Líkt og Bændablaðið greindi frá í nýjasta tölublaði sínu þá er nú unnið að því hjá Matís að greina nákvæmlega næringargildi og nýtingarhlutfall lambakjöts og aukaafurða lambaskrokka.
Mælingar á næringarefnum fara fram á kjöti, innmat og líffærum. Áhersla er á mælingar á próteini og fitu sem ákvarða orkugildið en einnig fara fram mælingar á vatni, heildarmagni steinefna og völdum vítamínum og steinefnum.
Verkefnið er umfangsmikið og gefur ómetanlegar upplýsingar um næringargildi hvers kjötparts fyrir sig. Með nýjum gögnum verður hægt að bæta kostnaðar- og framlegðarútreikninga við úrvinnslu og mat á afurðarverði.
Lestu greinana í heild sinni, hér.
Kynntu þér verkefnið nánar hér: