Fréttir

Skýrsla um greiningu á magni lífrænna áburðarefna á Íslandi og tækifæri til aukinnar nýtingar

Rannsóknar- og nýsköpunarverkefnið Sjálfbær áburðarframleiðsla – heildstæð nálgun á hringrásarhagkerfi var styrkt af Markáætlun Rannís í byrjun árs 2021 þar sem samstarfshópurinn kannar leiðir til að nýta staðbundnar lífrænar auðlindir, aukaafurðir úr ýmiskonar framleiðslu og ferla til að framleiða sjálfbæran áburð fyrir íslenskan landbúnað og landgræðslu.

Þessi skýrsla er einn liður í verkefninu þar sem gerð var úttekt á þeim lífræna úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði út frá magni og næringarsamsetningu.

Markmið þessarar skýrslu voru eftirfarandi:

  • Að bera kennsl á og reikna út magn lífræns úrgangs sem fellur til á Íslandi og gæti nýst í framleiðslu á áburði. reikna út magn lífræns úrgangs sem fellur til á Íslandi og gæti nýst í framleiðslu á áburði.
  • Að reikna út magn næringarefna (nitur, fosfór og kalí) í lífrænum úrgangi samkvæmt mælingum sem framkvæmdar voru í verkefninu ásamt innlendum og erlendum heimildum þar sem upplýsingar vantaði.
  • Að koma með tillögur og greina hvar helstu tækifæri liggja í aukinni notkun á lífrænum úrgangi til áburðarframleiðslu á Íslandi.

Smelltu á skýrsluna til að lesa hana í heild.

Skýrslan er gefin út af Matís en samstarfsaðilar í verkefninu eru Landgræðslan, Landbúnaðarháskóli Íslands, Atmonia, landsvirkjun og Hafrannsóknastofnun.

Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast á verkefnasíðu þess hér: Sjálfbær áburðarframleiðsla – heildstæð nálgun á hringrásarhagkerfi

IS