Skýrslur

Lágmörkun á vöðvadrepi í leturhumri með ensímhindrun og undirkælingu / Minimizing spoilage in Nephrops in Iceland

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Guðmundur Gunnarsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Heiða Pálmadóttir, Páll Steinþórsson, Vigfús Ásbjörnsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Lágmörkun á vöðvadrepi í leturhumri með ensímhindrun og undirkælingu / Minimizing spoilage in Nephrops in Iceland

Tilgangur þessa verkefnis var að hámarka virkni ensímhindra (hasenósa) með mikilli undirkælingu til minnkunar á vöðvadrepi í leturhumri við Ísland. Metin voru áhrif ensímhindra á gæðaþætti humarsins virkni mismunandi kælimiðla um borð í fiskiskipum við humarveiðar. Afurð verkefnisins er svo skilgreining á vinnsluferli fyrir humariðnaðinn með notkun á ensímhindra og mikilli undirkælingu.

The aim of this project was to maximize the effects of using food grade protein inhibitor (EDTA) with combination of effective ice/seawater cooling to minimize muscle spoilage in nephrops in Iceland. To analyse different effects on nephrops quality factors when using the food grade protein inhibitor (EDTA) and to measure the effects of using different cooling media. The end product of this project is a simple code of practice information for the lobster industry in Iceland on how to use the combination of the food grade protein inhibitor (EDTA) with different cooling media to get the most effects on reducing muscle spoilage in nephrops in Iceland.

Skýrsla lokuð til 01.09.2013

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of cooling and packaging methods on the quality deterioration of redfish fillets

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Aðalheiður Ólafsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

EU IP Chill‐on (contract FP6‐016333‐2)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Effect of cooling and packaging methods on the quality deterioration of redfish fillets

Markmið tilraunarinnar var að meta áhrif krapaískælingar eftir flökun og/eða pökkun í lofttæmdar umbúðir á gæðarýrnun ferskra karfaflaka. Flökin voru geymd við ‐1 °C í 6 daga til að herma eftir vel útfærðum sjóflutningi í frauðplastkössum og svo við 2 °C líkt og gerist eftir afhendingu erlendis og geymslu í smásölu. Fylgst var með vöru‐  og umhverfishitastigi frá pökkun og framkvæmt skynmat, örveru‐ og efnamælingar. Fiskurinn var veiddur að vorlagi og unninn 6 dögum eftir veiði. Niðurstöður sýna að gæði hráefnisins voru ekki sem best við pökkun þar sem þránunarferli (PV og TBARS) var komið vel af stað. Þetta skýrir væntanlega hvers vegna engin af þessum kæliaðferðum leiddi til geymsluþolsaukningar. Einnig kom í ljós að enginn ávinningur fékkst við að kæla flökin óvarin í krapaís þar sem örveruvöxtur og myndun TVB‐N og TMA í flökunum gerðist hraðar við frekari geymslu. Hins vegar virðist vera ákjósanlegra að kæla lofttæmd pökkuð flök í krapaís því þessi aðferð leiddi til hægari vaxtar skemmdarörvera, lægra magns TMA og hægara þránunarferlis. Photobacterium phosphoreum er mikilvæg í skemmdarferli ferskra karfaflaka, óháð pökkunaraðferð.

The aim of this study was to evaluate the effect of slurry ice cooling in process (post‐filleting) and packaging method (+/‐ oxygen) on the quality deterioration of skinned redfish fillets during storage in expanded polystyrene boxes simulating well‐performed sea freight transportation (6 days at ‐1 °C) followed by storage at the retailer (2 °C). Also, to assess the use of vacuum‐packaging to protect the fillets from direct contact with the cooling medium (slurry ice) and to achieve superchilling following extended treatment. Temperature monitoring as well as sensory, chemical and microbial analyses were performed. The fish was caught in the spring and processed 6 days post catch. The results show that quality of the fillets was not optimal at packaging, due to the detection of primary and secondary oxidation products. This may have been the reason why shelf life extension was not achieved by any of the methods evaluated. Further, there was no advantage of cooling the fillets unpacked since this method stimulated microbial growth and formation of basic amines. On the other hand, slurry ice cooling of vacuum‐packaged fillets led to a slower microbial development, the lowest TMA level and delayed autoxidation. Finally, the importance of Photobacterium phosphoreum in the spoilage process of redfish fillets, independently of the packaging method, was demonstrated.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2010

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Vordís Baldursdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of Fisheries and Agriculture

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2010

Árið 2003 hófst, að frumkvæði Sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum til manneldis sem og afurðum til lýsis‐ og mjöliðnaðar. Matís hefur verið falin umsjón með vöktunarverkefninu. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Sömuleiðis er markmiði að safna óháðum vísindagögnum um óæskileg efni í sjávarafurðum fyrir stjórnvöld, fiskiðnaðinn sem og kaupendur og neytendur íslensks sjávarfangs. Gögnunum sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumat og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar fyrir árið 2010. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla inní eyðurnar. Árið 2010 voru eftirfarandi efni mæld í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis‐  og mjöliðnaðar: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, málmar, auk þess 12 mismunandi tegundir varnarefna. Gert var sérstak átak í mælingum á PBDE og málmum árið 2010 og var styrkur þeirra almennt lágur í íslenskum sjávarafurðum. Eins og áður mældist almennt lítið magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi árið 2010. Olía og mjöl gert úr kolmunna á það þó til að vera nálægt eða yfir leyfilegum mörkum fyrir viss efni.

This monitoring of undesirable substances in seafood products was initiated by the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture in the year 2003. Until then, this type of monitoring had been limited in Iceland. Matis was assigned the responsibility of carrying out the surveillance programme, which has now been ongoing for seven consecutive years. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. Further, the aim of the project is to provide independent scientific data on undesirable substances in Icelandic seafood for food authorities, fisheries authorities, industry, markets and consumers. The information will also be utilized for a risk assessment and gathering of reference data. This report summarizes the results obtained in the year 2010 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The monitoring began in 2003 and has now been carried out for seven consecutive years. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long term project which can only be reached through continuous monitoring. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to fill in the gaps in the available data. Thus the project fills in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. In the year 2010, data was collected on dioxins, dioxin-like PCBs, marker PCBs, 12 different types of pesticides, PBDEs and trace metals in the edible part of fish, fish oil and meal for feed. Samples collected in 2010 contained generally low concentrations of undesirable substances. These results are in agreement with our previous results obtained in the monitoring programmes in the years 2003 to 2009. In the year 2010 emphasis was laid on gathering information on the organic compounds PBDEs and inorganic trace elements in the edible part of marine catches as well as in the fish meal and fish oil for feed. The results reveal that the concentrations of PBDEs compounds are in low in fish and fish products for feed. Blue whiting meal and oil can contain undesirable substances in concentration close to or exceeding the maximum level set by the EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Thermal modelling of processing and transport of fresh fish / Hermun kæliferla – LOKASKÝRSLA

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Kristín Valtýsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Tækniþróunarsjóður, Rannsóknasjóður Háskóla Íslands

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Thermal modelling of processing and transport of fresh fish / Hermun kæliferla – LOKASKÝRSLA

Meginmarkmið verkefnisins Hermun kæliferla ‐ varmafræðileg hermun vinnslu‐ og flutningaferla, sem hófst í júní 2008, var að setja fram endurbætur á verklagi og búnaði tengdum flutningi á sjávarafurðum með ferlagreiningu, tilraunum og tölvuvæddum varma‐ og straumfræðilíkönum. Afleiðingar bættrar hitastýringar í vinnslu‐ og flutningaferlum eru aukin gæði, stöðugleiki og öryggi, sem auka um leið verðmæti vörunnar. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Háskóli Íslands, Promens Tempra, Eimskip Ísland, Samherji, Brim (ÚA), Festi, Völusteinn og Eskja. Í þessari skýrslu er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Dæmi um afurðir eru varmaflutningslíkön af ferskfiskafurðum í frauðkassa, sem gera kleift að spá fyrir um fiskhita út frá umhverfishitasögu. Varmaflutningslíkön voru notuð til að endurhanna 3, 5 og 7 kg frauðkassa Promens Tempra með lágmörkun hæsta fiskhita í kössunum undir hitaálagi að markmiði. Tilraunir staðfestu yfirburði nýju kassanna umfram hefðbundnar kassagerðir, bæði m.t.t. hitastýringar og gæða vöru undir hitaálagi. Niðurstöður annarrar tilraunar sýna að geymsluþol ferskra fiskflaka í hornkössum heils bretti í flugflutningskeðju getur verið um 1‐1,5 dögum styttra en flaka í kössum í miðju brettastaflans. Hitadreifing í mismunandi kælikeðjum var kortlögð og sérstök áhersla lögð á forkælingu flaka fyrir pökkun og hitadreifingu í mismunandi tegundum kæligáma með mismunandi hleðslumynstur. 

The main aim of the research project Hermun kæliferla – Thermal modelling of processing and transport of fresh fish, which was launched in June 2008, was to improve technology and practices used for fish processing and transport by means of analysis of chill chains, experiments and computational modelling. Improved temperature control in fish chill chains leads to increased product quality, stability and safety and thereby increased product value. This report describes the main results and products of the project. Examples include heat transfer models of fresh fish fillets packaged in boxes, which can be used to predict product temperature evolution as a function of variable ambient temperature. Numerical heat transfer models were used to optimise the design of 3, 5 and 7‐kg expanded polystyrene boxes manufactured by Promens Tempra with the aim of minimising the maximum fish temperature in boxes under thermal load.  Improved thermal protection of the new box design was confirmed in different experiments, both with regard to lesser product temperature variations and prolonged freshness period and storage life of products. The results from another storage study suggest that the storage life of fresh fish products in a corner box can be more than 1‐1.5 days shorter than in the centre boxes of a full size pallet stack in a real air transport chain, depending on the level of ambient thermal load. Environmental and product temperatures were mapped in different chill chains with special emphasis laid on precooling during processing and temperature distribution in reefer containers of different types and loading patterns. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting hráefna úr jurta‐ og dýraríkinu í fiskafóður

Útgefið:

10/07/2011

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Jón Árnason, Ragnheiður Þórarinsdóttir, Sjöfn Sigurgísladóttir

Styrkt af:

Starfsmenntasjóður félags‐ og tryggingamálaráðuneytisins

Nýting hráefna úr jurta‐ og dýraríkinu í fiskafóður

Fóðurkostnaður í fiskeldi er almennt um 50‐70% af rekstrarkostnaði og er mikill hluti af hráefni í fóður innfluttur. Tilgangur þessarar skýrslu er að taka saman upplýsingar um möguleika á að nýta í fiskeldisfóður innlent hráefni sem fellur til í landbúnaði og sjávarútvegi. Horft er til þess að hráefnin nýtist almennt til fiskeldis og er samantektin ekki bundin við einstakar tegundir. Mögulegt er að nota aukaafurðir frá sjávarútvegi sem fóður í fiskeldi  en hliðarafurðir úr jurtaríkinu þarf helst að meðhöndla til að lækka/eyða háu hlutfalli trefja og hækka próteininnihald. Hugsanlega má nota hliðarafurðir úr jurtaríkinu sem æti fyrir hryggleysingja, bakteríur og sveppi og framleiða þannig próteinríka afurð sem hentar í  fiskafóður.

Feed cost in aquaculture is about 50‐70% of the total cost, and most of the feed is imported. The aim of this report is to gather information about utilizing by‐ products from agriculture and fishing industry as a feed in aquaculture.   By‐products from the fishing industry can be used as feed in aquaculture but it is necessary to lower the level of fibre and increase protein in by‐ products from agriculture. This can possibly be done by using the by‐ products as feed for invertebrates, bacteria and mushrooms and produce protein rich feed for aquaculture.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lífdísel með ljósvirkjandi örverum / Biodiesel from photosynthetic organisms

Útgefið:

01/07/2011

Höfundar:

Sólveig K. Pétursdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson

Styrkt af:

Umhverfis‐ og orkusjóður Orkuveitu Reykjavíkur (UOOR)

Tengiliður

Guðmundur Óli Hreggviðsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudmundo@matis.is

Lífdísel með ljósvirkjandi örverum / Biodiesel from photosynthetic organisms

Markmið verkefnisins var að einangra og rækta ljóstillífandi örverur sem geta nýtt gróðurhúsalofttegundir úr útblæstri jarðvarmavirkjana, þ.e. brennisteinsvetni (H2S) og koldíoxíð (CO2), en skila nýtanlegum afurðum sem hugsanlega mætti nota í lífdísel og fóður. Tveir hópar voru einkum til skoðunar: Í fyrsta lagi ljóstillífandi bakteríur sem nýta H2S og binda CO2 en þola ekki súrefni (anoxygenic). Í öðru lagi ljóstillífandi örþörungastofnar sem binda kolefni úr koldíoxíði og skila frá sér súrefni (oxygenic). Áformað var að verkefnið tæki tvö ár og fékkst styrkur frá UOOR til fyrra ársins. Tilraunir til að einangra og rækta ljóstillífandi, H2S nýtandi, CO2 bindandi bakteríur skiluðu ekki árangri, þannig að efniviður rannsóknanna var einkum örþörungar og blágrænar bakteríur sem voru einangruð í nærumhverfi jarðvarmavirkjana. Tegundir sem fundust voru alls 31 og uxu stofnarnir við mismunandi hitastig.    Vaxtarhraði (g/L/dag) var áætlaður fyrir stofnana og ennfremur litarefnainnihald þeirra (chlorophyll og karoten). “Nile Red”aðferð    til að meta fituinnihald í örþörungum og blágrænum bakteríum var reynd á nokkrum stofnum en þarfnast aðferðaþróunar sem er á áætlun á seinna ári verkefnisins. Frekari tilraunir til að einangra ljóstillífandi bakteríur sem nýta H2S eru einnig á dagskrá seinna árs.

The aim of the project was to isolate and cultivate photosynthetic microorganisms able to utilize emission gases from geothermal power plants, i.e. hydrogen sulfide (H2S) and carbon dioxide (CO2) and return products which may be used in biodiesel production and feed. Two groups were of particular interest: First, anoxygenic, photosynthetic bacteria utilizing H2S and assimilating CO2; and second, oxygenic, photosynthetic CO2 assimilating microalgae and cyanobacteria. The project was planned for two years of which the first year, described in this report, was funded by UOOR.   Attempts made to isolate and cultivate photosynthetic, H2S utilizing, CO2 assimilating micro‐organisms were not successful, thus the research material of the project consisted of microalgae and cyanobacteria strains which were isolated from the close vicinities of geothermal power plants. These consisted of 31 species growing at different temperatures. Growth rate (g/L/day) was estimated for the strains as well as estimates of chlorophyll and carotenoids content. A method for estimates of fat content in microalgae i.e. the Nile Red method was tested on several microalgae and cyanobacteria species. Further development of this method is needed and planned for the next year of the project. Further attempts for isolation of photosynthetic, anoxygenic bacteria species is also planned for the next year of the project.

Lokuð skýrsla / Report closed

Skoða skýrslu

Skýrslur

Eiginleikar sölva. Áhrif staðsetningar og árstíma / Properties of dulse. Influence of location and season

Útgefið:

06/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Eiginleikar sölva. Áhrif staðsetningar og árstíma / Properties of dulse. Influence of location and season

Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum rannsóknar á sölvum sem var safnað frá júní til október 2010 á tveimur ólíkum vaxtarstöðum sölva, á klettaog hnullufjöru (Bolaklettar) og á áreyrum (Fossárvík). Markmið var að fá áreiðanlegar upplýsingar um áhrif staðsetningar og árstíma á útlit, næringargildi, magn snefilefna og steinefna í sölvum á þessum stöðum. Áhrif árstíma og staðsetningar mældust á flesta mæliþætti sem greindir voru, bæði samsetningu og eiginleika. Hversu mikill breytileikinn er, er misjafnt eftir um hvaða þátt er að ræða. Í sumum tilfellum getur það skipt verulegu máli og því mikilvægt að safna sölvum á þeim stöðum og tíma ársins sem hagstæðast er.

Dulse was collected from June to October 2010 at two different locations, rocky shore and at sandbank were the sea was mixed with fresh water. The aim was to collect data on the influence of location and season on the appearance and chemical composition of dulse. Significant differences were found on several attributes. Knowledge of the variability in i.e. colour and protein content assist processors in selecting the most favourable raw material for their product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Málþing um matþörunga 26. febrúar 2011. Greinargerð / Symposium on seaweed for food February 26th 2011. Summary

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson, Róbert A. Stefánsson, Rósa Jónsdóttir

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Málþing um matþörunga 26. febrúar 2011. Greinargerð / Symposium on seaweed for food February 26th 2011. Summary

Opið málþing, Forðabúr fjörunnar, var haldið í Stykkishólmi í febrúar 2011 í því markmiði að hvetja til aukinnar nýtingar þörunga hér við land, tengja saman þá aðila sem hafa verið að vinna á þessu sviði og fá fram hugmyndir að aðgerðum og verkefnum sem stuðla að framþróun í þörungavinnslu. Á málþinginu voru m.a. kynntar niðurstöður nýlegra rannsókna á sviði matþörunga, fyrirtæki kynntu sig og hvatt var til umræðna um tækifæri og stefnumörkun í tengslum við nýtingu á matþörungum við Íslandsstrendur. Tæplega 50 þátttakendur voru á málþinginu og sköpuðust fjölbreyttar umræður. Á málþinginu kom m.a. fram tillaga að stofnun hagsmunasamtaka aðila sem starfa í þörungaiðnaði sem hefði m.a. það hlutverk að stuðla að öflun og miðlun þekkingar og reynslu til og milli félagsmanna.

Symposium on utilisation of seaweed for food was held in Stykkishólmur February 26th 2011. The aim of the symposium was to encourage utilisation of seaweed in Iceland, give stakeholders opportunity to meet and elicit ideas for actions and projects which can contribute to further development of the seaweed industry in Iceland. At the symposium results from recent research on seaweed and seaweed companies were presented. Opportunities and strategy for improved utilisation and value of seaweed were discussed. The first step in establishing Icelandic seaweed consortium was taken.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of temperature control on the efficiency of modified atmosphere packaging of cod loins in bulk

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

EU IP Chill‐on (contract FP6‐016333‐2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Effect of temperature control on the efficiency of modified atmosphere packaging of cod loins in bulk

Markmið tilraunarinnar var að bera saman ferskleika, gæði og geymsluþol undirkældra (CBC) þorskhnakka við geymslu í lofti og í loftskiptum pakkningum (MAP) við stýrt hitastig til að líkja eftir hitasveiflum við flutninga og dreifingu á Evrópumarkaði. Fylgst var með breytingum á samsetningu gassins í pakkningunum og gert skynmat og örveru‐  og efnamælingar. Fiskurinn var veiddur í botnvörpu að vorlagi og unninn þremur dögum frá veiði. Tveggja daga lenging varð á ferskleikatímabili og eins dags á geymsluþoli fisks í loftskiptum pakkningum (2,7 kg í bakka) miðað við loft (3,1 kg) í frauðplasti þrátt fyrir að 0.5 °C munur hafi verið á meðalhitastigi hópanna og var lofthópurinn geymdur við lægra hitastig  (‐0.3 ± 0.9 °C). Mestu hitasveiflurnar leiddu til mestrar styttingar á ferskleika‐ tíma í loftskiptum pakkningum. Þorskhnakkar sem geymdir voru undirkældir við ‐1.1 ± 0.1 °C höfðu 13 daga geymsluþol. Niðurstöður örverutalninga og efnamælinga sýndu hversu mikilvæg Photobacterium phosphoreum er við TMA‐myndun í skemmdarferli þorskhnakka við geymslu bæði í lofti og loftskiptum pakkningum. MAP og undirkæling hægðu á og breyttu skemmdarferlinu. MAP jók drip um 2% á seinni stigum geymslunnar.

The aim of this study was to compare freshness, quality deterioration and shelf life of CBC (combined blast and contact)‐treated cod loins packaged in bulk under different atmospheres (air or modified atmosphere, MA) and stored under different temperature profiles to mimic temperature changes during transport and distribution to European markets. Sensory, chemical, microbial and headspace gas composition analyses were performed regularly. The fish was caught by trawler in the spring and processed 3 days post catch. Following simulation of current sea freight conditions and distribution to European markets, a 2‐day and 1‐day increase in freshness period and shelf life of MA‐packaged fish (2.7 kg in trays), respectively, was observed compared to air‐stored loins (3.1 kg in EPS boxes). This is despite a mean product temperature difference of 0.5 °C between the products, being lower (‐0.3 ± 0.9 °C) for air‐stored fish. Abusive conditions had the greatest impact on the reduction of the freshness period for MAP fish. Superchilled storage of MAP loins (‐1.1 ± 0.1 °C) resulted in a 13‐day shelf life. Evaluation of microbial and chemical indicators emphasised the importance of Photobacterium phosphoreum and TMA formation in the deterioration of cod loins stored in air or MA, while superchilled MAP storage delayed as well as modified the spoilage pattern. MAP increased drip loss by about 2% at late storage.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif þurrkaðferða á eiginleika sölva / Influence of drying methods on the properties of dulse

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Irek Klonowski

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Áhrif þurrkaðferða á eiginleika sölva / Influence of drying methods on the properties of dulse

Þekking á breytum sem stýra gæðum og eiginleikum þurrkaðra sölva (Palmaria palmata) er tiltölulega lítil og á fárra vitorði. Ef auka á nýtingu og breikka notkunarmöguleika á sölvum er mikilvægt er að rannsaka nánar þessar breytur og skjalfesta þær. Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum tilrauna sem höfðu það að meginmarkmiði að bera saman áhrif þriggja ólíkra þurrkaðferða á næringargildi og eðliseiginleika þurrkaðra sölva. Þurrkunaraðferðirnar sem voru bornar saman voru sólþurrkun, ofnþurrkun og frostþurrkun auk þess að áhrif verkunar á sólþurrkuðu sölin voru metin. Sambærilegar breytingar mældust á næringarefnum eftir þurrkaðferð. Helsti munur m.t.t. þurrkaðferða greindist í magni C-vítamíns. Þá var sjáanlegur munur á lit og áferð. Bragðeiginleikar voru ekki mældir en talið er að einhvern mun sé þar að finna. Þrátt fyrir að niðurstöðurnar hafi gefið ákveðin svör þá vöknuðu margar spurningar við túlkun á þeim. Þörf er því talin á því að afla meiri þekkingar á eiginleikum sölva og samspili þeirra við mismunandi vinnsluþætti.

The influence of three different drying methods on selected nutritional and physiochemical properties of dulse were compared; sun drying, oven drying and freeze drying. Similar influence was found on nutritional components. The main difference was found on C-vitamin retention. Difference was found as well in colour and texture. Flavour characteristics were not analysed, however some differences are expected. Despite giving some answers, the results raised many questions on their interpretation. There is a need for extended knowledge on the properties of dulse and their interplay with different processing parameters.

Skoða skýrslu
IS