Meginmarkmið verkefnis er að þróa leiðir til þess að meðhöndla hliðarstrauma frá fiskeldi (úrgang) með örverum svo slíkt hráefni verði hentugra sem áburður fyrir landbúnað.
Úrgangur frá fiskeldi er ríkur að næringarefnum (N,P,K) en aðgengi að hráefninu er talsverð hindrun fyrir landbúnaðinn. Hjá fiskeldisfyrirtækjum verða til þúsundir tonna af næringarríkum úrgangi (t.d. saur og dauðfiskur) sem í dag er ónýtt hráefni sem fer því forgörðum. Mikilvægt er að vinna að varanlegum lausnum á því að halda öllu því hráefni sem fellur til sem hliðarafurð hjá fiskeldisfyrirtækjum innan hringrásarhagkerfisins.
Kynningar frá vinnustofu 8. júní 2023:
Matís- Örverur til auðgunar fiskeldisseyru, verkefnið og lagaumhverfi hliðarafurða