Bætt nýting hliðarstrauma í virðiskeðjum botnfisks í Noregi

Heiti verkefnis: SUPREME

Samstarfsaðilar: Sintef, NTNU, Scanbio, Quarry salmon, Nordic Wildfish, and PG flow solutions

Rannsóknasjóður: Norska rannsóknarráðið (Norges Forskningsråd)

Upphafsár: 2019

Þjónustuflokkur:

botnfiskur

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

SUPREME er rannsókna og nýsköpunarverkefni sem er styrkt af norska rannsóknaráðinu, og er því ætlað að vinna að því að auka nýtingu og verðmætasköpun úr hliðarstraumum sem myndast í virðiskeðjum botnfisks í Noregi. Í verkefninu er m.a. unnið að þróun lausna fyrir meðhöndlun um borð í veiðiskipum, flutninga og vinnslu hráefna frá úthafsflota Norðmanna.

Vænst er þess að niðurstöður SUPREME verkefnisins munu hjálpa til við að veita norskum botnfiskiðnaði ný markaðstækifæri, aukna framlegð og stærri markaðshlutdeild í hliðarafurðum sjávarfangs.

Hlutverk Matís í verkefninu er meðal annars að miðla þekkingu frá Íslandi og öðrum þeim löndum sem skara sig fram úr í fullvinnslu sjávarafurða. Hefur Matís einnig komið að vöruþróun og að því að rýna virðiskeðjur norsks botnfisks. Hefur Matís gefið út eftirfarandi skýrslur í verkefninu:

Kortlagning virðiskeðju norsks bolfisks

Greining á virðiskeðjum norsks bolfisks og tillögur að úrbótum