sBACseqFOOD: Einfrumu RNA raðgreining baktería til að bæta matvælaöryggi og draga úr skemmdum

Heiti verkefnis: sBACseqFOOD

Samstarfsaðilar: Amplexa Genetics (DK) og University of Copenhagen (DK)

Rannsóknasjóður: Eurostars / Rannís

Upphafsár: 2024

Þjónustuflokkur:

liftaekni

Tengiliður

Karla Fabiola Corral-Jara

Verkefnastjóri

KarlaF@matis.is

Markmið verkefnisins er að efla greiningu á vaxtarmynstri baktería í iðnaðarsamhengi og þannig auka matvælaöryggi, með því að draga úr mengun og skemmdum á matvælum.

Með því að endurbæta tæknilega nálgun í ræktun baktería, mun verkefnið veita mikilvæga innsýn í bakteríuvöxt á ein-frumuupplausn. Verkefnið mun þannig veita aðgang að áður óaðgengilegri þekkingu á vaxtarmynstri sjúkdómsvaldandi baktería í matvælaframleiðslukeðjum með hugsanlegri útvíkkun til annarra sviða. Byggt á þessu mun verkefnið hanna nákvæmt lífmarkasett sem matvælaiðnaðurinn getur notað til að greina og koma í veg fyrir bakteríumengun. Gangi markmið verkefnisins eftir mun hin nýstárlega nálgun þess hafa veruleg áhrif á matvælaöryggi og lýðheilsu með því að draga úr mengun og skemmdum á matvælum.