Uppsetning á kornþurrkara sem nýtir jarðhita í Kenía

Heiti verkefnis: Jarðhitaþurrkun í Kenýa

Rannsóknasjóður: Utanríkisráðuneytið á Íslandi, Norræni þróunarsjóðurinn

Upphafsár: 2017

Þjónustuflokkur:

Grænmeti og korn

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Markmið verkefnisins var að reisa tilraunaþurrkara í Kenía  sem nýtti lághita jarðvarma til korn þurrkunnar. Nýting jarðhita við matvælavinnslu er óþekkt í Kenía

Hagsmunir einkageirans af fjárfestingum í jarðvarmatækni eru takmarkaðir enn sem komið er vegna þess að þekking á og arðsemi slíkrar starfsemi er ekki auðskilin. Utanríkisráðuneytið á Íslandi og Norræni þróunarsjóðurinn ákváðu að fjármagna byggingu fullvirkrar tilraunaeiningar fyrir kornþurrkun með jarðvarma á virkjunarsvæði Geothermal Development Company (GDC) í Menengai, Kenía. Tilraunaeiningin verður notuð til að sýna það sem felst í tækninni auk þess sem hún verður markaðstæki fyrir hugsanlega fjárfesta. Að sjá og framkvæma er áhrifaríkara en skriflegar skýrslur.

Í ágúst 2017 undirritaði MNF samning við Matís um að setja upp fullbúna  þurrkeiningu  á jarðhitasvæði GDCí Kenýa.