Fréttir

Er grasið grænna hinum megin?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er viðtal við Margréti Geirsdóttur, verkefnastjóra hjá Matís, um verkefnið Er grasið grænna hinum megin? sem er styrkt af Matvælasjóði.

Ásamt Matís taka þátt í verkefninu Landbúnaðarháskóli Íslands (Lbhí), Bændasamtök Íslands (BÍ) og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML). Verkefnið hófst síðastliðið haust og er til eins árs. Tilgangur þess er meðal annars að afla þekkingar á próteinvinnslu úr íslensku grasi og greina fýsileika á uppsetningu verksmiðju til próteinvinnslu úr grasi á Íslandi. Ávinningur verkefnisins er aukið fæðuöryggi á Íslandi sem fæst með því að auka innlenda próteinframleiðslu til notkunar í fóður og fæðu.

Mynd frá upphafsfundi verkefnisins.Við borðið sitja frá vinstri til hægri: Þórey Gylfadóttir (RML), Þóroddur Sveinsson (LBHÍ), Margrét Geirsdóttir (Matís), Rósa Jónsdóttir (Matís), Jóhannes Sveinbjörnsson (LBHÍ), Eva Margrét Jónudóttir (Matís) og Sæmundur Sveinsson (Matís). Ditte Clausen (RML), Borgar Páll Bragason (RML) og Valur Klemensson (BÍ) tóku þátt rafrænt

Viðtalið má finna í Bændablaðinu á bls 14, hér.

Kynntu þér verkefnið Er grasið grænna hinum megin?, með því að smella á linkinn hér fyrir neðan:


IS