Skýrslur

Proceedings from a conference on „Environmental impacts andenergy transition in the Nordic seafood sector”

Útgefið:

14/12/2023

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

AG-fisk (Nordic council of Ministers Working group for Fisheries and Aquaculture)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Fiskur og annað sjávarfang gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja fæðuöryggi, atvinnu og efnahag í heiminum, og þá sér í lagi á Norðurlöndunum. Sjávarfang af Norrænum uppruna kemur auk þess almennt úr sjálfbært nýttum stofnum, er sérlega heilnæmt til neyslu og er í flestum tilvikum með mjög takmarkað kolefnisspor í samanburði við aðra próteingjafa. Það má því að vissu leyti halda því fram að Norrænt sjávarfang sé „sjálfbært ofurfæði“. Neytendur eru hins vegar oft ekki vissir um hvort sjávarfang sé umhverfisvænn kostur. Norrænn sjávarútvegur stendur nú frammi fyrir því tækifæri að taka forystu í orkuskiptum, og þannig geta státað að því að bjóða upp á besta og umhverfisvænasta sjávarfang sem völ er á.

Vinnuhópur um sjávarútveg og fiskeldi (AG-Fisk) sem starfar innan Norðurlandaráðs hefur bent á þessi tækifæri, og sem hluti af formennsku Íslands í ráðinu árið 2023 fjármagnaði AG-fisk verkefni sem ætlað var að stuðla að  tengslamyndun innan Norræns sjávarútvegs til að auka vitund og miðla þekkingu um framfarir í fortíð, nútíð og framtíð hvað varðar sjálfbærni og orkuskipti í sjávarútvegi. Hápunktur verkefnisins var ráðstefna sem haldin var í Reykjavík 13. september 2023, en daginn áður var haldin vinnufundur þar sem tækifæri til aukins Norræns samstarfs voru rædd. Ráðstefnan samanstóð af 13 erindum og sóttu um 150 manns viðburðinn, sem fram fór í Hörpu. Í þessari skýrslu er að finna yfirlit yfir þær framsögur sem fluttar voru á ráðstefnunni. Upptökur frá ráðstefnunni eru einnig aðgengilegar á vefsíðu verkefnisins.
_____

Seafood is generally a climate-efficient and nutritious type of food. Consumers, however, are often confused as to whether seafood is sustainable or not and what seafood to choose. The Nordic seafood sector has now the opportunity to take the lead in transitioning to low greenhouse gas emissions through energy efficiency measures and shifting to alternative fuels.

The Working Group for Fisheries and Aquaculture (AG-Fisk) within the Nordic council has recognized this, and as part of Iceland’s presidency of the council in 2023, initiated a networking project to raise awareness and share knowledge on past-, present- and future advances in reduction of environmental impacts in Nordic seafood value chains. The highlight of the project was a conference that was held in Reykjavík on 13 September 2023. The conference consisted of 13 presentations and was attended by close to 150 persons. This report contains the proceedings from the conference, representing an abstract of each presentation and the slides presented. Recordings form the conference are also available on the project’s webpage.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Life Cycle Assessment on fresh Icelandic cod loins / Vistferilsgreining á ferskum þorskhnökkum

Útgefið:

01/09/2014

Höfundar:

Birgir Örn Smárason, Jónas R. Viðarsson, Gunnar Þórðarson, Lilja Magnúsdóttir

Styrkt af:

AVS (R13 042‐13)

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Life Cycle Assessment on fresh Icelandic cod loins /   Vistferilsgreining á ferskum þorskhnökkum

With growing human population and increased fish consumption, the world’s fisheries are not only facing the challenge of harvesting fish stocksin a sustainable manner, but also to limit the environmental impacts along the entire value chain. The fishing industry, like all other industries, contributes to global warming and other environmental impacts with consequent marine ecosystem deterioration. Environmentally responsible producers, distributors, retailers and consumers recognize this and are actively engaged in mapping the environmental impacts of their products and constantly looking for ways to limit the effects. In this project a group of Icelandic researchers and suppliers of fresh Icelandic cod loins carried out Life Cycle Assessment (LCA) within selected value chains. The results were compared with similar research on competing products and potentials for improvements identified. The project included LCA of fresh cod loins sold in the UK and Switzerland from three bottom trawlers and four long‐ liners. The results show that fishing gear has considerable impact on carbon footprint values with numbers ranging from 0.3 to 1.1 kg CO2eq/kg product. The catching phase impacts is however dominated by the transport phase, where transport by air contributes to over 60% of the total CO2 emissions within the chain. Interestingly, transport by sea to the UK emits even less CO2 than the domestic transport.   Minimizing the carbon footprint, and environmental impacts in general, associated with the provision of seafood can make a potentially important contribution to climate change control. Favouring low impact fishing gear and transportation can lead to reduction in CO2 emissions, but that is not always practical or even applicable due to the limited availability of sea freight alternatives, time constrains, quality issues and other factors. When comparing the results with other similar results for competing products it is evident that fresh Icelandic cod loins have moderate CO2 emissions.

Samfara mikilli fólksfjölgun og aukinni fiskneyslu stendur sjávarútvegur á heimsvísu nú frami fyrir því mikilvæga verkefni að nýta fiskstofna á sjálfbæran hátt á sama tíma og þau þurfa að lágmarka öll umhverfisáhrif sem hljótast af veiðum, vinnslu, flutningunum og öðrum hlekkjum í virðiskeðjunni. Sjávarútvegur, líkt og allur annar iðnaður, stuðlar að hlýnun jarðar og hefur jafnframt í för með sér ýmiss önnur umhverfisáhrif sem hafa skaðleg áhrif á lífríki sjávar. Fyrirtækisem vilja sýna félagslega‐ og umhverfislega ábyrgð ísínum rekstri gera sér fulla grein fyrir þessu og sækjast því eftir að fylgjast betur með umhverfisáhrifum sinnar framleiðslu og leita leiða til að draga úr þeim. Með þetta í huga tók hópur íslenskra rannsóknaraðila, sjávarútvegsfyrirtækja og sölu‐  og dreifingaraðila saman höndum, til að framkvæma vistferilsgreiningu (LCA) í völdum virðiskeðjum ferskra þorskhnakka. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman við niðurstöður sambærilegra rannsókna sem gerðar hafa verið á samkeppnisvörum, jafnframt því sem leiðir til að draga úr umhverfisáhrifum innan áðurnefndra virðiskeðja voru kannaðar. Rannsóknin náði til ferskra íslenskra þorskhnakka sem seldir eru í Bretlandi og Sviss. Hnakkarnir voru unnir úr afla þriggja togara og fjögurra línubáta. Niðurstöðurnar sýna að tegund veiðarfæris hefur mikil áhrif á sótspor / kolefnisspor afurðanna þar sem línubátarnir komu heilt yfir töluvert betur út en togararnir. Sótspor einstakra skipa í rannsókninni var á bilinu 0.3 til 1.1 kg CO2eq/kg afurð, sem verður að teljast nokkuð lágt í samanburði við fyrri rannsóknir. Þegar kemur að því að skoða alla virðiskeðjuna er það hins vegar flutningshlutinn eða flutningsmátinn sem skiptir langsamlega mestu máli þ.s. sá hluti ber ábyrgð á yfir 60% sótsporsins þegar varan er flutt út með flugi. Sé hún hins vegar flutt út með skipi verður sótspor flutningshlutans sáralítið og fer þá innanlandsflutningur að skipta meira máli en flutningurinn yfir hafið. Lágmörkun umhverfisáhrifa sem hljótast af veiðum, vinnslu og dreifingu sjávarafurða getur haft mikilvægt innlegg í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Með því að velja veiðiaðferðir og flutningsmáta með tilliti til sótspors er unnt að draga umtalsvert úr kolefnisútblæstri, en það þarf þó einnig að hafa í huga að það er ekki ávalt mögulegt eða raunhæft að velja eingöngu þá kosti sem hafa lægst sótspor. Niðurstöður þessara rannsóknar og samanburður við niðurstöður sambærilegra rannsókna sýnir að ferskir íslenskir þorskhnakkar sem komnir eru á markað í Bretlandi og Sviss hafa hóflegt sótspor og eru fyllilega samkeppnisfærir við aðrar fiskafurðir eða dýraprótein.

Skoða skýrslu
IS