Undanfarið hefur verið töluverð umfjöllun um stöðu íslenskra bænda, þá sérstaklega sauðfjárbænda, og var til dæmis mjög góð frétt á RÚV fyrr í vikunni. Lágt afurðaverð og erfitt rekstrarumhverfi gerir það að verkum að margir bændur ná ekki endum saman með því fyrirkomulagi sem nú er við lýði hér á landi.
Í þessu ljósi er mikilvægt að líta til þess hvað bændastéttin sjálf getur gert og ekki síður hvað íslensk stjórnvöld geta gert til þess að bændur hafi betri tækifæri til að stunda sinn rekstur með ábátasömum og sjálfbærum hætti. Ýmislegt er hægt að gera, sem ekki þarf að kosta íslenska ríkið nokkuð, og má þar nefna fyrst breytingar á íslensku laga- og reglugerðaumhverfi.
Bændur hafa lengi kallað eftir rýmri reglum er snúa að heimaslátrun og vinnslu verðmætra afurða heima á býli. Heimaslátrun er leyfði í dag en ekki er heimilt að selja eða dreifa afurðum af þeim dýrum sem slátrað hefur verið heima. Nýtt hugtak, örslátrun, er heimaslátrun sem er tiltölulega lítil í umfangi, en heimilt er að selja og dreifa verðmætum afurðum til almennings. Slíkt mun skapa heilmikla tekjumöguleika fyrir bændur, ekki síst fyrir þær sakir að ferðamenn sem sækja Ísland heim hafa mikinn áhuga á því að kaupa afurðir milliliðalaust af bændum. Til þess að breytingar á lögum og reglum sem heimila slíkt geti átt sér stað er mjög mikilvægt að áhættumat sé framkvæmt. Neytandinn á alltaf að njóta vafans og því er mikilvægt að fá upplýsingar um mögulega hættu sem fylgir því að leyfa örslátrum heima á býli með dreifingu eða sölu í huga. Reyndar er það svo að slík slátrun er nú þegar leyfð til dæmis í Þýskalandi með góðum árangri.
Matís hefur í gegnum tíðina stutt við bakið á bændum í viðleitni bænda til nýsköpunar og hafa fjölmörg verkefni verið unnin með fjárstuðningi frá hinum ýmsu opinberum sjóðum.
Má þar nefna sem dæmi:
Til að tryggja gæði kjötsins:
- Áhrif kynbóta og meðferðar fyrir og eftir slátrun á gæði lambakjöts. Í samstarfi við LBHÍ; RML og H.Í (og SLU).
- Ráðgjöf um rétta meðhöndlun frá fjalli á borð neytenda til að tryggja að gæði kjötsins.
Vöruþróun og aukin verðmæti kindakjöts:
- Þróun á hráum og gerjuðum pylsum úr kindakjöti
- Ráðgjöf fyrir Markaðsráð kindakjöts
- Vöruþróun sem liður í nýsköpun norræna lífhagkerfisins
- Aðkoma að uppbyggingu handverksláturhúss að Seglbúðum
Fræðsla og starfsþjálfun
Kjötbókin – www.kjotbokin.is Matís fræðsla á netinu – matis.online/
- Heimavinnsla kindakjöts. Allur pakkinn
Sjö afmörkuð námskeið:
- Örverur í kjöti
- Slátrun og kjötmat
- Sögun, úrbeining og marinering
- Söltun og reyking
- Hráverkun og pylsugerð
- Umbúðamerkingar matvæla og pökkun
- Leyfismál, gæðahandbók, innra eftirlit og stofnun fyrirtækja
Kennsla við LBHÍ
- Búvísindadeild – Gæði og vinnsla búfjárafurða
- Bændadeild – Heimavinnsla
Til að tryggja öryggi neytenda
- Rannsókn á magni Fjölhringa kolvetnasambanda (PAH) í hefðbundnu reyktu hangikjöti
Magn og áhrif vinnsluþátta á magn fjölhringa kolvetnasambanda (PAHs) var rannsakað. Mæliaðferð var breytt svo hún varð áreiðanlegri, fljótlegri og hagkvæmari. Styrkur benzo[a]pyrene (BaP) and ∑PAH4 í sneiðum af hangikjötslærum var í öllum tilvikum undir hámarksgildum í reglugerð Evrópusambandsins (EU) 835/2011. Engin munur var í styrk PAHs í hangikjöt úr kjötvinnslum og frá smáframleiðendum. Hægt er að minnka áhættuna á að komast í snertingu við PAH efni í hangikjöti með því reykja í stuttan tíma, skera yfirborð kjötsins frá fyrir neyslu og með því að sía reykinn með grisju. Samsetning reykgjafa og reykaðferð hafði mest áhrif á breytileikann í styrk PAH efna í hangikjöti.
Matarlandslagið
Matís vinnur nú að verkefni sem felst í kortlagningu á matarlandslagi Íslands á veflægu formi. Í því felst að unnin er heildarskrá yfir frumframleiðslu á Íslandi og mun kallast Matarlandslagið á íslensku en EatIceland á ensku. Skráin mun sýna fjölda frumframleiðenda og dreifingu þeirra um landið myndrænt á vefnum og hægt verður að flokka þá eftir ýmsum breytum og skoða frekari upplýsingar um hvern þeirra. Matarlandslagsvefurinn fer í loftið fljótlega.
Stefnumót hönnuða og bænda
Stefnumót hönnuða og bænda var nýsköpunarverkefni Listaháskóla Íslands, í samstarfi m.a. við Matís, þar sem vöruhönnuðum og bændum var teflt saman með það að markmiði að þróa matarafurðir í hæsta gæðaflokki.
Rannsóknarverkefnið byggðist á þverfaglegri samvinnu þar sem hönnunarteymið og býlið vinna með sérfræðingum Matís, matreiðslumeisturum og Innovit. Í ferlinu er mikið lagt upp úr því að skapa vörunni sterka sérstöðu og heildarupplifun.
Og fleira
- Matarmarkaður Hofsósi – http://www.matis.is/matis/frettir/baendamarkadurinn-a-hofsosi-lau.-28.-juli-kl.-13-16
- Blockchain með Advania – http://www.matis.is/matis/frettir/vidskipti-med-lambakjot-i-blockchain-taekni
- Örslátrun heima á býli – samtalsvettvangur Matís og bænda – http://www.matis.is/matis/frettir/getur-ahaettumat-studlad-ad-beinum-vidskiptum-baenda-med-kjot-og-kjotafurdir
- Samvinna við Beint frá býli um ráðgjöf – http://www.matis.is/matis/frettir/beint-fra-byli-og-matis-undirrita-samstarfssamning
- Og ótaldir eru fundir, fyrirlestrar og hin ýmsu námskeið sem Matís hefur boðið upp á í gegnum tíðina.
Ítarefni um landbúnaðartengd verkefni unnin í samstarfi við Matís
- http://www.matis.is/matis/frettir/heimavinnsla-afurda-orslaturhus
- http://www.matis.is/matis/frettir/hvada-mali-skiptir-heimaslatrun-fyrir-baendur
- http://www.matis.is/matis/frettir/getur-ahaettumat-studlad-ad-beinum-vidskiptum-baenda-med-kjot-og-kjotafurdir-1
- http://www.matis.is/matis/frettir/viltu-kaupa-heimaslatrad
- http://www.matis.is/matis/frettir/fra-fjalli-ad-kjotvinnslu
- http://www.matis.is/matis/frettir/getum-vid-nytt-geitastofninn-betur
- http://www.matis.is/matis/frettir/eru-vannytt-taekifaeri-i-hrossakjotinu
- http://www.matis.is/matis/frettir/nytt-verkefni-hja-matis-thang-sem-fodurbaetir-fyrir-mjolkurkyr
- http://www.matis.is/matis/frettir/eru-kjuklingafjadrir-vannytt-audlind
- http://www.matis.is/matis/frettir/studningur-vid-smaframleidendur-hefur-sjaldan-verid-mikilvaegari
- http://www.matis.is/matis/frettir/ahugaverd-frett-um-vin-ur-mjolk
- http://www.matis.is/matis/frettir/virkilega-ahugaverd-radstefna-um-malefni-landbunadar