Fréttir

Matvælið - hlaðvarp Matís

Saltfiskur fyrr og nú

Kolbrún Sveinsdóttir verkefnastjóri hjá Matís er gestur í Matvælinu, hlaðvarpsþætti Matís. Í þættinum er farið um víðan völl þegar kemur að saltfiski, sögu hans og menningu.

Kolbrún segir okkur frá þeim verkefnum sem Matís hefur unnið að í tengslum við saltfiskinn og hvað vakti áhuga hennar á þeirri vinnu. Farið er yfir algengan misskilning um að saltfiskur eigi að vera mjög saltur og spáð er í það afhverju fullsaltaðar fiskiafurðir séu ein af verðmætustu útflutningsvörum okkar Íslendinga, en þó nýtur saltfiskurinn ekki vinsælda hér heima.

Ætti saltfiskurinn að vera Íslendingum líkt og parmaskinka er Ítölum og hvað þarf að gerast til að saltfiskinum sé gert hærra undir höfði hjá landsmönnum?

Ekki láta þennan þátt framhjá þér fara. Hlustaðu í þáttinn í heild sinni hér:

Þáttastjórnandi: Hildur Ýr Þráinsdóttir

Samstarfsaðilar verkefnisins eru: Íslandsstofa, Íslenskir saltfiskframleiðendur, Klúbbur matreiðslumeistara, Møreforsking AS.

Verkefnið er styrkt af: AG-Fisk (Arbejdsgruppen for Fiskerisamarbejdet) á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, AVS Rannsóknasjóður.

IS