Markmið verkefnisins Algae Workshop var að bjóða uppá faglegt þjálfunarnámskeið í ræktun þörunga og líftækni innan Evrópu.
Breiður hópur hagsmunaaðila, nemendur, rannsakendur að hefja starfsferil, verkfræðingar og frumkvöðlar fengu kynningu á stöðu þekkingar í rannsóknum og þróun ásamt viðskiptatækifærum innan þörungaiðnaðarins.
Þrátt fyrir að vera enn nýr af nálinni er þörungaiðnaðurinn í hröðum vexti bæði á Íslandi og um allan heim.
Nýar afurðir, aðferðir og tækifæri eru að koma fram og er þörf á menntuðu og þjálfuðu starfsfólki og frumkvöðlum til að fullnýta möguleika iðnaðarins.
Vinnustofan var áður haldin á Ísland, í Bretlandi og Þýskalandi af sömu samstarfsaðilum árin 2018 og 2019 en var sniðin að fjarfundaruppsetningu fyrir 2020.