Matís tekur þátt í Nýsköpunarvikunni þann 27. maí næstkomandi í samstarfi við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Um er að ræða samtal í kjölfar örkynninga á þjónustu Matís varðandi vöruþróun og reynslu tveggja frumkvöðla af samstarfi við Matís.
Fundarstjóri: Bryndís Björnsdóttir, Matís
Dagskrá fundar
- Hvað hefur Matís uppá að bjóða? Margeir Gissurarson
- Hvernig er matvara þróuð fyrir markað? Kolbrún Sveinsdóttir & Þóra Valsdóttir
- Reynslusögur:
- Súrkál fyrir sælkera – Dagný Hermanssdóttir
- Himbrimi Gin – Óskar Ericsson
- Umræður
Fundurinn var haldinn þann 27. maí. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum.
Hér er hlekkur á viðburðarsíðu fundarins á facebook.
Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.
Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á matis.is.