Skýrslur

Vinnsla á humarmarningi úr humarklóm / Processing of nephrops lobster claw meat

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Vinnsla á humarmarningi úr humarklóm / Processing of nephrops lobster claw meat

Verkefnið var um nýtingu á áður ónýttu hráefni úr sjávarfangi sem er kjöt úr humarklóm. Verkefnið tók bæði til vinnslu marnings úr humarklóm og fullvinnslu á afurðum úr marningnum. Vinnsluferlar voru skilgreindir með nýtingarstuðlum og hráefni rannsakað. Vinnslueiginleikar marningsins voru rannsakaðir og hann prófaður í tveimur vörutegundum.   Áætluð framlegð var mæld til að meta fýsileika á fullvinnslu á afurðum sem innihalda humarmarning. Leitast verður við að fullnýta allt hráefni sem kemur af humarklónum þannig að virðissköpun verði sem mest í vinnslu á matvælum tengdum humarmarningi úr humarklóm.

A process for isolating mince from nephrops lobster claws was developed and the product tested for microbial, chemical and sensory quality. The mince was tested in two ready to eat products. Production cost, yield and gross margin were calculated in order determine the feasibility of starting up an industrial scale production of the mince as well as for production of ready to eat products.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Breytileiki í fituinnihaldi og eiginleikum þorsks eftir árstíma / Seasonal variation of fatty acid composition of cod flesh

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Verkefnasjóður Sjávarútvegsins

Breytileiki í fituinnihaldi og eiginleikum þorsks eftir árstíma / Seasonal variation of fatty acid composition of cod flesh

Í skýrslunni eru teknar saman niðurstöður mælinga á efnainnihaldi lifrar og þorskvöðva eftir árstíma og veiðislóð. Niðurstöður benda til þess að árstíðabundnar sveiflur í fituinnihaldi vöðva séu tiltölulega litlar. Öðru máli gegnir um lifur, fituinnihald hennar reyndist lægst síðari hluta vetrar og að vori. Á sama tíma var vatnsinnihald hæst.   Breytingar í efnasamsetningu lifrar voru taldar tengjast þeim sveiflum sem verða í hegðunarmynstri og líkamsstarfsemi fisksins í kringum hrygningu.

The report summarizes the results from measurements on chemical composition of liver and muscle of cod as affected by fishing grounds and seasonal variation. The results indicate that seasonal fluctuations in fat content of the muscle are relatively low. On the contrary, fat and water content in liver, varied with season. The fat content was lowest   late winter and in spring. At the same time, the highest water content in liver was observed.   These changes were explained by changes in behaviour and physiological functional of the fish in relation to the reproductive cycle.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting á slógi með tilliti til umhverfisáhrifa

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Hólmfríður Hartmannsdóttir, Ólafur Ögmundarson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Nýting á slógi með tilliti til umhverfisáhrifa

Markmið verkefnisins var að kanna hvort lífríkið í sjónum sé að nýta það slóg sem veiðiskip henda í hafið þegar fiskur er slægður um borð, einnig að kanna hvort nýta megi slóg á arðbæran hátt og hvort það hafi jákvæðari áhrif fyrir náttúruna. Niðurstöðurnar eru þær að það magn slógs sem sett var út í tilrauninni hvar á tilraunatíma og því uppfyllti verkefnið markmið sín. Hins vegar er þörf á meiri rannsóknum á þessu sviði til að hægt sé að áætla hversu mikið magn hafið getur tekið við án þess að af hljótist vandamál vegna lífrænnar ofauðgunar.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting og efnainnihald grásleppu / Utilization and composition of lumpfish

Útgefið:

01/02/2012

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Þuríður Ragnarsdóttir, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Nýting og efnainnihald grásleppu / Utilization and composition of lumpfish

Niðurstöður sem eru birtar í þessari skýrslu eru hluti verkefnisins Bætt nýting hrognkelsafurða. Á vertíðinni 2011 voru tekin sýni af grásleppu sem veidd var í Húnaflóa, Skagafirði og Skjálfanda. Einnig voru fengin sýni af slægðri grásleppu frá tveimur fyrirtækjum. Grásleppan var skorin í fimm hluta og einstakir hlutar voru vegnir. Flakanýting var að meðaltali 14% af heildarþyngd, hrogn voru 30%, lifur 3%, hryggur 6%, slóg 6% og hvelja ásamt haus og sporði 40%. Grásleppuflök voru fiturík (8‐18 g/100g) en lág í próteinum (8‐9 g/100g). Hveljan var aftur á móti fitulítil. Hrogn voru sérstaklega selenrík en þungmálmarnir kvikasilfur, kadmín og blý voru ekki mælanlegir.  

Results in this report are a part of the project Increasing utilization of lumpfish. Sampling was carried out in March to June 2011 in Húnaflói, Skagafjörður and Skjálfandi. Samples were also obtained from two companies. The lumpfish were cut into five parts and the parts were weighed. Fillets were 14% of lumpfish weight, roe were 30%, liver 3%, spine 6%, viscera 6% and skin together with head and tail 40%. Fillets were rich in fat (8‐18 g/100g) but low in proteins (8‐9 g/100g). The skin was however low in fat. Roe were very rich in selenium but the heavy metals mercury, cadmium and lead were below the quantification limits.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla grásleppu á Vestfjörðum / Lumpfish production at West‐ fjords

Útgefið:

15/01/2012

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Óskar Torfason

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Vinnsla grásleppu á Vestfjörðum / Lumpfish production at West‐ fjords

Frá árinu 2012 verður skylt að koma með allan grásleppuafla að landi samkvæmt nýrri reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins, nr. 1083/2010.   Verkefninu „Grásleppa, verðmæti úr vannýttu hráefni“ er ætlað að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum með því að þróa vinnslu á afurðum úr grásleppu til útflutnings. Finna þarf heppilegustu aðferðir fyrir meðhöndlun hráefnisins um borð í bátum, í landvinnslu, við flutning og geymslu.   Tekjur aukast í sjávarbyggðum og því meira eftir því sem meira tekst að selja af aukafurðum grásleppunnar. Mikilvægt er að vöruþróun eigi sér stað til að hámarka tekjurnar. Nýting aukaafurða grásleppu stuðlar að aukinni atvinnu í sjávarbyggðum Vestfjarða. Atvinnan tengist meðhöndlun afla, slægingu, hreinsun, pökkun, frystingu og flutningum. 

From the year 2012 it will be required to bring the whole lumpfish catch to shore, under a new regulation from the Minister of Fisheries and Agriculture, No. 1083/2010. The project „Lumpfish, the value of underutilized species“ is intended to support economic activity in the West‐fjords by developing processing methods for lumpfish export. The aim is also to find the most suitable methods for handling the raw material on board the fishing vessels, at processing side, and through storage and transport.   Income will increase at coastal areas by more product landed and more extra production and export. Further product development is important to maximize revenue. Utilization of lumpfish by‐products contributes to increased employment in West‐fjords costal arias. Jobs related to handling of catch, gutting, cleaning, packing, freezing and transportation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf / Icelandic cereal grain crops for food ‐ Quality, chemical composition and consumer view

Útgefið:

01/01/2012

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Þóra Valsdóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Jón Þór Pétursson, Jónatan Hermannsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Landbúnaðarháskóli Íslands

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf / Icelandic cereal grain crops for food – Quality, chemical composition and consumer view

Hjá Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands var á árunum 2009 til 2011 unnið verkefni um innlent korn til matvælaframleiðslu. Verkefninu var ætlað að stuðla að aukinni notkun á innlendu korni í matvæli. Í þessum tilgangi voru settar saman gæðakröfur fyrir bygg og tekið var saman efni um innra eftirlit fyrir handbækur kornbænda. Einnig voru gerðar efnamælingar á innlendu korni, stutt var við vöruþróun úr korni og viðhorf neytenda til innlenda byggsins voru könnuð. Gæðakröfur fyrir matbygg og bygg til ölgerðar eru settar fram og er þeim ætlað að vera viðmiðun í viðskiptum. Almennan texta um innra eftirlit kornræktenda má staðfæra fyrir einstök býli. Samkvæmt efnamælingum var sterkja í innlenda korninu ekki verulega frábrugðin því sem mældist í innfluttu korni. Mikið var af trefjum í innlenda korninu. Styrkur þungmálma í korni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli var mjög lágur.

A project on the use of Icelandic grain crops for food production was carried out at Matis and the Agricultural University of Iceland in 2009 to 2011. The purpose of the project was to support the increasing use of domestic cereal grain crops for production of foods. To enable this, quality requirements were developed for barley and a handbook on internal control was written for barley processing at a farm. Proximates and inorganic elements were measured, product development was supported and finally the view of consumers towards Icelandic barley was studied.   Quality requirements for barley to be used for food and alcoholic drinks were developed as a frame of reference for businesses. The text for internal control can be adapted for individual farms. The starch in Icelandic grain crops was similar to that of imported crops. The Icelandic grain crops were rich in dietary fiber. The concentrations of heavy metals in the Icelandic crops after the Eyjafjallajökull eruption were very low.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fæðubótarefni úr íslensku þangi / Functional ingredients from Icelandic seaweed

Útgefið:

01/01/2012

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Jón Óskar Jónsson, Jóna Freysdóttir, Patricia Hamaguchi, Halldór Benediktsson, Annabelle Vrac, Hörður G. Kristinsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Fæðubótarefni úr íslensku þangi / Functional ingredients from Icelandic seaweed

Markmið rannsóknarinnar var að þróa vinnslu á fæðubótarefnum úr íslensku þangi með því að hámarka útdrátt og hreinsunarferil lífefna og mæla lífvirkni þeirra. Bóluþangi var safnað mánaðarlega í eitt ár og efnainnihald og lífvirkni mæld í tilraunaglösum og í frumukerfum. Vinnsla fjölfenóla var sköluð upp og geymsluþol rannsakað. Árstíðabundin sveifla í C‐vítamín innihaldi var mjög skýr og náði hámarki um sumarið. Einnig var mikill munur á magni joðs sem var mun hærra um veturinn samanborið við sýni tekin um sumarið. Andoxunarvirkni fjölfenóla var mjög há, bæði mæld sem ORAC og DPPH og í frumum. Niðurstöður rannsókna í angafrumlíkani benda eindregið til bólguhemjandi áhrifa fjölfenóla úr bóluþangi. Magn fucoxanthins mældist að meðaltali lægst um sumarið en hæst um veturinn þó munurinn væri ekki marktækur. Fucoxanthin úr þangi safnað í janúar og júlí mældist með 90% og 80% andoxunarvirkni í frumum.   Niðurstöður þessa verkefnis sýna eindregið að vel kemur til greina að vinna lífvirk efni úr bóluþangi í fæðubótarefni.

The aim of the project was to develop functional ingredients from brown seaweed (Fucus vesiculosus) for use in nutraceutical and functional foods by optimizing extraction of bioactive compounds and characterize their properties to demonstrate possible health benefits. Fucus vesiculosus was collected monthly for one year for chemical characterization and to study bioactivity using in‐vitro chemical and cellular tests. The polyphenol extraction process was scaled up and shelf life of the extract studied. The seasonal variation in vitamin‐C content was clear reaching maximum level during the summer. A large difference was seen in the iodine content which was much higher in the winter compared to the summer.   The antioxidant activity of the polyphenols was high, measured as ORAC and DPPH and in cell models. The dendritic cell (DC) model showed indications of anti‐inflammatory effect of polyphenols. The amount of fucoxanthin was on average lowest in the summer but highest in the winter. Cellular antioxidant activity of fucoxanthin samples from January and July was 90% and 80%, respectively.    The results of this project indicate that it is feasible to produce functional ingredients from Icelandic seaweed.

Skýrsla lokuð til 01.01.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Framleiðsla fisksósu úr íslensku sjávarfangi með gagnlegri gerjun / Fish Sauce produced by useful fermentation

Útgefið:

01/01/2012

Höfundar:

Arnljótur B. Bergsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Alexandra M. Klonowski, Ásbjörn Jónsson, Loftur Þórarinsson, María Pétursdóttir, Sigrún Sigmundsdóttir, Patricia Y. Hamaguchi

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Vaxtarsamningur Austurlands

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Framleiðsla fisksósu úr íslensku sjávarfangi með gagnlegri gerjun / Fish Sauce  produced by useful fermentation

Fisksósa er tær brúnleitur vökvi sem hefur einkennandi lykt og bragð. Fisksósu má framleiða með gerjun fiskmauks og salts með eða án viðbættra hjálparefna. Fisksósa er gjarnan notuð sem bragðbætir við matargerð. Fisksósa var framleidd með 3 aðferðum úr mismunandi hráefnum s.s. aukafurðum flakavinnslu sem og uppsjávarfiski. Sér meðhöndlað íslenskt bygg var auk annars prófað til fisksósuframleiðslu. Sýni úr fisksósum voru metin í skynmati, þ.e. bragð, lykt, litur og grugg. Efnainnihald, amínósýrusamsetning og lífvirkni sýnanna var mæld. Lagt var mat á heimtur við fisksósu framleiðslu. Viðskiptagreining fyrir fisksósu var framkvæmd. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að tekist hafi að framleiða fisksósu sem hægt er að bera saman við sósur sem seljast víða.

Fish sauce is a brownish liquid with distinctive odour and flavour. Fish sauce can be produced with fermentation w./w.o. added enzymes. Fish sauce is commonly used as condiment. Fish sauce was produced by 3 methods from various raw materials e.g. by‐products of fillet production and pelagic species. Koji developed from Icelandic barley was used in trials of fish sauce preparation. Samples of fish sauces went through sensory analyses. Chemical content, free amino acid proportion and bioactivity of the samples were measured. Yield in fish sauce preparation was estimated and business plan was drafted. Results indicate that preparation of fish sauce similar to commonly traded products was successful.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fjölbreytileiki örvera á Íslandsmiðum / Microbial diversity in the Icelandic fishing grounds

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Sveinn Haukur Magnússon, Árni Rafn Rúnarsson, Kristinn Guðmundsson, Erla Björk Örnólfsdóttir, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Fjölbreytileiki örvera á Íslandsmiðum / Microbial diversity in the Icelandic fishing grounds

Fjölbreytileiki örvera í hafinu umhverfis Ísland er að mestu óþekktur en litlar sem engar rannsóknir hafa farið fram til þessa. Í þessari rannsókn var sjósýnum umhverfis landið safnað til greiningar á þéttni örvera með örverugreini (flow cytometry) og á fjölbreytileika þeirra með sameindalíffræðilegum aðferðum. Alls var 504 sjósýnum safnað; 483 sýnum úr vorralli Hafrannsóknarstofnunnar, 16 sýnum úr Breiðfirði og 5 sýnum var safnað norður af Vestfjörðum með sérútbúnum sýnatökubúnaði fyrir botnvörpu. Úr vorrallinu voru valin sýni rannsökuð frekar þau komu af Selvogsbanka, Siglunesi og Langanesi ásamt sitt hvoru sýninu vestan af Látrabjargi og af Hornbanka. Örveruþéttni var mest út af Selvogsbanka þar sem heildartalning var rétt um 1.6 milljón frumur/mL af sjó. Reiknað meðaltal allra sýna var hinsvegar 0.68 milljón frumur/mL. Tegundasamsetning örveruflórunnar var ákvörðuð með mögnun og raðgreiningu á 16S geni baktería. Alls voru 528 raðir raðgreindar sem sýndu 174 ólíkar 16S bakteríuraðir í sýnunum og reyndust 52% þeirra tilheyra áður óþekkum bakteríutegundum. Fjölbreytileiki örveruflórunnar var almennt mikill að undanskildu sýni úr hali togara. Átta fylkingar baktería greindust í sýnunum í mismiklum mæli. Cyanobacteria og Cyanobacteria‐líkar raðir voru ríkjandi í öllum sýnum fyrir utan sýni 353‐0m á Selvogsbanka þar sem hlutfall þeirra var einungis 4%. Þar voru Alpha og Gamma‐protebacteria ríkjandi. Af öðrum fylkingum greindust Flavobacteria reglulega ásamt öðrum hópum í minna hlutfalli.   Munur á örverusamsetningu sjósýna var metinn með höfuðþáttagreiningu á fingrafari örverusamfélaga sem var fengin með t‐RFLP tækni. Heilt yfir var meginmunur á sýnum úr hverri sýnalotu þ.e. úr vorralli, Breiðafirði og hali togara. Breytileikinn innan sýna úr vorrallinu hélst í hendur við sýnatökustað þar sem sýni af Selvogsbankanum sýndu meiri innbyrðis líkindi samanborið við sýnin norðan af Siglufirði og vestan af Íslandi sem voru ólíkari innbyrðis. Úr gögnum fingrafara örverusamfélaga í mismunandi sýnum mátti sjá fylgni á milli ákveðinna breyta í fingrafari samfélagana með umhverfisþáttum sem mældir voru við sýnaöflunina. Hitastig hafði þar mest að segja en einnig flúrljómun og selta. Skimað var fyrir Vibrio. Paramaemolyticus í sjósýnum úr hlýjum sjó sunnan af landinu þar sem yfirborðshit sjávar var milli 8‐10°C. Enginn V. parahaemolyticus greindist í þessum sýnum.   Niðurstöður þessara verkefnis má líta á sem mikilvægan grunn til frekari rannsókna á örverum á Íslandsmiðum. Áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði geta haft mikla þýðingu til lengri tíma litið til að meta áhrif fyrirsjáanlegra umhverfisbreytinga vegna hlýnunar jarðar á lífríki sjávar og nytjastofna á Íslandsmiðum. 

The diversity of microorganisms in the ocean around Iceland is largely unknown and little or no research has been conducted to date. In this study, seawater samples around the country were gathered for analysis concentration and diversity of microorganisms using flow‐cytometry and molecular methods. A total of 504 samples were collected. All samples were analysed with regards to microbial counts while samples from selected areas were investigated further, from Selvogsbanki, Siglunes and Langanes.   Microbial concentrations were highest at Selvogsbanki, where the total counts were around 1.6 million cells/ml. Arithmetic mean of all samples was o.68 million cells/ml. Species composition of microbial flora was determined by amplification and sequencing of the 16S bacterial gene. A total of 528 16S sequences were sequenced, and showed 174 different bacterial sequences. 52% of the sequences belonged to previously unknown bacterial species. Eight divisions of bacteria were detected in the samples. Cyanobacteria and cyanobacteria‐like sequences were predominant in all samples except sample 353‐0m in Selvogsbanki where the ratio was only 4% and alpha and gamma‐ proteobacteria were predominant. Of other ranks identified, Flavobacterium were regularly detected along with other less frequent groups.   The difference in microbial composition in the sea samples was assessed by principal component analysis of the microbial community fingerprint obtained by t‐RFLP technique. Variability within the samples was dependent upon sampling point, samples from Selvogsabanki showed more correlation with other samples from that area  ‐ than with samples from Siglunes or the west coast of Iceland that showed more intrinsic diversity. The community fingerprint and changes in the fingerprint shows correlation to changes in environmental factors measured at sampling. Temperature was the most important environmental factor, along with fluorescence and salinity. Samples from the warmer waters off the south coast were screened for Vibrio parahaemolyticus, but none was detected.   The results of this project can be seen as an important basis for further studies of microorganisms in Icelandic waters. Continued research in this area can be of great importance for the evaluation environmental change and the effects of global warming on the marine environment and exploitable marine species in Icelandic waters.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

UV‐light surface disinfection / Sótthreinsun yfirborða með UV ljósi

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Árni R. Rúnarsson, Eyjólfur Reynisson, Sveinn H. Magnússon, Kristinn Andersen, Viggó Marteinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

UV‐light surface disinfection / Sótthreinsun yfirborða með UV ljósi

Áhrif UV‐geislunar til sótthreinsunar er vel þekkt. UV geislun er banvæn örverum, einkum UV‐C geislun með bylgjulengdir í kringum 260nm (short wave). Geislun á þeirri bylgjulengd veldur skemmdum á uppbyggingu erfðaefnis og kemur í veg fyrir DNA umritun o.þ.a.l. örvervöxt. Þrátt fyrir að áhrif UV ljóss til sótthreinsunar séu vel þekkt er notkun þess til sótthreinsunar við matvælavinnslu tiltölulega ný af nálinni. Þessi skýrsla lýsir prófunum á örveruhamlandi áhrifum af UV lampa á örverumagn á vinnslulínu í kjötvinnslu. Niðurstöður prófana sýna að UV ljós veldur tölfræðilega marktækri fækkun örvera á færibandi vinnslulínunnar. Uppsetning UV lampa yfir færiböndum vinnslulína mun því geta minnkað örverumengun frá færiböndum og vinnsluyfirborðum yfir á hráefni.

The effects of UV‐radiation for disinfection are well known. UV radiation is lethal to microorganisms, especially UV‐C radiation with wavelengths around 260nm (short wave). Short wave UV irradiation causes damage to the structure of DNA and prevents DNA transcription, thereby preventing microbial growth. Although the effects of UV light for disinfection are well known, its use for disinfection in the food processing environment is relatively new. This report describes the testing of the inhibitory effects of UV lamps on microbial growth on conveyor surfaces in meat processing. Test results show that UV light causes a statistically significant reduction in microbial load on the conveyor belt. Installation of UV lamps over conveyors in meat processing can therefore be expected to reduce the transfer of microbial contamination from conveyor belts and processing surfaces onto the raw material.

Skoða skýrslu
IS