Sjálfbær áburðarframleiðsla – heildstæð nálgun á hringrásarhagkerfi

Heiti verkefnis: Sjálfbær áburðarframleiðsla – heildstæð nálgun á hringrásarhagkerfi

Samstarfsaðilar: Atmonia, Landbúnaðarháskóli Íslands, Hafrannsóknastofnun, Landgræðslan og Landsvirkjun

Rannsóknasjóður: Markáætlun Rannís

Upphafsár: 2021

Tengiliður

Jónas Baldursson

Verkefnastjóri

jonasb@matis.is

Notkun áburðar í landbúnaði eykur heimtur og leggur grunn að fæðuöryggi, staðbundið og á heimsvísu. Áburðarframleiðsla er hins vegar ekki sjálfbær. Hún losar gróðurhúsalofttegundir og er á barmi þess að þurrausa ýmsar takmarkaðar auðlindir.

Kortlagning og þróun hringrásar-hagkerfis ferla til sjálfbærrar framleiðslu áburðar með nýtingu tilfallandi aukaafurða frá ýmsum iðnaði er þess vegna nauðsynlegt skref í átt að sjálfbærni og fæðuöryggi. Í þessu verkefni mun hópur íslenskra fyrirtækja, stofnana og annarra aðila leita bestu leiða til að nýta íslenskar auðlindir, aukaafurðir frá ýmsum iðnaði og sjálfbæra framleiðsluferla til að framleiða sjálfbæran áburð fyrir íslenskan landbúnað og landgræðslu. Aðal áherslan verður á megin næringarefnin N, P, K og S. Mykja, slóg, fiskeldisseyra, molta, seyra og botnfalls S frá Kröfluvirkjun, til viðbótar við ammóníak frá Atmonia ferlinu verður nýtt við rannsóknirnar.

Hagnýting niðurstaðna verkefnisins getur haft umtalsverð áhrif til lækkunar á sótspori landsins og aukið fæðuöryggi. Endurnýting hráefnis og notkun úrgangs mun lækka rekstrarkostnað bænda umtalsvert, byggja upp ný störf á Íslandi og minnka innflutning og eyðslu gjaldeyris.

Hér má lesa frétt og skoða myndir frá tilraunavinnu í verkefninu: Nýta fiskeldismykju, manna seyru, moltu, brennistein og fleira

Skýrsluna má nálgast hér: Greining á magni lífrænna áburðarefna á Íslandi og tækifæri til aukinnar nýtingar.

Hlaðvarpsþátt um verkefnið, má nálgast hér: