Lífið er saltfiskur fyrr og nú

Heiti verkefnis: Lífið er saltfiskur

Samstarfsaðilar: Íslandsstofa, Íslenskir saltfiskframleiðendur, Klúbbur matreiðslumeistara, Møreforsking AS

Rannsóknasjóður: AG-Fisk (Arbejdsgruppen for Fiskerisamarbejdet) á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, AVS Rannsóknasjóður

Upphafsár: 2019

Þjónustuflokkur:

Botnfiskur

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Megintilgangur verkefnisins var að auka þekkingu á sjávarfangi, eins og saltfiski, og stuðla þannig að aukinni virðingu og þannig auknu virði þess.

Í verkefninu voru skoðaðar og kynntar hefðir, nýjungar, vinnsluaðferðir, eiginleikar og gæði saltfisks. Haldnar voru vinnustofur og fundir með matreiðslumönnum á vegum Matís, ásamt kynningum, sem fram fóru á Íslandi og öðrum norðurlöndum í samvinnu við Íslandsstofu og saltfiskframleiðendur.

Heimasíða verkefnisins: https://sjomat.org/