Hrossakjöt er takmörkuð auðlind og mikil gæðavara. Liggja hér tækifæri í vöruþróun og markaðsetningu sem ekki er verið að nýta?
Í þessum þætti heyrum við í Evu Margréti Jónudóttur sem er sérfræðingur hjá Matís, en hún hefur gert fjölbreyttar rannsóknir á hrossakjöti. Eva hefur meðal annars kannað viðhorf og kauphegðun íslenskra neytanda og rannsakað kjötgæði í folaldakjöti. Eva segir skemmtilega frá niðurstöðum þeirra rannsókna og það er einstaklega áhugavert að heyra hana greina frá niðurstöðum gæða og geymsluþols hrossakjöts.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan:
Þáttastjórnandi er Ísey Dísa Hávarsdóttir