Vaxandi þörf er fyrir matvæli sem framleidd eru á sjálfbæran hátt.
Meginmarkmið verkefnisins SusKelpFood er finna og útfæra lausnir fyrir sjálfbæra framleiðslu á öruggum og næringarríkum hráefnum úr ræktuðum þara fyrir norrænan/evrópskan matvælaiðnað. SusKelpFood byggir á núverandi þekkingu til að takast á við áskoranir sem tengjast nýtingu þara, og stórþörunga almennt, í matvæli. Vinnsluaðferðir eftir uppskeru þara (t.d. gerjun) verða prófaðar og valdar með matvælaöryggi, næringarefnainnihald og skynmatseiginleika að leiðarljósi. Umhverfisáhrif nýrra virðiskeðja verða greind með lífsferilsgreiningu (LCA). Mat verður gert á sjálfbærni framleiðslunnar í víðara samhengi, þar á meðal út frá lýðheilsu-, loftslags- og samfélagsþáttum. Við sjálfbærni greiningu verður stuðst við RRI (Responsible Research and Innovation) aðferðafræði.
SusKelpFood er styrkt af Rannsóknamiðstöð Noregs ( Forskningsraadet) og er samstarfsverkefni fyrirtækja, háskóla og rannsóknafyrirtækja í Noregi, Danmörku og á Íslandi.
SusKelpFood verkefninu lauk í desember 2024. Nú þegar hafa 11 ritrýndar vísindagreinar verið birtar, meðal annars um aðferðir til að draga úr joði í beltisþara og hvaða áhrif það hefur á bragðgæði. Fleiri ritrýndar greinar eru í farvatninu. Auk þessa hafa verið gefnar út skýrslur og birtar greinar í fjölmiðlum.
Allar upplýsingar um útgáfu tengdri verkefnavinnu í SusKelpFood má finna á vefsíðu verkefnisins https://www.suskelpfood.com/publications/