NordMar Plastic: Í átt að samræmdri nálgun til að meta plastmengun í hafinu

Heiti verkefnis: NordMar Plastic

Samstarfsaðilar: Háskóli Íslands, Umhverfisstofnun, Marine and Freshwater Research Institute (MFRI), IVL – Svenska miljöinstitutet, BioPol, Akvaplan Niva, Aarhus University, Norwegian Institute of Marine research, Vrije Universiteit

Rannsóknasjóður: Norræna ráðherranefndin- Nordic Council of Ministers

Upphafsár: 2019

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

NordMar Plastic mun stuðla að því að búa til samræmdan alþjóðlegan staðal fyrir greiningu á plasti í lífríki sjávar með því að safna og fara yfir fyrirliggjandi gögn um aðferðir, niðurstöður og vöktun. Áhersla er einnig lögð á að ná til og tengjast öðrum evrópskum og alþjóðlegum verkefnum, byggja upp tengslanet um samræmingu og efla samstarf og samlegðaráhrif.

NordMar Plastic mun leggja áherslu á norrænar- og norðurskautsaðstæður og meta hvort sérstakar áherslur eða áskoranir séu fyrir hendi sem þarf að einbeita sér að á þessu svæði. Verkefnið mun stuðla að aukinni vitund um áhrif plasts á norrænt sjávarumhverfi.

Í NordMar Plastic verkefninu verður jafnframt búið til fræðsluefni fyrir börn í grunnskólum auk verklegra verkefna um að draga úr notkun plasts og endurvinnslu þess.

Frekari upplýsingar um verkefnið og framvindu þess má nálgast á vefsíðunni Nordmarplastic.com