Skýrslur

Workshop on SME´s and Nordic Food Competence Centres ‐ Ny Nordisk Mad II / Vinnufundur um matarsmiðjur og ný norræn matvæli

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

New Nordic Food

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Workshop on SME´s and Nordic Food Competence Centres  ‐  Ny Nordisk Mad II / Vinnufundur um matarsmiðjur og ný norræn matvæli

Á öllum Norðurlöndunum eru matarsmiðjur sem veita frumkvöðlum og smáframleiðendum ráðgjöf og aðgang að aðstöðu til framleiðslu. Matarsmiðjurnar hafa staðið fyrir námskeiðum, ráðstefnum og aðstoðað við að mynda tengslanet og  starfsreynsluskipti. Í Noregi er 5 slíkar smiðjur sem Nofima rekur með stuðningi Innovation Norway. Á íslandi eru þrjár matarsmiðjur sem Matís rekur í samstarfi við sveitarfélög og atvinnuþróunarfélög. Í Finnlandi er Food Development Competence Cluster hluti af National Centre of Expertise Programme og þar eru fimm matarsmiðjur víðsvegar um landið. Margar slíkar smiðjur eru í Svíþjóð t.d. er að finna ráðgjafamiðstöðvar í Jämtland fyrir bændur sem framleiða mjólk í litlum mæli. Í bænum Östersund sem kosin var „Unesco City of Gastronomy“ árið 2011 er að finna Eldrimner sem er landsmiðstöð fyrir smáframleiðendur í Svíþjóð. Í Danmörku eru margar mismunandi miðstöðvar með svipaða nálgun þ.e. að styðja við frumkvöðla og smáframleiðendur. Markmiðið með þessum vinnufundi var að fulltrúar frá öllum þessum matarsmiðjum mundi hittast og læra hvert af öðru, byggja upp tengslanet og koma með hugmyndir um hvernig starfsemi sem þessi gæti stutt við og eflt „New Nordic Food“.

In all Nordic countries there are competence centres that offer entrepreneurs and very small scale producers services like consultation, processing facilities, courses, seminars, networks, work practice exchanges and more. In Norway there are five centres run by Nofima and supported by Innovation Norway. In Iceland there are three run by Matís in collaboration with local authorities and support agencies. In Finland the Food Development Competence Cluster is a part of the National Centre of Expertise Programme with five food centres around the country. In Sweden there are many centres for example: Resource centre for small scale dairy production in Jamtland. In Östersund the Unesco city of gastronomy 2011 we have „Eldrimner“, the Swedish National Centre for Small Scale Artisan Food Processing giving producers the best possible support.   In    Denmark there are many different centres with the same approach to support entrepreneurs and small scale producers.   The aim of this seminar/workshop was to bring the Competence Centres together for two days to get to know and learn from each other; build a network and to discuss and come with proposals on how these activities can support and strengthen New Nordic Food.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of superchilled processing of whole whitefish – pre‐rigor / Áhrif ofurkælingar á skemmdarferla og geymsluþol heils fisks og flaka

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Aðalheiður Ólafsdóttir, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Sigurjón Arason, Eyjólfur Reynisson, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS Fund of Ministry of Fisheries in Iceland (R 062‐11)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Effect of superchilled processing of whole whitefish – pre‐rigor / Áhrif ofurkælingar á skemmdarferla og geymsluþol heils fisks og flaka

Markmið tilraunarinnar var að rannsaka áhrif ofurkælingar á skemmdarferla og geymsluþol heils fisks og flaka. Rannsókn var gerð á heilum þorski ofurkældum fljótlega eftir veiði og einnig á áhrifum ofurkælingar á flök unnum úr ofurkældum þorski og þorski kældum í ís á hefðbundinn hátt. Notaðar voru hitamælingar, skynmat, efna‐  og örverumælingar til að bera eftirfarandi tilraunahópa saman, en þeir voru geymdir við –1.4 til –1.2 °C meðalhita:

1) NC: heill þorskur kældur í ís

2) SC: ofurkældur heill þorskur

3) NC‐NC: hefðbundin flakavinnsla úr heilum þorski kældum í ís

4) NC‐SC: ofurkæld flök unnin úr heilum þorski kældum í ís

5) SC‐NC: hefðbundin flakavinnsla úr ofurkældum heilum þorski

6) SC‐SC: ofurkæld flök unnin úr ofurkældum heilum þorski

Niðurstöður skynmats benda til þess að ofurkæld vinnsla á heilum þorski geti lengt geymsluþol hans um tvo daga. Ofurkæling á heilum þorski hafði ekki áhrif á sýrustig, vatnsinnihald, vatnsheldni og örveruvöxt í heilum fisk samanborið við fisk sem ekki var ofurkældur í vinnslu. Samkvæmt skynmati var lítinn mun að finna á geymsluþoli mismunandi flakahópa. Geymsluþol var metið 16–18 dagar, sem er nokkuð langur tími fyrir þorskflök. Ferskleikatímabil tilraunahópsins SC‐ SC virtist þó vera heldur lengra en hinna hópanna. Líkt og fyrir heila þorskinn reyndist lítill munur milli flakahópanna m.t.t. örveruvaxtar, efna‐ og eðliseiginleika. Takmarkaðan mun milli tilraunahópa má mögulega skýra með stöðugum og ofurkældum geymsluaðstæðum. Með hliðsjón af því er ráðgert að framkvæma aðra sambærilega tilraun þar sem hermt verður eftir dæmigerðari umhverfishitaferlum í flutningi ferskfiskafurða (0–4 °C) en í þessari tilraun (–1.4 til –1.2 °C).

The main aim of the study was to study the effects of superchilled processing on storage life of both whole fish and fillets. The following experimental groups were evaluated by means of temperature monitoring, chemical‐ and microbial measurements and sensory evaluation, which were stored at mean temperatures of –1.4 to –1.2 °C:

1) NC: non‐superchilled whole cod

2) SC: superchilled whole cod

3) NC‐NC: non‐superchilled fillets from non‐superchilled whole cod

4) NC‐SC: superchilled fillets from non‐superchilled whole cod

5) SC‐NC: non‐superchilled fillets from superchilled whole cod

6) SC‐SC: superchilled fillets from superchilled whole cod

The results from the sensory evaluation indicate that superchilled processing of whole cod can extend shelf life by two days. Differences in values of pH, water content, water holding capacity and bacterial growth between the superchilled and non‐superchilled whole fish groups were minor. Differences in sensory scores between the fillet groups were small. Shelf life was estimated between 16 and 18 days which is quite long shelf life for cod fillets. However, the group SC‐SC seemed to retain freshness a little longer than other groups. As in case of the whole cod, the differences in bacterial count, chemical and physical properties between the fillet groups were small. Very similar fish temperatures between both the whole fish and the fillets groups resulting from the superchilled storage conditions applied may be the main reason for the small differences obtained. Thus, another study with more common temperature conditions during transport and storage of fresh fish (chilled but not superchilled) will be performed.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Efling grænmetisræktar á Íslandi / Increased opportunities in Icelandic vegetable production

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Anna Lára Sigurðardóttir, Vigfús Ásbjörnsson, Sandra Rún Jóhannesdóttir, Gunnþórunn Einarsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Valgerður Lilja Jónsdóttir

Styrkt af:

Atvinnusköpun í sjávarbyggðum

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Efling grænmetisræktar á Íslandi / Increased opportunities in Icelandic vegetable production

Tilgangur þessa verkefnis var að koma augum á tækifæri í innlendri ræktun grænmetis á kostnað þess grænmetis sem innflutt er. Rannsakaðar voru aðstæður grænmetisræktenda á Íslandi og dregið upp á yfirborðið það umhverfi sem þeir búa við. Forkönnun var gerð á mögulegri kortlagningu svæða á Íslandi og leitað var eftir mögulegum upplýsingum sem til væru fyrir slíka kortagerð. Mikið af nothæfum upplýsingum fundust sem eru í eigu aðila sem vilja láta þær af hendi ef út í slíka kortagerð yrði fari Í framtíðinni. Viðamikil rannsókn var gerð á skólamötuneyti og mat sem þar er á borðum. Sú rannsókn var gerð með þeim tilgangi að koma auga á og skapa tækifæri fyrir grænmetisframleiðendur til að auka við sína framleiðslu og fullvinnslu grænmetis fyrir nýjan markhóp sem yrðu skólamötuneyti framtíðarinnar þar sem innlend framleiðsla fengi meira rými.

The purpose of this project was to discover opportunities in local production of vegetables on the cost of imported products in the same industry. The conditions for local producers in Iceland was analysed and the environment around them brought to the surface. An analyses where taken on the possibilities on producing maps for Icelandic vegetable producers where different growing conditions for vegetable production would be brought into one map for the producers to have to see different condition for different vegetable in different areas in Iceland. It was discovered that lot of data is available for such a map which will be available if a production of such a map will take place. A big research was performed on a school canteen with the purpose of discovering opportunities for local producers for entering into this type of market segment in Iceland where the local produced vegetables would get more space.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2011

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Vordís Baldursdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of Fisheries and Agriculture

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2011

Árið 2003 hófst, að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun fyrir óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum til manneldis sem afurðum til lýsis‐ og mjöliðnaðar. Matís hefur verið falin umsjón með vöktunarverkefninu. Tilgangur vöktunarinnar er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Einnig er markmið að safna óháðum vísindagögnum um óæskileg efni í sjávarafurðum fyrir stjórnvöld, fiskiðnaðinn og kaupendur og neytendur íslensks sjávarfangs. Gögnin sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumat og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum.  Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er.   Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar fyrir árið 2011. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla inní eyðurnar. Árið 2011 voru í fyrsta skipti mæld svokölluð PFC efni í íslenskum sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis‐ og mjöliðnaðar, en PFC efni eru yfirborðsvirk efni sem hafa fengið aukna athygli vegna þrávirkni og eitrunaráhrifa þeirra. Einnig voru eftirfarandi efni mæld: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, málmar, auk þess 12 mismunandi tegundir varnarefna. Árið 2011 voru einnig mæld grásleppuhrogn ásamt þorskhrognum, svili og lifur til að meta dreifingu mengandi efna í þessi líffæri. Af PCF efnunum var PFOS eina PFC efnið sem greindist yfir greiningarmörkum og var styrkur PFOS yfirleitt lágur. Eins og áður mældist almennt lítið magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi árið 2011 og ekkert sýni mældist með óæskileg efni yfir viðmiðunarmörkum.

This screening of undesirable substances in seafood products was initiated by the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture in the year 2003. Until then, this type of monitoring had been limited in Iceland. Matis was assigned the responsibility of carrying out the surveillance program, which has now been ongoing for eight consecutive years. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. Further, the aim of the project is to provide independent scientific data on undesirable substances in Icelandic seafood for food authorities, fisheries authorities, industry, markets and consumers. The information will also be utilized for a risk assessment and gathering of reference data. This report summarizes the results obtained in the year 2011 for the screening of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long term project which can only be reached through continuous gathering of data. For this reason, both the undesirable substances and seafood samples are carefully selected each year with the aim to fill in the gaps of the available data. Thus, the project fills in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export.   In the year 2011, PFCs were analyzed for the first time in the edible part of fish, fish oil and meal for feed from Icelandic fishing grounds but PFCs is a group of surfactants that have received increased attention due to their persistency and toxic effects. In addition, data was collected on dioxins, dioxin‐like PCBs, marker PCBs, 12 different types of pesticides, PBDEs and trace metals. Samples collected in 2011 contained generally low concentrations of undesirable substances. The year 2011, lumpfish roes as well as roes, sperm and liver of cod were analyzed in order to estimate the organ distribution of pollutants. PFOS was the only PFC analyzed above limits of detection and its concentration was generally low. These results are in agreement with our previous results obtained in the monitoring program in the years 2003 to 2010. No sample contained undesirable compounds exceeding the maximum level set by the EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif fiskpróteinmeltu á þroska þorsklirfa / The effect of fish protein hydrolysate on the development of cod larvae

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Hólmfríður Sveinsdóttir, Jónína Jóhannsdóttir, Rannveig Björnsdóttir, Oddur Vilhelmsson, Hugrún Lísa Heimisdóttir, Patricia Hamaguchi, Annabelle Vrac, Gunnlaugur Sighvatsson, Steinar Svavarsson, Arnljótur Bjarki Bergsson, Agnar Steinarsson

Styrkt af:

AVS

Áhrif fiskpróteinmeltu á þroska þorsklirfa / The effect of fish protein hydrolysate on the development of cod larvae

Eitt helsta vandamálið við eldi á þorski eru mikil afföll á fyrstu stigum þroskunar og gæði seiða. Markmið þessa verkefnis var að fá heilsteyptari mynd af áhrifum auðgunar fæðudýra með ufsapróteinmeltu á lífefnaferla í snemmþroska þorsk með því að beita myndgreiningaraðferðum og próteinmengjagreiningu. Niðurstöður benda til töluverðrar andoxunarvirkni ufsapróteinmeltu auk nokkurrar áhrifa á bólguvirkni. Afkoma lirfa í eldistilraun var frekar lág þó svo að vaxtarhraði væri alveg viðunandi og lítið væri um alvarlega útlitsgalla. Meðhöndlun með ufsapróteinmeltu reyndist ekki hafa áhrif á afkomu eða galla lirfa en vísbendingar voru um örvun á framleiðslu IgM og lysozyme í meltingarvegi og á yfirborði lirfa. Próteinmengjagreiningar sýndu að meðhöndlun hafði áhrif á tjáningu frumugrindapróteina, próteina sem taka þátt í streitu auk efnaskiptaensímsins ATP‐synthasa. Niðurstöður benda til að notkun ufsapróteinmeltu geti bætt og jafnað gæði seiða ef gæði eggja er ábótavant en þegar notuð eru egg af góðum þá hafi meðhöndlun ekki áhrif.

High larval mortalities and anatomical deformities are among the major obstacles restricting the development of Atlantic cod aquaculture. The present project was aimed at studying the effects of a pollock hydrolysate supplementation during early developmental stages of cod on growth, development and survival. Furthermore, protein expression was evaluated as well as the distribution and intensities of selected parameters of the unspecific immune system. The hydrolysate was found to display antioxidant activity and can be regarded as a feed supplement to the live prey items. The survival from larvae to juvenile in the experiment was relatively poor, with satisfactory larval growth and low incidence of severe deformities. Offering hydrlysate enhanced live prey to larvae did not affect larval survival or development. Treatment resulted in stimulated IgM and lysozyme production. Proteome analysis showed that treatment with fish hydrolysates has an effect on the expression of structural, stress and metabolic proteins. Overall, the results indicate that fortification of the live prey with pollock hydrolysate can result in improved or more even larval quality following poor egg quality, however, with no effects if eggs are of better quality.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þurrkun á síldarflökum / Drying of herring fillets

Útgefið:

01/04/2012

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Guðjón Þorkelsson, Loftur Þórarinsson, Arnljótur Bjarki Bergsson, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Þurrkun á síldarflökum / Drying of herring fillets

Markmið verkefnisins er að skapa virðisaukningu með fullvinnslu á síldarafurðum á Íslandi með því að rannsaka verkferla á þurrkaðri síld til manneldis á erlenda markaði. Rannsakaðir voru markaðir á þurrkaðri síld í Japan og vinnsluaðferðir. Tilraun var gerð með framleiðsluferil sem miðar að því að stytta verkferla í aldagamalli Japanskri þurrkunaraðferð sem kallast Migaki verkun á síld (loftþurrkun).

The projects goal is to create increased value through processing of herring products in Iceland by analyzing production methods of dried herring for human consumption in foreign markets. Analyses where performed on dried herring markets in Japan as well as production methods. Experiment was performed that aims to shorten the procedures of an ancient Japanese method of drying herring known as the Migaki method, (air drying).

Skoða skýrslu

Skýrslur

Auðgaðir sjávarréttir / Enriched seafood

Útgefið:

01/04/2012

Höfundar:

Emilía Martinsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Helga Helgadóttir, Gísli M. Gíslason

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Auðgaðir sjávarréttir / Enriched seafood

Verkefninu Auðgaðir sjávarréttir sem unnið var í samvinnu við fyrirtækið Grím kokk í Vestmannaeyjum og Iceprotein á Sauðárkróki er nú að ljúka. Þar voru þróaðar nokkrar frumgerðir af vörum úr íslensku sjávarfangi og bætt í þær lífefnum eins og þörungaþykkni með skilgreinda lífvirkni, hýdrólysötum til að auka próteininnihald og lýsi til að auka ómega‐3 fitusýrur. Niðurstöðurnar sýna að vel er hægt að auka magn ómega‐3 fitusýra í fiskibollum án þess að það komi niður á bragðgæðum. Sama má segja um íblöndun þörungadufts og einnig tókst vel að auka próteinmagn í fiskbollunum.   Neytendakannanir voru framkvæmdar til að kanna smekk neytenda fyrir frumgerðum í samanburði við hefðbundna vöru sem þegar er á markaði.   Upplýsingar um lífvirku efnin og virkni þeirra hafði áhrif á hvernig fólki geðjaðist að vörunum. Áhrif upplýsinga voru háð ýmsum þáttum, eins og viðhorfum til heilsu og matar og viðhorfum til innihaldsefna í þeirri vöru sem prófuð var. Neytendakönnun á netinu sem yfir 500 manns tóku þátt í sýndu að fólk er almennt jákvæðara gagnvart auðgun ef um er að ræða þekkt hollustuefni á borð við ómega‐3. Einnig að betra er að veita upplýsingar um virkni þó að um þekkt efni sé að ræða, þar sem það eykur á jákvæða upplifun fólks af vörunni. Auðgun með þara virðist einnig vera raunhæfur kostur þar sem upplýsingar um notkunargildi þarans í vöru voru gefnar og svipað má segja varðandi fiskiprótein. Þessar vörur höfða almennt frekar til fólks sem leggur áherslu á hollustu matvæla, sem er nokkuð stór hópur samkvæmt þessum niðurstöðum. Almennt má álykta út frá þessum niðurstöðum að auðgun sjávarrétta sé raunhæfur möguleiki en huga þarf að merkingum og upplýsingagjöf til neytenda. Það má álykta út frá þessum niðurstöðum auðgun sjávarrétta sé raunhæfur möguleiki en huga þarf að merkingum og upplýsingagjöf til neytenda.

Prototypes of seafood dishes enriched with bioactive compounds from the ocean, such as seaweed, fish proteins and fish oil to increase omega‐ 3 fatty acids have been developed to meet market demand. The results show that it is possible to increase the content of omega‐3 fatty acids in fishcakes without negatively affecting the flavour. Also the enrichment of seaweed and fish proteins to increase protein content was successful. Consumers were asked about liking of various prototypes compared to traditional fish dishes. Information on the added compounds and their bio‐activity affected the liking of the consumers. Influence of information depended on various factors like attitudes towards health, food and the added ingredients.   Web‐based consumer survey (500 respondents) showed that consumers were more positive towards enrichment of seafood if well‐known ingredients like omega‐3 were used. The information on health‐effect and bio‐activity was also positive regarding the consumer experience. even though the ingredients was well‐known. Enrichment using seaweed or proteins also seems to be a realistic option based on information of the health effect given. These kinds of products appeal more to consumers emphasising health benefits of their food. It can be stated from the results of the project that enrichment of seafood is a realistic option but labelling and information to consumers is important.

Skýrsla lokuð til 01.04.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþols á ferskum makríl (Scomber scombrus) / Development of QIM and shelf life of fresh mackerel (Scomber scombrus)

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Aðalheiður Ólafsdóttir, Elvar Steinn Traustason, Ásbjörn Jónsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 11 037‐010)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþols á ferskum makríl (Scomber scombrus) / Development of QIM and shelf life of fresh mackerel (Scomber scombrus)

Markmið verkefnisins var að skoða breytingar sem verða í makríl við geymslu á ís. Þróa QIM skala fyrir ferskan makríl og bera hann saman við niðurstöður úr mati á soðnum fiski og QDA (quantitative descriptive analysis) til að ákvarða lok geymsluþols.   Út frá QDA niðurstöðum má álykta að makríll geymdur í 9 daga á ís sé kominn að mörkum geymsluþols. Ferskleikaeinkenni í bragði og lykt (fersk olía) eru þá farin að minnka og skemmdareinkenni (þrái og beiskja) að taka yfir.

The aim of the project was to look at the changes in mackerel at storage on ice. Develop a QIM spectrum for fresh mackerel and compare with cooked fish, QDA (quantitative descriptive analysis) to decide maximum shelf life.   From the QDA results, one can conclude that maximum shelf life for fresh mackerel is 9 days on ice. At that time freshness in taste and odour are decreasing and characteristic of spoilage (rancidity and bitter) dominates.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsluferlar smábáta / Processing in small fishing vessels

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Óðinn Gestsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Vinnsluferlar smábáta / Processing in small fishing vessels

Rétt blóðgun á bolfiski getur haft umtalsverð áhrif á gæði afurða sem framleidd eru.  Sýnt hefur verið fram á að mikill gæðamunur getur verið á vel blóðtæmdum fiski og illa blóðguðum, og getur þeirra áhrifa gætt eftir frystingu afurða. Í þessu verkefni var þróaður búnaður sem nota mætti í smábátum, en myndi tryggja að allir fiskar sem dregnir eru á línu fái sömu meðhöndlun og nægilegan tíma í miklum sjóskiptum meðan blóðtæming á sér stað. Farnar voru samtals þrjár ferðir með Gesti ÍS, sem er 10 tonna línubátur gerður út frá Suðureyri og gerður út af Fiskvinnslu Íslandssögu.  Í síðustu ferðinni var nýr búnaður, Rotex búnaður frá 3X Technology, prófaður.   Niðurstaðan lofar góðu og voru skipverjar sammála um að búnaðurinn uppfyllti allar þeirra kröfur og niðurstaða gefur greinilega vísbendingu um að gæði landaðs afla hafi batnað.  Ískrapi í körum sem fiskurinn er geymdur í þar til hann er unnin, er hreinn og tær en ekki blóðblandaður og mengaður úrgangi úr maga fisksins.

Proper bleeding of cod‐fish may have a significant impact on product quality. It has been shown that proper bleeding of fish can have a great difference on product quality, even after the products have been frozen. This project was to design equipments which could be used in small fishing vessels, and would ensure that all long‐line catch would receive equal handling regarding to bleeding processes. Three trips were made on Gestur IS, which is a 10 tons long‐line fishing vessel operated from Sudureyri and run by Icelandic Saga. The third and last of this test trips, a new equipment from 3X Technology, Rotex mechanism, was tested. The result looks promising and the crew agreed that the machine meets all their requirements and the result gives a clear indication of increased quality of the catch. The slush ice in the fish tubs are kept tide and clean, and devoid of blood water and other smutch from the bleeding operation, often contaminated by guts.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnslueiginleikar mismunandi kartöfluafbrigða / Processing qualities of different potato strains

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, Jónatan Hermannsson, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Irek Klonowski

Styrkt af:

Aðlögunarsjóður Sambands garðyrkjubænda

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur@matis.is

Vinnslueiginleikar mismunandi kartöfluafbrigða / Processing qualities of different potato strains

Ræktuð voru 4 yrki, Annabelle, Milva, Salome og Gullauga. Ræktunin fór fram á Korpu í dæmigerðu mólendi og voru Annabelle og Gullauga með betri uppskeru en hin yrkin, auk þess sem Gullauga var með hæsta þurrefnisinnihaldið.   Yrkin komu mjög mismunandi út úr vinnsluþættinum sem framkvæmdur var hjá Sölufélaginu. Nýting Salóme var langtum best, Gullauga hafði djúp augu sem dró nýtinguna niður, hluti Milvu var skemmdur og var flokkaður frá og lögun Önnubelle kom í veg fyrir góða nýtingu. Í neytendakönnun greindu þátttakendur minni mun á milli kartöfluafbrigða en þeir gerðu í síðustu könnun og var smekkur þátttakenda misjafn. Almennt komu Gullauga kartöflurnar best út úr neytendakönnuninni, munur milli afbrigða var þó einungis marktækur fyrir útlit. Afbrigðin virðast öll enn vera vinnsluhæf eftir geymslu við 5,7°C í hátt í 200 daga frá upptöku, þrátt fyrir að sum afbrigði hafi verið farin að spíra, þó mismikið. Vinnslulega komu Milva, Salome og Gullauga öll ágætlega út nýtingarlega séð en dómarahópurinn var hrifnastur af bragðgæðum Gullauga.

Four different strains of potato were tested in processing of precooked potatoes. The strain Salome had best yield, but the strain Gullauga was best liked by consumers, which is in contrast with previous results.   All four strains still qualified for processing after storage for almost 200 days at 5,7°C, although some strains had started sprouting. The strains Milva, Salome and Gullauga all had good yield, however, group of sensory panellist liked the flavour of Gullauga. 

Skoða skýrslu
IS