar samvinnu en Nordbio er stærst af þremur áhersluatriðunum á íslenska formennskuárinu. Meginmarkmið NordBio er að styrkja Norræna lífhagkerfið með því að hámarka nýtingu á lífrænum auðlindum, takmarka sóun og örva nýsköpun, styrkja þar með Norræna lífhagkerfið. Nordtic ráðstefnan var haldin í tengslum við árlegan fund norræna ráðherraráðsins í sjávarútvegi, landbúnaði, matvælum og skógi (MR-FJLS). Um 100 gestir frá öllum Norðurlöndunum tóku þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnugestum var boðið sérstakt bragð af nýsköpun norðursins er niðurstöður úr nýsköpunar og matvælaverkefnum, innan NordBio, voru kynntar og smakkaðar. Verkefnunum var stýrt af Matís.

Conference on Nordic Bioeconomy and Arctic Bioeconomy was held on June 25th at Hotel Selfoss in Iceland. During the Icelandic chairmanship in The Nordic Council of Ministers in 2014 bioeconomy has been at the center of Nordic cooperation, as NordBio is the largest of three programs under the Icelandic chairmanship. The main objective of NordBio is to strengthen the Nordic Bioeconomy by optimizing utilization of biological resources, minimizing waste and stimulating innovation thus bolstering the Nordic Bioeconomy. The “Nordtic” conference was held in connections with an annual meeting of the Nordic Council of Ministers for Fisheries and Aquaculture, Agriculture, Food and Forestry (MR-FJLS). Around 100 people from all the Nordic countries participated in the conference. The conference participants were offered a special taste of innovation from the high north as results from food production projects, innovation projects under NordBio led by Matis, were presented and tasted.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vor í lofti

Útgefið:

03/12/2014

Höfundar:

Lilja Magnúsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Gunnþórunn Einarsdóttir, Þóra Valsdóttir, Arnljótur Bjarki Bergsson.

Styrkt af:

Rannsókna- og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandarsýslu, Vöruþróunarsetur sjávarútvegsins

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Vor í lofti

Verkefnið Vor í lofti var styrkt af Vöruþróunarsetri sjávarútvegsins og Rannsóknar- og Nýsköpunarsjóði Vestur-Barðastrandarsýslu. Verkefnið var unnið á sunnanverðum Vestfjörðum með þátttöku átta aðila, þar af voru þrír aðilar sem ætluðu sér í fullvinnslu sjávarafurða. Mikill tími fór í að aðstoða þátttakendur við að sækja um vinnsluleyfi og aðstoða við útbúnað á vinnslustað svo umsókn um leyfi væri tekin gild. Ráðgjöf Matís til þátttakenda kom sér mjög vel og skilaði þeim áleiðis að settum markmiðum hvers og eins. Brýn þörf er fyrir áframhaldandi aðstoð við uppsetningu á vinnslu matvæla í smáum stíl á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem mjög fáir aðilar hafa enn sem komið er fengið leyfi til fullvinnslu matvæla á svæðinu en markaður er óðum að skapast með auknum ferðamannastraumi til svæðisins auk heimamarkaðar.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Future Opportunities for Bioeconomy in the West Nordic Countries / Framtíðartækifæri í Vest-Norræna lífhagkerfinu

Útgefið:

01/12/2014

Höfundar:

Sigrún Elsa Smáradóttir, Lilja Magnúsdóttir, Birgir Örn Smárason, Gunnar Þórðarson, Birgit Johannessen, Elísabet Kemp Stefánsdóttir, Birgitte Jacobsen, Unn Laksá, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Svein Ø. Solberg, Rólvur Djurhuus, Sofie Erbs-Maibing, Bryndís Björnsdóttir, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Kjartan Hoydal, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Guðmundur Bjarki Ingvarsson, Amalie Jessen, Hörður G. Kristinsson, Daði Már Kristófersson, Nette Levermann, Nuka Møller Lund, Josephine Nymand, Ólafur Reykdal, Janus Vang, Helge Paulsen, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

The Nordic Council of Ministers Arctic Co-operation Programme, NKJ (Nordic Joint Committee for Agricultural and Food Research), AG-Fisk (Working Group for Fisheries Co-operation), SNS (Nordic Forest Research), NordGen (the Nordic Genetic Resource Centre) and Matis.

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Future Opportunities for Bioeconomy in the West Nordic Countries / Framtíðartækifæri í Vest-Norræna lífhagkerfinu

Skýrslan gefur yfirlit yfir lífauðlindir á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, nýtingu þeirra og framtíðartækifæri sem byggja á grænum vexti. Skýrslan er góður grunnur fyrir markvissa stefnumótun og áherslur í nýsköpun fyrir framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Á grunni verkefnisins hefur verið mótuð framkvæmdaráætlun með fjórum megináherslum; 1. Stofun Vest-Norræns lífhagkerfispanels, 2. Stofnun þverfaglegrar Vest-Norrænnar miðstöðvar vísinda og fræða (Centre of Excellence), 3. Arctic Bioeconomy II – verkefni með áherslu á greiningu tækifæra á sviði líftækni og 4. Sérstök áætlun með áherslu á “Bláa lífhagkerfið”.

This final report provides an overview of bioresources in the West Nordic region focusing on Iceland, the Faroe Islands and Greenland, their utilisation and future opportunities based on green growth. The report provides good basis for strategic identification of beneficial projects in the region. Based on the results, a specific action plan has been formed consisting of four main actions; 1. Create a West Nordic Bioeconomy panel, 2. Establish an interdisciplinary Centre of Excellence (CoE) for the West Nordic region, 3. Arctic bioeconomy II – Project focusing on opportunities in biotechnology and 4. Program focusing on “The Blue Bioeconomy”.

Skoða skýrslu
IS