MeCCAM verkefnið hefur það að markmiði að þróa mótvægis og aðlögunaraðgerðir gagnvart áhrifum loftslagsbreytinga fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, yfirvöld og aðra hagsmunaaðila í virðiskeðjum sjávarfangs í Evrópu.
Í MeCCAM verður beitt fjölþættri nálgun til að þróa og innleiða viðeigandi og raunhæfar lausnir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og að undirbúa sjávarútveginn undir þau áhrif sem eru eða mun eiga sér stað af völdum loftslagsbreytinga. Þessar lausnir verða síðan metnar út frá félagslegum-, umhverfislegum- og efnahagslegum áhrifum þeirra.
Lausnirnar verða þróaðar og innleiddar á sex hafsvæðum þ.e. NA-Atlantshafi, Íslandi, Norðursjó, Biscay flóa, við strendur Kýpur og Grikklands. Samstarfsaðilar kom víða að og koma úr hópi iðnaðarfyrirtækja, yfirvalda, frjálsra félagasamtaka, háskóla, og annarra vísindastofnanna.
