Örþörungar framleiddir á sjálfbæran hátt fyrir prótein- og Omega-3 ríkt laxafóður

Heiti verkefnis: Energy-to-Feed (E2F)

Samstarfsaðilar: Vaxa, Waitrose, Siemens

Rannsóknasjóður: EIT Food

Upphafsár: 2020

Þjónustuflokkur:

Fiskeldi

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Fyrsta framleiðsluverksmiðjan verður samþætt íslenskri jarðhitavirkjun. Nýtt innihaldsefni í fiskeldisfóður verður til sem dregur úr umhverfisspori orkuframleiðslu og fóðurframleiðslu.

Fiskeldi í Evrópu takmarkast af kostnaði og framboði á fóðri. Hefðbundið hráefni úr villtum fiski og soja er dýrt, vistfræðilega skaðlegt og krefst oft innflutnings utan evrópska efnahagssvæðisins.

E2F mun þróa fyrstu raunverulega sjálfbæra örþörungaframleiðslu heimsins í stýrðu umhverfi til að ná stöðugum gæðum allt árið um kring.

Það mun sjá evrópska fiskeldisgeiranum fyrir næstu kynslóð innihaldsefna til að styðja sjálfbæran vöxt í framtíðinni. Í samanburði við núverandi örþörungaræktunarkerfi þarf E2F minna en 1% af landnotkun og ferskvatni og er það auk þess kolefnisneikvæð.

Almennt heiti verkefnis: Energy-to-Feed (E2F)