Grænmetisbókin – Vefrit – Frá uppskeru til neytenda

Heiti verkefnis: Grænmetisbókin

Samstarfsaðilar: Deild garðyrkjubænda í Bændasamtökum Íslands, Sölufélag garðyrkjumanna

Rannsóknasjóður: Þróunarsjóður garðyrkju

Upphafsár: 2023

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Grunnhugmyndin á bak við grænmetisbókina er að gera upplýsingar úr grænmetisverkefnum Matís aðgengilegar á einum stað. Auðvelt verður að finna það sem leitað er að og hægt verður að sækja ítarlegri upplýsingar með því að smella á hlekki í vefbókinni. Einnig verður hægt að smella á hlekki til að komast í skýrslurnar sjálfar. Upplýsingar frá öðrum aðilum en Matís verða nýttar. Viðfangefnin eru afmörkuð við virðiskeðjuna frá uppskeru grænmetisins og alla leið á borð neytenda. Ræktunin sjálf er undanskilin. Vefbókin verður öllum opin á vefsíðu Matís.

Meginviðfangsefni í vefbókinni eru (1) meðhöndlun grænmetis við og eftir uppskeru, (2) aðgerðir til að hámarka gæði grænmetis í flutningum og við geymslu, (3) rétt geymsluskilyrði á lager og í verslunum, (4) hollusta íslensks grænmetis og (5) hvernig hægt er að draga úr sóun á grænmeti.

Markmið verkefnisins eru að auka þekkingu á bestu meðferð grænmetis og auka þannig gæði grænmetis á markaði og stuðla að minni sóun. Jafnframt er vonast til þess að áhugi neytenda aukist á íslensku grænmeti og hollustu þess. Áhersla er á að leita álits hjá sem flestum væntanlegum notendum ásamt hagaðilum til að fá álit á innihaldi vefbókarinnar.

Grænmetisbókin var gefin út í júní 2024 og er aðgengileg hér: