Future Kitchen: Stutt myndbönd í tví- eða þrívídd til að kynna ungu fólki nýsköpun og nýjungar sem stuðla að aukinni sjálfbærni í fæðukerfinu

Heiti verkefnis: Future Kitchen II

Samstarfsaðilar: IMDEA, EUFIC, University of Cambridge, Döhler, NaturalMachines, Flatev, Agrilution, Eskesso

Rannsóknasjóður: EIT Food

Upphafsár: 2017

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Markmið Future Kitchen II verkefnisins er að efla áhuga almennings, einkum ungs fólks, á næringu, heilsu og sjálfbærni og auk þess að endurnýja upprunatenginu fólks við mat.

EIT Food fræðsluverkefnið, sem Matís er þátttakandi í, gengur meðal annars út á að gera stutt sýndarveruleikamyndbönd um tækninýjungar, ný vísindi og nýsköpun á sviði matvæla.

Öll verkefnin voru þróuð og unnin í samstarfi við menntastofnanir, frumkvöðla, og ýmsa aðila úr atvinnulífinu svo mögulegt væri að skapa ósviknar og áhrifaríkar sögur.

Öll myndböndin úr Future Kitchen myndbandaröðinni eru aðgengileg á Youtube hér: Future Kitchen.

Future Kitchen Video Series – Project Information (PDF)