BlueProject

Heiti verkefnis: Blue Project, Bioeconomy, PeopLe, SUstainability, HEalth

Samstarfsaðilar: MATÍS, Ísland GUIMARPEIXE – Comércio de Produtos Alimentares, S.A., Portúgal TINTEX Textiles, S.A., Portúgal UNIVERSIDADE DO MINHO, Portúgal INSTITUTO POLITÉCNICO DE VIANA DO CASTELO, Portúgal CÂMARA MUNICIPAL DE ESPOSENDE, Portúgal AEP - Associação Empresarial de Portugal, CCI, Portúgal VISUAL THINKING - Digital Organization, Lda, Portúgal

Rannsóknasjóður: EEA Grants/Iceland Liechtenstein Norway grants/Bluegrowth Programme

Upphafsár: 2022

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Megin viðfangsefni BlueProject tengist fisktegundinni „Sarrajão“ (Sarda sarda), sem finnst undan ströndum Portúgals. Þessi fisktegund er hinsvegar ekki markaðssett í dag til manneldis þar sem hún hefur töluvert magn af beinum og þykkt roð sem erfitt er að fjarlægja.

Hinsvegar er næringargildi sarrajão töluvert hátt. Meginmarkmið verkefnisins eru þrjú: (1) að þróa vinnslu til að framleiða flök úr sarrajão; (2) þróa nýjar virðisaukandi afurðir úr hliðarafurðum flakavinnslunnar; og (3) veita sveitarfélögum tæki til að styðja portúgalska borgara framtíðarinnar til að taka betri ákvarðanir varðandi mat sem þeir borða með tilliti til eigin heilsu og áhrifa á staðbundin hagkerfi.

Megináherslur Matís í verkefninu eru að stuðla að áhuga, fræðslu og valdeflingu næstu kynslóðar í átt að hollum og sjálfbærum matarvenjum í Portúgal í gegnum Krakkar Kokka (e. Kids Cuisine) hugmyndafræðina sem áður hefur verið þróuð, prófuð og innleidd í íslenskum grunnskólum. Þetta verður gert með því að þýða Krakka Kokkar skemmtimenntarefnið yfir á ensku og portúgölsku, deila reynslu og aðstoða við að innleiða Krakka Kokka hugmyndafræðinni í portúgalska grunnskóla. Fræðsluefnið er aðgengilegt hér fyrir neðan.