Skýrslur

Lífkol úr landeldi / Biochar from land-based aquaculture farming

Útgefið:

26/04/2024

Höfundar:

Anna Berg Samúelsdóttir - Matís, Birgir Örn Smárason - Matís, Jónas Baldursson - Matís, Jónas Viðarsson - Matís, Sylvía Rakel Guðjónsdóttir - First Water, Stefán Jessen - First Water, Helgi Þór Logason - First Water

Styrkt af:

Hringrásarsjóður

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Landeldi er örstækkandi atvinnugrein á Íslandi og er áætlað að á næstu fimm árum verði framleiðsla þess komin í um 100-150 þ. tonn. Fiskeldisseyra er órjúfanleg aukaafurð frá landeldi og magn þess áætlað miðað við fyrrgreindar framleiðslutölur um 215-353 þ. tonn. Með slíkt magn hráefnis sem ætla má að falli til við framleiðsluna er mikilvægt að leita allra leiða til þess að fanga það með bestu fáanlegri tækni hverju sinni í stað þess að dæla því út í nærliggjandi vistkerfi með tilheyrandi óafturkræfum umhverfisáhrifum. Auk þess felast mikil tækifæri í því að breyta þessum „úrgangi“ í verðmætan og sjálfbæran áburð eða jarðvegsbæti, í anda hringrásarhagkerfis, sem gæti gjörbylt íslensku fiskeldi jafnt sem landbúnaði. Sérstaklega þegar haft er í huga að Ísland flytur inn árlega um 50 þúsund tonn af tilbúnum áburði.

Í þessari skýrslu er gefið yfirlit yfir framvindu og helstu niðurstöður rannsóknar- og nýsköpunarverkefnisins „Lífkol úr landeldi“. Markmið verkefnisins var að efla hringrásarhagkerfið með því að greina fiskeldisseyru sem safnað var frá laxeldisstöðvum á landi, þróa leiðir til söfnunar og afvötnunar seyrunnar og skoða möguleika á að framleiða lífkol úr henni.

Í skýrslunni er farið yfir núverandi stöðu landeldis á Íslandi og þær áskoranir sem tengjast förgun fiskseyru, skýrslan veitir einnig yfirlit yfir stöðu mála varðandi framleiðslu á lífkolum, sem og þau lög og reglugerðir sem hafa þarf í huga varðandi notkun á fiskseyru og lífkolum til áburðar og jarðvegsbóta. Skýrslan veitir einnig upplýsingar um framvindu verkefnisins „lífkol úr landeldi“ og dregur fram helstu niðurstöður mælinga, tilrauna og þróunar á búaði.Til þess að fiskeldisseyra úr landeldi verði örugg og hagkvæm uppspretta áburðar og jarðvesbætis hér á landi þarf að efla rannsóknir á hráefninu og framleiðsluferlum. Þessi rannsókn er aðeins ein af tveimur sem gerðar hafa verið hér á landi á möguleikum fiskeldisseyru til áburðar- og lífkolagerðar á Íslandi. Gefur það vel til kynna að skilningur okkar og þekking á á umfangsefninu er enn á frumstigi. En eitt af því sem stendur rannsóknum sem þessum fyrir þrifum er aðgengi að sjóðum sem styrkja rannsóknir sem þessa.   

_____

Land-based salmon aquaculture is a new and fast growing industry in Iceland, with projections suggesting its production will reach 100-150 thousand tons/year in the next five years. An integral side-stream of land-based aquaculture is so called fish sludge, which consists mostly of faeces and uneaten feed. The volume of such fish sludge coming from a 100-150-thousand-ton salmon production is expected to be 215-323 thousand tons. Given the significant volume of this raw material, it is crucial to employ the best available technology to capture it rather than allowing it to enter in the surrounding ecosystem, and thereby avoiding associated irreversible environmental impacts. The opportunities in then turning this “waste” into valuable and sustainable fertilizer or soil enhancer, in the spirit of circular economy, is and option that could revolutionise Icelandic aquaculture and agriculture alike. Especially when considering that Iceland imports approximately 50 thousand tonnes of synthetic fertiliser every year.

This report provides an overview of the progress and main results of the research & innovation project “Biochar from land-based aquaculture farming”. The aim of the project was to promote the circular economy by analysing fish sludge collected from land-based salmon aquaculture farms in Iceland, develop means of collecting and dewatering the sludge, and examine the possibility of producing biochar from the sludge.

The report reviews the current status of land-based aquaculture in Iceland and the challenges associated with disposal of fish sludge, it also provides an overview on the state-of-art regarding biochar production, and regulatory constraints for the use of fish sludge and biochar. The report then provides information on the progress within the project and highlights main results.

For fish sludge from land-based aquaculture to be viable as a potential fertilizer in the future, research on the raw material needs to be intensified. This study represents only one of two conducted in Iceland, indicating that our understanding and definition of fish sludge applications for biochar or as a fertilizer are still in their infancy. 

Skoða skýrslu