Jónas Rúnar Viðarsson sviðstjóri verðmætasköpunar hjá Matís er um þessar mundir staddur á North Atlantic Seafood forum (NASF), í Bergen Noregi.
Líkt og 200 mílur á mbl.is greina frá í dag þá fjallar Jónas um það í erindi sínu hversu mikilvægir nýir próteingjafar eru fyrir vaxandi fóðurframleiðslu fyrir laxeldi.
Á ráðstefnunni kynnti Jónas SYLFEED verkefnið sem unnið er að hjá Matís og er markmið verkefnisins að þróa og hanna virðiskeðju til framleiðslu á próteini úr skógarafurðum. Innflutningur á próteini til notkunar í fóður nemur um 70% í Evrópu og verður afurðin af SYLFEED verkefninu notuð sem hágæða prótein í fiskafóður til þess að stemma stigum við þessum vaxandi innflutning.
Jónas fór einnig í erindi sínu yfir ný prótein úr örþörungum, einfrumungum og skordýrum.
Lestu fréttina á mbl.is hér.
Kynntu þér SYLFEED verkefnið nánar hér: