Markmið Virus-X verkefnisins var að kanna erfðamengi veira sem sýkja bakteríur, en þau hjafa að geyma fjöldan allan af genum með óþekkt hlutverk.
Sýni voru tekin úr hverum, veirur flokkaðar frá frumum og erfðaefni þeirra raðgreint og skilgreint. Reynt var að ráða í hlutverk þeirra með aðferðum lífupplýsinga- og krystallafræði, sem og með hraðvirkum virkniskimunarprófum.
Veiruensím voru framleidd með erfðatæknilegum aðferðum og hagnýtingarmöguleikar í sameindalíffræði kannaðir.
Sjá nánari upplýsingar í lokaskýrslu http://virus-x.eu/