Er grasið grænna hinum megin? Próteinframleiðsla úr grasi

Heiti verkefnis: Grasprótein

Samstarfsaðilar: Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ), Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) og Bændasamtök Íslands (BÍ)

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2022

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Eftirspurn eftir próteinum á heimsvísu færist sífellt í aukana og því má líta til ýmissa leiða til próteinframleiðslu. Ein leiðin er sú að nýta gras sem próteingjafa.

Víða erlendis, þar á meðal í Danmörku hafa verið gerðar rannsóknir á sviði próteinframleiðslu úr grasi með góðum árangri. Í þessu verkefni munu í fyrsta skipti hefjast rannsóknir á þessu sviði á Íslandi sem er afar mikilvægt því ekki er hægt að færa alfarið þekkingu sem skapast hefur erlendis yfir á íslenskar aðstæður. Verkefnið leggur grunn að þekkingu sem hægt er að byggja ofan á með áframhaldandi rannsóknum. Prótein sem unnin eru úr grasi er bæði hægt að nýta sem fóður og fæðu. Einnig hafa rannsóknir sýnt að hrat úr próteinvinnslu er nýtanlegt sem fóður svo hliðarafurðir framleiðslunnar eru í raun engar.

Verkefninu er ætlað að

  1. Afla upplýsinga um próteinheimtur, amínósýrusamsetningu, vinnslueiginleika grass af mismunandi yrkjum og á mismunandi slátturtíma
  2. Setja upp vinnsluferla fyrir einangrun próteina úr grasi
  3. Afla þekkingar á próteininnihaldi og eiginleikum einangraðs próteins úr grasi
  4. Greina fýsileika á uppsetningu verksmiðju til próteinvinnslu úr grasi á Íslandi

Ávinningur verkefnisins er aukið fæðuöryggi á Íslandi sem fæst með því að auka innlenda próteinframleiðslu til notkunar í fóður og fæðu. Hér liggja í augum uppi tækifæri til aukinnar nýtingar óræktaðs landsvæðis sem bæði skapar verðmæti, styrkir landbúnað sem atvinnugrein og hinar dreifðu byggðir.