Skýrslur

Herring catch and products in Norway and Iceland 2010-2016

Útgefið:

11/09/2018

Höfundar:

Páll Gunnar Pálsson, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

Vöruþróunarsetur sjávarafurða

Herring catch and products in Norway and Iceland 2010-2016

Tilgangur þessarar skýrslu er að meta almenn og opinber gögn í virðiskeðju sjávarfangs með það í huga að greina verðmætasköpun og gera tilraun til að bera saman mismunandi virðiskeðjur. Því var ákveðið að bera saman nýtingu síldar í Noregi og á Íslandi. Meginástæða þess að skoða síldina í þessum löndum er að um líka framsetningu gagna er að ræða í báðum löndunum og að vinnsla fer fram með svipuðum hætti. Upplýsingarnar í löndunum báðum reyndust ekki þess eðlis að hægt væri að draga afgerandi ályktanir byggðar á þeim gögnum sem aðgengileg eru. Það er því nauðsynlegt að gera ýmsar úrbætur í gagnasöfnun og birtingu gagna ef sá kostur á að vera fyrir hendi að bera saman virðiskeðjur með áreiðanlegum hætti.

The purpose of this summary is to evaluate how public data from seafood value chains can be used to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other. To do so, we have chosen to compare how herring catch is utilized in Norway and Iceland. The reason for choosing this species is good access to public data and the likeliness of production in those two countries. We have analysed what types of products are made from the available catch and identified the differences between the two countries regarding herring utilization. Based on the case of Norwegian and Icelandic herring value chains it is clear, that great improvements are needed in order to be able to use public data from seafood value chains to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sub chilling of fish

Útgefið:

17/07/2017

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Sigurjón Arason, Magnea Karlsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Sub chilling of fish

Markmið verkefnisins var að nýta þekkingu á ofurkælingu á fiski sem þróuð hefur verið í rannsóknastofum undanfarna áratugi; iðnvæða hugmyndina og þróa aðferðir og búnað til að stýra kælingunni. Mikilvægt er að kæla hráefni niður undir frystimörk eða rétt niður fyrir það hitastig þar sem fyrstu ískristalar myndast í viðkomandi fisktegund, nægilega hratt til að stórir kristalar myndist ekki í vöðvum og valdi frumuskemmdum. Mikilvægt er að stýra kælingunni rétt og eins að viðhalda ofurkældu ástandi við geymslu og í flutningi, en sveiflur í hitastigi geta valdið gæðarýrnun. Niðurstöður rannsókna sýna að íslaus flutningur og geymsla á ofurkældum fiski er raunhæf lausn sem dregur úr kostnaði við veiðar og vinnslu ásamt því að lækka kostnað við flutning og dregur verulega úr sótspori við framleiðslu á ferskum fiski. Ferskur lax hefur verið fluttur íslaus en ofurkældur um styttri og lengri veg og geymdur í viku fyrir vinnslu með framúrskarandi árangri. Í tengslum við verkefnið hefur ofurkæling verið notuð í stórum stíl á Sauðárkróki, þar sem togarinn Málmey SK 1 hefur landað yfir 15 þúsund tonnum undanfarin tvö ár af ofurkældum afla og þ.a.l. ekki notað ís um borð eða við geymslu fyrir framleiðslu í fiskvinnslu.

The project objective was to utilize knowledge of sub chilling of fish developed in laboratories for the past decades; and to industrialize the concept and to develop methods and means for centralising the process. The control of the chilling process is important, to chill raw material sufficiently without freeze out more than 20% of its water and without developing large ice crystals in the muscles. It is also important to keep storage temperature under control and stable and for the same reason temperature fluctuation can cause growth of ice crystals in the muscle. Based on results obtained in present project it can be concluded that sub chilling provides opportunities to use ice-free value chain for fresh fish, lowering cost of production, logistic and considerably the carbon footprint for the final products. Fresh salmon without any external refrigerant (ice) has been transported for long distance, by trucks and airplanes, and stored for long time with acceptable results. The trawler used in this project has landed over 15 thousand tonnes of sub chilled fish for the last two years without using any ice for chilling and storage. The fish is stored in the fish plant and processed without using any ice preservation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Virðiskeðja íslensks gámafisks til Bretlands / Supply chain of Icelandic containerised fish to the UK

Útgefið:

01/04/2010

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Virðiskeðja íslensks gámafisks til Bretlands / Supply chain of Icelandic containerised fish to the UK

Skýrsla þessi greinir frá framgangi og niðurstöðum verkefnisins „virðiskeðja íslensks gámafisks til Bretlands“ sem styrkt er af AVS sjóðnum. Markmið verkefnisins er að stuðla að úrbótum í virðiskeðju gámafisks með það að markmiði að auka gæði og verðmæti afurðanna. Í fyrsta hluta verkefnisins er gerð tölfræðileg úttekt á því hvort verð og gæði gámafisks fari saman, en niðurstöður úr þeirri greiningu benda til þess að framboð hafi ráðandi áhrif á fiskverð og að áhrif gæða falli þar algjörlega í skuggann. Ein meginforsenda þess að unnt sé að hvetja til úrbóta í virðiskeðju gámafisks er að hægt sé að sýna fram á að aukin gæði hafi í för með sér fjárhagslegan ávinning. Því voru framkvæmdar tilraunir með að auka upplýsingagjöf um væntanlegt framboð, auk þess sem bætt var við þær upplýsingar sem fylgdu afla inn á gólf uppboðsmarkaðanna. Þetta var gert í þeirri von að það ýtti undir meðvitund kaupenda um gæði og það myndi hafa jákvæð áhrif á fiskverð. Þessi tilraun bar hins vegar ekki tilætlaðan árangur. Það er mat verkefnisaðila að lykillinn að því að auka gæði og verðmæti gámafisks sé að vekja meiri áhuga meðal seljenda jafnt sem kaupenda á gæðum. Þannig verði kaupendur frekar reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir bestu gæðin og því skapist markaðstengdur hvati meðal seljenda á að afhenda aðeins bestu mögulegu gæði. Með það að markmiði stóðu verkefnisaðilar fyrir innleiðingu gæðamats við flokkun fisks á mörkuðunum í Bretlandi og er vonast til að það muni nýtast kaupendum við að greina hvaða útflytjendur standi sig best. Einnig var opnuð vefsíða www.matis.is/gamafiskur sem hefur það markmið að miðla upplýsingum til allra í virðiskeðju gámafisks um þau málefni sem líkleg eru til að hafa áhrif á gæði og verðmæti.

This is a report on the progress and results from the project „supply chain of Icelandic containerized fish to the UK“. The objective of the project is to contribute to improvements in the supply chain of containerized fish from Iceland with the aim to improve quality and value. Financial benefits are a necessary condition in order to motivate improvements in the supply chain of containerized fish. Experiments were therefore made where information on expected supply and labelling of bins at auction markets were improved. This however did not return the expected results i.e. it did not affect average prices. The key to increasing quality and value of Icelandic containerized fish is to raise awareness for quality amongst suppliers and processors. Processors need to identify the suppliers that are supplying the best fish and they also need to reward them with higher prices. This would create a market-based incentive for suppliers to supply only top-quality fish. In order to contribute to this an intake quality score system has been implemented at Fishgate and Grimsby Fish Market, collecting data on the performance of individual suppliers. Also, a web-based supply chain guide www.matis.is/supplychainguide has been published, where relevant information for each link in the supply chain will be gathered.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Samantekt / Improvements in the food value chain. Roundup

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Hlynur Stefánsson, Emil B. Karlsson, Óli Þór Hilmarsson, Einar Karl Þórhallsson, Jón Haukur Arnarson, Sveinn Margeirsson, Ragnheiður Héðinsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Samantekt / Improvements in the food value chain. Roundup

Vitað er að mikil sóun á sér stað í virðiskeðju matvæla. Orsakir eru margar, s.s. röng vörustjórnun, röng meðferð, rofin kælikeðja eða ófullnægjandi kæling á einhverju stigi, rofnar umbúðir og ótal margt fleira. Matvælaframleiðendur og smásalar telja að verulega megi draga úr slíkri sóun með samstilltu átaki allra sem koma að virðiskeðjunni. Þannig mætti lækka verð á matvælum umtalsvert. Markmið verkefnisins var að greina hvar í virðiskeðju matvæla rýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Lögð var áhersla á virðiskeðju eins flokks matvæla: kældar kjötvörur. Of mikil eða röng framleiðsla og umframbirgðir á viðkvæmum vörum voru greind sem ein megin orsök sóunar. Röng vörumeðhöndlun og vörustjórnun skipta einnig miklu máli. Þróuð var frumgerð að upplýsingakerfi til að bæta framleiðslustýringu og minnka birgðakostnað í virðiskeðjunni. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að vönduð og öguð vinnubrögð í allri virðiskeðjunni og gott upplýsingaflæði milli birgja og smásala feli í sér geysimikla möguleika til hagræðingar, ekki síst á sviði vörustjórnunar.

Great amount of waste is created in the food value chain. The reason is manifold; inadequate logistics, wrong treatment, inadequate temperature management, damaged packaging etc. Food producers and retail belief this waste can be reduced substantially by joint forces of stakeholders in the food supply chain, resulting in lower food prices. The aim of the project was to analyse where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. Fresh/chilled meat products were chosen for the case study. The main sources of waste were identified as excessive production and inventory levels of persiable products, improper handling of products and raw material and problems with logistics. Prototype of decision support system was made to improve inventory and production management in the supply chain. The results indicate that elaborate and disciplined practices throughout the value chain and improved information sharing between suppliers and retailers can create opportunities for rationalisation, especially in the field of logistics.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Kortlagning á ferli vöru og vörustýringu / Improvements in the food value chain. Mapping of product process and logistics

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Jón Haukur Arnarson, Óli Þór Hilmarsson, Hlynur Stefánsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Kortlagning á ferli vöru og vörustýringu / Improvements in the food value chain. Mapping of product process and logistics

Þessi skýrsla tekur fyrir fyrsta hluta verkefnisins Umbætur í virðiskeðju matvæla sem hefur það að meginmarkmiði að greina hvar í virðiskeðju matvælarýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Í þessum fyrsta hluta var lögð áhersla á greiningu/kortlagningu á ferli vöru og vörustýringu og var honum skipt upp í þrjá verkþætti sem unnir voru samhliða. Öll þáttökufyrirtækin voru heimsótt. Farið var yfir verkferla hjá fyrirtækjunum, aðstaða þeirra skoðuð og álit fengið um það hvað betur má fara í ferli kældra kjötvara út fá þeirra sjónarhóli. Kannað var hvers konar upplýsingar fyrirtækin hafa um vörurnar, á hvaða formi þær eru og hvernig þær eru nýttar. Þá var skoðað hvaða upplýsingar berast milli hlekkja í virðiskeðjunni, hvernig þær berast og hvaða upplýsingar/gögn frá öðrum hlekkjum geta hjálpað viðkomandi aðila til betri stýringar á óþarfa rýrnun. Í framhaldi af þessari vinnu var gerð greining á þeim þáttum sem þóttu mikilvægastir og tillögur mótaðar um úrbætur varðandi verklag, upplýsingar, mælingar ofl.

This report discusses the first part of the project Improvements in the food value chain. The main aim of the project was to analyze where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. In this first part emphasis was put on product processes and logistics.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Áhrif kælikeðjunnar á rýrnun kjöts / Improvements in the food value chain. Influence of the chill chain on impairment of meat product

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Jón Haukur Arnarson, Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Áhrif kælikeðjunnar á rýrnun kjöts / Improvements in the food value chain. Influence of the chill chain on impairment of meat product

Þessi skýrsla fjallar um einn hluta verkefnisins Umbætur í virðiskeðju matvæla sem hefur það að meginmarkmiði að greina hvar í virðiskeðju matvæla rýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Í þessum hluta var lögð áhersla á að kanna áhrif hitastigs á rýrnun m.t.t. helstu skrefa í ferli kældra kjötvara frá framleiðenda þar til þær komast í hendur neytenda.

This report discusses a part of the project Improvements in the food value chain. The main aim of the project was to analyze where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. In this part emphasis was put on the influence of temperature on impairment of chilled meat products in respect to the different steps in the supply chain.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Tillaga að verklýsingum fyrir kælikeðju kjötvara / Improvements in the food value chain. Propositions for managing the meat chill chain

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Jón Haukur Arnarson, Óli Þór Hilmarsson, Hlynur Stefánsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Tillaga að verklýsingum fyrir kælikeðju kjötvara / Improvements in the food value chain. Propositions for managing the meat chill chain

Þessi skýrsla fjallar um einn hluta verkefnisins Umbætur í virðiskeðju matvæla sem hefur það að meginmarkmiði að greina hvar í virðiskeðju matvælarýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Í þessum hluta eru settar saman tillögur að bættu verklagi til að bæta framleiðslu- og flutningsferla kældra kjötvara með megin áherslu á hitastigsstýringu í ferlinu. Verklýsingarnar eru byggðar á kröfum sem eru settar af reglugerðum, opinberum leiðbeiningum og niðurstöðum rannsókna. Verklagsreglunum er skipt upp í þrjá hluta; framleiðslu, flutning og smásölu. Ekki eru gerðar verklýsingar fyrir sértækar vinnsluaðferðir.

This report discusses a part of the project Improvements in the food value chain. The main aim of the project was to analyze where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. In this part propositions are made for good practices in relation to the meat chill chain. The propositions are based on regulation requirements; good manufacturing guidelines and research conclusions. They are divided into three main parts; processing, transport and retail. Specific processing methods are not included.

Skoða skýrslu
IS