Úttekt á opinberu gæðaeftirliti í CARIFORUM ríkjum

Heiti verkefnis: SPS ráðgjöf í CARIFORUM löndum

Rannsóknasjóður: CARIFORUM

Upphafsár: 2010

Þjónustuflokkur:

Uppsjávarfiskur

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Meginmarkmið verksins var að setja fram vegvísi eða tillögur að því hvað CARIFORUM ríkin geta gert sameiginlega og hvert fyrir sig til að styrkja eftirlit með heilbrigði og matvælaöryggi fisks og fiskeldis innan svæðisins með samræmdum kröfum sem uppfylla einnig alþjóðlegar kröfur.

Verkefninu var ætlað að aðstoða CARIFORUM ríki við að öðlast aðgang að verðmætum mörkuðum með því að uppfylla alþjóðlegar reglur um hreinlæti og öryggi (e. SPS measures) við framleiðslu fiskafurða. Jafnframt að aðstoða CARIFORUM ríki við mæta þeim kröfum sem þarf til auka viðskipti með fiskafurðir í hverju landi, innan CARIFORUM svæðisin og alþjóðlega. Heimsótt voru átta lönd þar sem aðstæður og eftirlit var skoðað og niðurstöður kynntar yfirvöldum og hagsmunaaðilum. Lokatillögum var skilað í október 2015.