Matís býður aðilum í grænmetisgeiranum til samtals á netfundi fimmtudaginn 20. maí kl. 09:00-10:00 !
- Hvernig getur Matís komið að liði við að auka verðmætasköpun í grænmetisgeiranum til framtíðar?
 - Hvar liggur sérfræðiþekking Matís
 - Hvernig getur mannauður og innviðir Matís komið grænmetisgeiranum til góða?
 
Dagskrá:
- Hvað getur Matís gert fyrir grænmetisgeirann? Valur Norðri Gunnlaugsson (Matís)
 - Það sem hefur verið gert hjá Matís fram til þessa. Ólafur Reykdal (Matís)
 - Sjónarmið garðyrkjunnar. Gunnar Þorgeirsson (Bændasamtök Íslands)
 - Sjónarmið dreifenda grænmetis. Fulltrúi dreifingaraðila
 - Sjónarmið verslunar. Fulltrúi verslunarinnar
 - Umræður
 
Hvert erindi er um 5 mínútur og fundarstjóri er Sæmundur Sveinsson.
Innan Matís starfa vísindamenn og sérfræðingar á ýmsum sviðum sem hafa yfir að ráða þekkingu og aðstöðu til mælinga, skynmats og námskeiðahalds. Þeir hafa jafnframt langa reynslu af öflun styrkja fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni í samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og einkaaðila. Matís getur því þjónað sem rannsóknar- og þróunardeild fyrir matvælaframleiðslu úr afurðum íslensks landbúnaðar og sjávarútvegs.
Stærstu viðfangsefni Matís hafa frá upphafi tengst fiskafurðum og kjötafurðum en verkefni tengd grænmeti hafa verið í sókn. Einnig hefur Matís aðstoðað garðyrkjubændur og fyrirtæki við vöruþróun og merkingar. Matís getur nýtt margvíslega þekkingu og reynslu til að aðstoða grænmetisgeirann til framþróunar. Fundurinn á að varpa ljósi á möguleikana.
Fundurinn var haldinn þann 20. maí. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum.
Hér er hlekkur á viðburð fundarins á Facebook.
Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.
Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á matis.is.
