Markmið verkefnisins er að umbreyta vannýttum hliðarstraumum í landbúnaði í verðmætt fiskeldisfóður.
Meðal þeirra hliðarstrauma sem kannaðir verða eru gras og fjaðrir alifugla en þeim verður umbreytt með því að nota það sem fóður fyrir fjórar tegundir skordýra. Í framhaldi af fóðrun skordýranna með fjöðrum og grasi verða þau svo unnin í og nýtt í gerð fiskafóðurs. Í verkefninu verður lögð áhersla á að auka sjálfbærni í landbúnaði og fiskeldi með aukinni nýtingu á vannýttum hliðarstraumum, en til að mæla þann afrakstur verður aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA) beitt .