D styrktur Dropi – Frá hæstu hæðum að dýpstu djúpum

Heiti verkefnis: D styrktur Dropi - Frá hæstu hæðum að dýpstu djúpum.

Samstarfsaðilar: True Westfjords

Rannsóknasjóður: Lóa Nýsköpunarsjóður

Upphafsár: 2021

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Þróa á nýja vöru, D3 styrkt Dropa lýsi sem uppfylla mun dagsþörf fyrir D3 vítamín, en nýjustu rannsóknir sýna mikilvægi þess gagnvart smitsjúkdómum og bólgusjúkdómum.

Sem uppsprettu D3 hyggjumst við nota fléttur svo sem hreindýramosa og fjallagrös. Við munum þróa úrdrátt með nýjustu tækni, hanna framleiðsluferil fyrir veganvottað D3 vítamín og prófa afurðir í forminu „Vitamin-D fortified Cod liver oil Capsules“ á Bretlandsmarkaði. 

Öll hráefni eru vestfirsk. D3 vítamín virðist styrkja ósérhæfða hluta ónæmiskerfisins, meðal fólks sem býr á norðlægum slóðum. Um það bil 1000 til 2000 alþjóðlegar einingar  ættu að vera öruggar til neyslu en fólk ætti ekki að taka stærri skammta vegna hættu á bælingu í virkni T-frumna, samkv. New Scientist, mars 2020.  Ef allir í Bretlandi tækju D-vítamín sem fæðubót gæti tilfellum öndunarfærasýkinga, á borð við kvef og flensu, fækkað um rúmar þrjár milljónir á hverju ári samkvæmt rannsóknargögnum sem safnað var frá 11.000 manns. Rannsóknin birtist í BMJ árið 2017. Fiskafurðir eru helsta uppspretta D3 og þorskalýsi er þar fremst í flokki, en styrkur A vítamíns takmarkar upptöku. Hægt er að styrkja lýsi með D3 en það er unnið úr ullarfitu sem stór hópur kaupenda telur óæskilegt. Ekki er mikið um D3 í jurtaríkinu en það er helst að finna í fléttum. Það vill svo til að eina uppsprettan fyrir VEGAN D3 er fléttan hreindýramosi og einungis einn grunnframeiðandi er starfandi í heiminum. Framleiðsluaðferðin er auk þess á huldu.

Við hyggjumst rannsaka D vítamín magn í íslenskum fléttum og möguleikann á að bæta því í Dropa lýsi.