Hröðun hringrásar vatns í matvæla- og drykkjariðnaði víðsvegar um Evrópu
Meginmarkmið AccelWater verkefnisins er að hámarka nýtingu á ferskvatni í matvælaiðnaði með notkun á vatns-úrgangs-orku samvægi með því að koma á framfæri nýstárlegri endurheimtun og endurnotkun vatns og gervigreind sem gerir kleift að fylgjast með og stjórna tækni sem mun leyfa notkun á endurunnu frárennslisvatni í framleiðslu á mat og drykkjum. Að sama skapi mun það auka úrgangs og orku endurheimtun, hagræðingu og stjórnun, og þar af leiðandi mun það leiða til aukinnar umhverfislegrar sjálfbærni, sparnaðar og þróunar á virðisaukandi afurðum og virðiskeðjum gegnum betri hráefnis nýtingu.
Íslenska teymið sem tekur þátt í Accelwater vinnur að tilraunum í fiskvinnslu og landeldi. Markmið þeirra er að bera kennsla á hliðarstrauma og verðmæt efni í vinnsluvatni ásamt því að finna heppilegar aðferðir til nýtingar þeirra til virðisaukningar. Einnig að meta þörf á notkun auðlinda (vatn og orku) við vinnslu og í eldi með það fyrir augum að draga úr notkun og auka endurnýtingu eftir því sem við á.
Heimasíða verkefnisins er eftirfarandi:
https://www.accelwater.eu/
Samfélagsmiðlasíður verkefnisins eru:
Facebook: https://www.facebook.com/AccelWater
LinkedIn: https://www.linkedin.com/company/accelwater/
Twitter: https://twitter.com/AccelWater