Fréttir

Segulómun notuð til að skoða saltfisk!

Íslenskar saltfisksafurðir hafa löngum verið eftirsóttar og áberandi á erlendum mörkuðum. Má rekja þessa sterku stöðu til mikillar vinnslu- og verkunarþróunar á undanförnum árum, sem hafa gjörbreytt allri meðhöndlun við framleiðsluna.

Meirihluti íslenskra saltfiskafurða eru seldar til Spánar þar sem blautverkaður saltfiskur er vinsæll og gott verð fæst. Aðrar þarfir eru þó á Portúgals- og Brasilíumarkaði, en þar er eftirspurn eftir þurrkuðum saltfiski meiri. Þessir markaðir eru stórir og því eftirsóknarvert fyrir íslenska framleiðendur að auka hlut sinn á þessum mörkuðum. Til þess þarf þó að vinna að frekari ferlastýringu þurrkunar og útvötnunar miðað við þær söltunaraðferðir sem tíðkast hér á landi. Áætla má að með bestun vinnslu- og verkunarferla allt frá hráefni til lokaafurðar megi stuðla að gæðaafurð sem hentar þessum nýja markaði fyrir íslenskar saltfiskafurðir. Þá hafa kvartanir borist reglulega um súra vansaltaða hnakka sem rekja má til misdreifingar salts um vöðvann.
Í nýju verkefni, sem  Matís og Íslenskir Saltfiskframleiðendur (ÍSF) standa að og fengu styrk frá AVS-rannsóknasjóði til að framkvæma, verður litið sérstaklega til dreifingu salts og vatns um saltfisksvöðvann og hvernig mismunandi meðhöndlun hefur áhrif á þetta viðkvæma jafnvægi og gæði lokaafurðarinnar. Meðal markmiða verkefnisins er að finna ástæðu þess að fyrrnefndir gallar koma upp og að koma í veg fyrir myndun þeirra með bættum verkunaraðferðum.

Stuðst verður við nýjustu tækniframfarir innan matvælarannsókna (Nuclear Magnetic Resonance (NMR) og segulómun (MRI)) auk hefðbundinna efna- og eðliseiginleikamælinga til þess að öðlast sem bestan skilning á þeim áhrifum sem mismunandi meðhöndlun hefur á gæði saltfiskafurða. Segulómun kannast flestir við sem hafa farið í rannsóknir á spítala, en rannsóknir með tækninni innan matvælarannsókna eru tiltölulega nýjar af nálinni og hafa fram að þessu ekki verið framkvæmdar í íslenskum verkefnum. Í verkefninu verður segulómtæknin notuð til að veita innsýn í uppbyggingu vöðvans og dreifingu vatns og salts um hann með myndrænum hætti.  Einn helsti kostur þessarar tækni er að hún hefur engin áhrif á sýnin og sýnin eru því ólöskuð eftir greiningu. Einnig verða framkvæmdar NMR mælingar, þar sem ítarlegri magnmælingar á áhrif vinnsluaðferða á hreyfanleika og dreifingu salts og vatns, innan sem utan vöðvafrumanna, verða framkvæmdar. Þá verður skoðað hvernig þetta jafvægi hefur áhrif á gæði saltfiskafurðanna og hvernig megi bæta verkunaraðferðirnar með tilliti til þessa jafnvægis milli vatns og salts í vöðvanum.

Verkefnið er styrkt af AVS til eins árs og er unnið í samstarfi við Íslenska saltfiskframleiðendur (ÍSF) og Institut National de la Recherche Agronomique (INRA) í Clermont-Ferrand í Frakklandi.

Nánari upplýsingar veita dr. María Guðjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís og Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís.

Fréttir

Mikil tækifæri geta skapast í mörgum sjávarbyggðum við framleiðslu og útflutning á grásleppu

Til að bæta við þekkingu á þessari vannýttu tegund sótti Fiskvinnslan Oddi á Patreksfirði ásamt Matís um styrk til AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi fyrir verkefnið „Bætt nýting grásleppuafurða“.

Með reglugerð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, nr 1083/2010, er gert skylt að koma með allan grásleppuafla að landi eftir 2011. Það þurfti því að bregðast hratt við og finna markaði fyrir grásleppuna sjálfa, en aðeins hrognin höfðu verið hirt og restinni fleygt í sjóinn. Mikið frumkvöðlaframtak hafði átti sér stað í nokkur ár og er rétt að nefna Landssamband smábátaeigenda og útflutningsfyrirtækið Triton í því samhengi, sem í sameiningu byggðu upp markað fyrir grásleppu á Kínamarkaði, með hvelju og öllu saman. Rétt er að taka fram að hrognin eru um 30% af þyngd grásleppu en hveljan með haus og hala um 55% og þar af eru flökin aðeins 14% af heildarþyngd hennar.

Til mikils var að vinna og ljóst að mikil verðmæti lágu í þessari vannýttu fisktegund og mikil tækifæri myndu skapast í mörgum sjávarbyggðum við framleiðslu og útflutning á grásleppu: Auknar tekjur fyrir sjómenn og útgerð ásamt því að slæging grásleppunnar færðist nú að mestu í land, en það skapaði mikla vinnu hjá aðilum í framleiðslu. Slæging fyrir Kínamarkað er ólík hefðbundinni slægingu og kallar á flóknari handbrögð en það gerir kröfur um betri vinnuaðstæður sem ekki eru fyrir hendi um borð í litlum fiskibátum.

Meðalframleiðsla Íslands á grásleppuhrognum 2002 – 2011 eru 1.337 tonn á ári til útflutnings og var FOB verðmæti framleiðslunnar 2011 um 2,55 milljarðar króna, en ári áður hafði hún farið á 3,84 milljarða. Gera má ráð fyrir að heildarafli grásleppu sé um fimm þúsund tonn ári, og heildarveiði hrognkelsa því eitthvað rúmlega það.

Til að bæta við þekkingu á þessari vannýttu tegund sótti Fiskvinnslan Oddi á Patreksfirði ásamt Matís um styrk til AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi fyrir verkefnið „Bætt nýting grásleppuafurða“. Í verkefninu voru tekin sýni frá veiðisvæðum frá Skjálfanda og vestur og suður úr alla leið í Faxaflóa. Þannig fékkst samanburður á grásleppu frá ólíkum veiðisvæðum og eins upplýsingar um efna- og næringarinnihald ásamt upplýsingum um aðskotaefni eins og þungmálma. Þetta eru grundvallarupplýsingar til að selja vöru og finna henni nýja og spennandi markaði. Rannsóknir voru unnar hjá rannsóknarstofum Matís við Vínlandsleið í Reykjavík.

Til að bæta meðhöndlun við slægingu og standast nýjar kröfur sem Kínamarkaður gerir tóku Landsamband smábátaeigenda og Matís sig saman um gerð einblöðungs sem dreift var til allra grásleppuútgerða. Blöðungurinn var upplýsandi með myndum og skýringum á réttum handbrögðum.

Matís í samstarfi við Fiskvinnsluna Drang á Drangsnesi gerði úttekt á gæðamálum landaðrar grásleppu þar sem meðal annars var fylgst með hitastigi vörunnar frá upphafi vertíðar til loka. Jafnframt var samvinna við Fiskistofu um að fylgjast með hitastigi í lönduðum afla. Þegar líða tók á vertíðina og sjávarhiti hækkaði var nánast regla að sjómenn notuðu ís við kælingu á afla.

Matís gerði síðan úttekt í samvinnu við AtVest og með stuðningi AVS á veiðum og vinnslu grásleppu á Vestfjörðum. Tvær skýrslur voru gefnar út af Matís, önnur um veiðar og hin um stöðu vinnslu á Vestfjörðum, en eins og áður segir liggja mikil atvinnutækifæri í aukinni nýtingu á grásleppu.

Í verkefni Matís og Odda, sem styrkt er af AVS, var gert ráð fyrir þróun vöru fyrir innanlandsmarkað. Í ljósi góðs árangurs við útflutning, og með þá staðreynd í huga að flakanýting er aðeins um 14%, var ekki talið rétt að eyða mikilli orku í þann verkþátt. Með nýtingu flaka innanlands sætu menn uppi með hvelju og haus sem er megin hluti hrognkelsis, en Kínverjar nýta allan fiskinn. Í samvinnu við framleiðendur og útflytjendur var því afráðið að skoða frekar hvað þyrfti að gera til að sækja frekar fram á Kínamarkaði, opna nýja möguleika og hækka söluverð til framtíðar.

Það er aðdáunarvert hvað sjómenn hafa tekið þessum breytingum vel með því að yfirfæra vinnubrögð til áratuga og aðlaga sig að breytingum. Þó það verð sem í boði hefur verið fyrir grásleppuna sé ekki hátt hafa sjómenn allir sem einn tekið framtakinu vel og lagt sig fram um að auka verðmæti aflans.

Landssamband smábátaeigenda hefur allt frá árinu 1989 verið í samstarfi við áhugasama útflytjendur, vinnsluaðila og síðast en ekki síst Matís við að þróa vinnsluaðferði og leita að markaði fyrir grásleppuna. Grásleppukarlar hafa fylgst með á hliðarlínunni með jákvæðu viðmóti, m.a. greiðslu í þróunar- og markaðssjóð LS sem notaður var vegna þessara mála.  Jarðvegur fyrir breytingum var því frjór og uppskeran ríkuleg eins og sjá má á yfirstandandi vertið með 300 milljóna auknu aflaverðmæti af grásleppuveiðum. Markaðsaðstæður eru ágætar þar sem ekki er hægt að anna eftirspurn Kínamarkaðar.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Þórðarson, stöðvarstjóri Matís á Ísafirði.

Fréttir

Forseti leiðandi stofnunar í Evrópu á sviði áhættumats í matvælum í heimsókn á Íslandi

Dr. Andreas Hensel forseti BfR (Federal Institute for Risk Assessment) var fyrir stuttu í heimsókn á Íslandi en BfR er ein öflugasta stofnun Evrópu á sviði áhættumats og matvælaöryggis.

Tilgangur heimsóknar Dr. Hensel til Íslands var m.a. að skrifa undir samstarfssamninga fyrir hönd BfR við Matís annars vegar og Matvælastofnun hins vegar. Samhliða því var endurnýjaður samstarfssamningur Matís og Matvælastofnunar.

Dr. Andreas kynnti hlutverk og starf BfR fyrir ráðuneytisstjóra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og starfsmönnum Matís og Matvælastofnunar. Mjög áhugavert var að heyra hvernig BfR sinnir hlutverki sínu fyrir þýska ríkið í áhættumati og matvælaöryggi og margt sem Íslendingar geta lært af nálgun Þjóðverja í þessum málaflokkum.

Hjá BfR starfa að meðaltali um 750-800 manns og hlutverk stofnunarinnar er m.a. áhættumat m.t.t. heilsu fólks, matvælaöryggis, erfðabreyttra matvæla ofl.

BfR bar hitann og þungann af viðbrögðum við svonefndri EHEC sýkingu á sl. ári en sýkingin var af völdum E.coli og var í upphafi talin eiga uppruna sinn í gúrkum. Síðar kom í ljós, m.a. fyrir tilstuðlan BfR, að uppruninn var í baunaspírum.  Þúsundir manna veiktust alvarlega af völdum sýkingarinnar. 

Samstarf við BfR og aðgangur að sérfræðiþekkingu stofnunarinnar á sviði áhættumats eru mjög mikilvæg fyrir starfsemi Matís. Eitt skilgreindra hlutverka Matís er að stuðla að bættu öryggi matvæla, en Matís  hefur á að skipa starfsfólki með sérþekkingu á því sviði, þ.m.t. varðandi áhættumat, matarsýkingar og matarsjúkdóma.

Eftirfarandi mynd er frá undirskrift samstarfssamninga.

SLR Matis BfR MAST samningur
Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, dr. Andreas Hensel, forseti BfR og Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís.

Fréttir

Vilt þú framleiða matvöru í vottuðu húsnæði? Þá eru Matarsmiðjur Matís málið!

Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu, sem hefur fengið leyfi þar tilbærra yfirvalda til rekstursins.

Aðstaðan getur verið mismunandi frá einni smiðju til annarrar, en sammerkt með þeim öllum er að til staðar er fjölbreytt úrval matvinnslutækja og áhalda og önnur aðstaða sem vinnslan krefst. Notendur fá kennslu á tækin og frjálsan aðgang til framleiðslu á þeim vörum sem gerlegt er m.t.t. aðstöðu og tækjabúnaðar og útgefnu leyfi heilbrigðisyfirvalda.

Í matarsmiðjunum eru reglulega haldin námskeið um framleiðslu og verkun ýmissa framleiðsluvara auk námskeiða um innra eftirlit. Matarsmiðjur Matís eru á Flúðum og á Höfn í Hornafirði. Nánari upplýsingar um starfsstöðvar og Matarsmiðjur Matís má finna hér.

Fyrir stuttu birtist frétt á vefsvæðinu www.freisting.is um Matarsmiðju Matís á Flúðum. Fréttina má sjá hér.

Nánari upplýsingar veita Vilberg Tryggvason í Matarsmiðju Matís á Flúðum og Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson í Matarsmiðju Matís á Höfn.

Fréttir

Mikilvægt að stuðla að jákvæðri upplifun þegar kemur að fiskneyslu hjá yngstu Íslendingunum

Nú fyrir stuttu birtist grein á vefsvæði Fishupdate eftir starfsmenn Matís og Háskóla Íslands. Þar er lagt til að jákvæðri upplifun skynrænna þátta vegna fiskneyslu, t.d. lyktar og bragðs, sé haldið að krökkum frá unga aldri enda geti það skipt sköpum upp á neyslu fisks síðar á ævinni.

Fish is a healthy food, and the WHO recommends that ideally it should be on the menu once or twice a week. The high levels of omega-3 fatty acids, above all in sea fish with a high fat content, are especially important for the health. Fish are also important as a source of vitamin D and trace elements such as iodine and selenium. Whoever eats sea fish regularly lessens their risk for diabetes and cardiovascular disease. Fish supports a balanced weight-loss program and can lessen oxidative stress. 

Unfortunately, children and young adults seldom eat fish. Since the dietary habits of earlier years are often carried into adulthood, they can have a long-term negative effect on one’s health. 

An Icelandic study by University of Iceland in cooperation with the Food and Biotech  research institute and European Sensory Network member, Matís, is seeking the relevant factors that are responsible for this aversion to fish. The researchers questioned 1498 Icelanders between the age of 17 and 26 as to how often they consumed fish. The researchers also wanted to know if the participants had eaten fish as children, if they believed that fish smelled and tasted good or bad, if healthy food was important, what they thought of fish as nourishment, whether parental pressure influenced the participants’ fish consumption, and whether they were able to prepare and cook fish themselves. 

Analyses of the results showed that all of the above-mentioned factors in the willingness to eat fish were important, either directly or indirectly. Young people are more prone to eat fish:

  • if they had learned to cook and can prepare fish recipes
  • if they had a positive attitude towards eating fish
  • if they were interested in eating healthy
  • if they liked the way fish tastes and smells
  • if their parents had fish regularly on the family’s menu

Eating fish during childhood has an indirect influence on the liking of fish later in life.  Whoever has eaten fish often as a child has a greater probability of enjoying eating it, consequently developing a positive attitude towards the food, and will eat fish on a regular basis on into early adulthood. 

Sensory beliefs were shown to be the strongest predictor of attitudes towards fish consumption, followed by social pressure from the parents. An interest in a healthy diet and confidence in one’s own cooking had a comparatively weak influence.

Researcher Kolbrun Sveinsdottir from Matis concluded: “It is important to set up programmes in kindergartens and schools targeted towards establishing a positive sensory experience as early as possible in regards to eating fish. Parents must be encouraged to serve their children fish on a regular basis and also involve them in the preparation and cooking. The industry should take more consideration on presenting fish products that can be more easily prepared and cooked.”

The scientists also recommend that the positive health aspects of fish consumption be given a prominent place in the marketing of seafood products.

Source:
A model of fish consumption among young consumers Thorsdottir F, Sveinsdottir K, Jonsson FH, Einarsdottir G, Thorsdottir I, Martinsdottir E. Journal of Consumer Marketing, Volume 29, Issue 1,  2012, Pages 4–12
DOI: http://www.esn-network.com/typo3conf/ext/dh_linklayout/res/link_ext.gif 10.1108/07363761211193000

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Kolbrúnu Sveinsdóttur hjá Matís og á vefsvæði Fishupdate, www.fishupdate.com.

Fréttir

Fá styrk til að hanna blóðgunarbúnað

Fyrirtækið 3X Technology á Ísafirði vinnur nú að rannsóknarverkefni um blóðgun á línufiski í smábátum og er verkefnið unnið í samvinnu við Matís og útgerðaraðila.

Matís leggur kapp á að aðstoða matvælaiðnaðinn í landinu um aukin verðmæti, bætta nýtingu og betri lýðheilsu, með ofangreindu verkefni er unnið að aukningu verðmæta með betri aflameðhöndlun sem opnar leiðir fyrir betri nýtingu. Þar sem matvælaiðnaðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í kringum landið er Matís með starfsemi víða um land þ.m.t. á Ísafirði. Starfstöð Matís á Ísafirði hefur mikilvægu hlutverki að gegna við að brúa bilið á milli atvinnulífs og vísindasamfélags. Á Ísafirði er nú í gangi samstarf 3X, smábátaútgerða og Matís og nýtur stöðvarstjóri Matís á Ísafirði stuðnings annarra sérfræðinga og sérhæfðra starfsmanna Matís við lausn verkefnisins.

Ofangreint verkefni er dæmi um hvernig rannsóknir Matís, sem í þessu tilfelli snúast um vinnu í þágu 3X og í samstarfi við smábátaútgerðir, fela í sér ávinning fyrir landsmenn alla. Það er með rannsóknunum sem hægt er aðbúa í haginn fyrir þróun sem viðhaldi gæðum afla. Meðhöndlun hráefna skipti miklu um möguleika til framleiðslu fjölbreyttra afurða.

„Útgerð línubáta er sérstaklega mikilvæg sjávarbyggðum á Vestfjörðum og hefur verið ómetanleg lyftistöng fyrir byggðaþróun þar í gegnum tíðina,“ segir Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Fyrirtækið 3X Technology á Ísafirði vinnur nú að rannsóknarverkefni um blóðgun á línufiski í smábátum, og fékk nýverið styrk úr Vaxtarsamningi Vestfjarða, sem er samstarfsverkefni iðnaðarráðuneytisins og Atvest. 3X Technology vinnur verkefnið í samvinnu við Matís og útgerðarðila, sem þróað hafa nýjan búnað til blóðgunar um borð í línubátum, en búnaðurinn nefnist „Rotex“. Shiran segir að á síðari tímum hafi verið bent á það óspart, að veira þessara báta séu mun vistvænni en annarra útgerðarflokka.

„Þrátt fyrir hina mörgu kosti smábátaútgerðar hefur hún einnig sína ókosti. Sérstaklega eru þekkt ýmis vandamál er snúa að því að viðhalda gæðum hráefnisins eftir að það kemur um borð, en þar sem vinnupláss um borð í þessum bátum er af skornum skammti hefur vantað nokkuð á að meðferð aflans um borð væri sem skyldi,“ segir Shiran, og segir það ekki síst eiga við hvað varðar blæðingu en vandasamt hefur reynst að koma fullnægjandi búnaði um borð í smábáta. „Sökum þessara gæðavandamála er ímynd smábátaútgerðar ekki eins jákvæð og hún annars hefur burði til að vera, en í raun er varla hægt að hugsa sér ferskara hráefni en krókaveiddan fisk,“ segir Shiran.

Þrátt fyrir að rannsóknir bendi til að rétt blóðgun skili meiri verðmætum á þorskafla hefur ekki verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti. Því var talið mikilvægt að sýna fram á með rannsókn að nýr búnaður henti til notkunar um borð í minni línubátum og skili betri gæðum á afla.
„Verkefnið, sem styrkt er af Vaxtarsamningi Vestfjarða og AVS sjóðnum, mun svara þeirri spurningu hvort það sé betra að láta afla smábáta blæða út í „Rotex“ búnaðinum sem 3X hafa hannað miðað við hefðbundna aðferð smábáta, eða að láta þá blæða út í ískrapa í fiskikörum. Við teljum það betra með „Rotex“ búnaðinum heldur en að gera þetta með hefðbundnum aðferðum. Verkefnið snýst um að svara því,“ segir Shiran.

Töluvert er í húfi fyrir 3X Techology sem áætlar að framleiðsla í þessum búnaði geti skilað umtalsverðum tekjum í framtíðinni. Á fimmta hundrað smábáta höfðu aflamark eða krókaaflamark 1. september 2011 og ekki vitað að nokkur þeirra hafi blóðgunarbúnað um borð til að tryggja góða blóðgun á þorsk og ýsu. Ef hægt er að sýna fram á virkni búnaðarins má reikna með að umtalsverður fjöldi báta muni fjárfesta í slíkum búnaði. „Framleiðsla á „Rotex“-búnaði gæti skilað miklum tekjum fyrir 3X Technology þó mesti ávinningurinn sé með aukinni verðmætasköpun afla smærri línuskipa.“ segir Shiran.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Þórðarson, stöðvarstjóri á Ísafirði.

Ofangreind frétt að hluta birtist fyrst á vef Bæjarins besta á Ísafirði (www.bb.isgudmundur@bb.is).

Fréttir

Íslenskt sjávarfang beint í andlitið!

Sprotafyrirtækið Marinox framleiðir nú húðkrem eftir áralanga rannsókna- og þróunarvinnu á efnum sem finna má í íslenskum sjávarþörungum og innihalda mjög mikla líf- og andoxunarvirkni.

UNA skincare eru háþróuð íslensk húðkrem sem eru nýkomin á markað. Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Marinox, sem er að hluta til í eigu Matís, framleiðir þessi krem eftir áralanga rannsókna- og þróunarvinnu. Um er að ræða bæði endurnærandi dagkrem og uppbyggjandi næturkrem sem innihalda þessi einstöku lífvirku efni.

Sjávarþörungar eru mjög vannýtt auðlind á Íslandi, en þeir innihalda aragrúa af heilsusamlegum lífefnum sem hægt er að nýta í margvíslegar afurðir. Fyrirtækið Marinox hefur þróað náttúrulega aðferð til að einangra og framleiða virk efni úr þessari einstöku íslensku auðlind og þar með tryggja hámarksvirkni þeirra. Rannsóknir sýna fram á mjög jákvæð áhrif náttúrulegra efna úr sjávarþörungum á húðina. Lífvirku þörungaefnin í UNA skincare kremunum innihalda m.a. mikið af mjög öflugum náttúrulegum andoxunarefnum, lífvirkum fjölsykrum, amínósýrum, vítamínum og steinefnum. Þessi efni m.a. berjast gegn frjálsum hvarfeindum (e. free radicals) og húðöldrun, draga úr bólgum og roða, auk þess að bæta teygjanleika húðarinnar og veita henni raka.

Samspil hafs og vísinda hjálpar þannig til við að varðveita náttúrulega fegurð húðarinnar!

UNA kremin innihalda einnig önnur öflug virk efni sem koma í veg fyrir og draga úr fínum línum og hrukkum, auk þess að endurnæra og byggja upp húðina. Kremin, sem innihalda hátt magn náttúrulegra og lífrænna innihaldsefna, eru án litarefna, ilmefna og parabenefna. Umfangsmiklar neytendaprófanir hafa átt sér stað þar sem yfir 90 konur prófuðu kremin. Sýndu þessar prófanir fram á framúrskarandi árangur kremanna. Meirihluti þeirra sem tóku þátt í langtímaprófi á snyrtivörunum sáu marktækan jákvæðan mun á húð sinni og minnkun á fínum línum og hrukkum. Yfir 90% þeirra sem tóku þátt myndu hiklaust mæla með kreminu við aðra. UNA skincare kremin eru komin í sölu á 32 útsölustöðum út um allt land. Frekari upplýsingar um þessi einstöku krem má finna á www.unaskincare.com.

Marinox er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki til húsa að Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík. Rannsókna- og þróunarvinna lífvirku efnanna og kremanna hefur farið fram í náinni samvinnu við Matís í Reykjavík og á Sauðárkróki.

Nánari upplýsingar veitir dr. Hörður G. Kristinsson, framkvæmdastjóri Marinox (hordur@unaskincare.com eða 858-5063).

UNA skincare

Fréttir

Nemendur í líftækninámi útskrifast frá Háskólanum á Akureyri

Fyrir stuttu vörðu nokkrir nemendur í auðlindafræði, með áherslu á líftækni, ritgerðir sínar við Háskólann á Akureyri en líftæknin er einmitt ein þeirra greina sem gætu skapað þjóðarbúinu umtalsverðar tekjur um ókomna tíð.

Þessir nemendur eiga að það sameiginlegt að hafa allar notið leiðsagnar starfsmanna Matís. Nemendurnir eru:

  • Guðný Helga Kristjánsdóttir. Verkefnið „Mælingar á astaxanthin og næringarefnum úr frárennslisvökva kítósanvinnslu“. Unnið í samstarfi við Primex (lokað verkefni) – leiðbeinandi var Rannveig Björnsdóttir hjá Matís.
  • Hanna Rún Jóhannesdóttir. Verkefnið „Samband hreinleika nautgripa á fæti og örveruflóru á yfirborði skrokkanna“. Unnið í samstarfi við Norðlenska (lokað verkefni) – leiðbeinandi var Rannveig Björnsdóttir hjá Matís.
  • Guðrún Kristín Eiríksdóttir:  Verkefnið „Áhrif hitastigs á tjáningu próteina í bleikjuhjörtum. Greint með próteinmengjagreiningu“. Unnið í samstarfi við Háskólann á Hólum (opið verkefni) – leiðbeinandi var Hólmfríður Sveinsdóttir hjá Matís.

Nánari upplýsingar veita Hólmfríður og Rannveig hjá Matís.

Skýrslur

Optimization of Icelandic turbot culture / Arðsemisaukning í íslensku sandhverfueldi

Útgefið:

01/07/2012

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Kristinn Ólafsson, Eirik Leknes, Jón Árnason, Snorri Gunnarsson, Benedikt Kristjánsson, Sigurbjörg Hauksdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, María Pétursdóttir, Helgi Thorarensen, Soizic Le Deuff, Arnþór Gústavsson, Gunnar Örn Kristjánsson, Trond Bjørndal, Sigríður Hjörleifsdóttir, Albert Imsland

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Optimization of Icelandic turbot culture / Arðsemisaukning í íslensku sandhverfueldi

Meginmarkmið verkefnisins „Arðsemisaukning í íslensku sandhverfueldi (MAXIMUS)“ var að þróa aðferðir til að lækka framleiðslukostnað í sandhverfueldi á Íslandi. Sandhverfa er að langmestu leyti alin í kerum á landi og hentar því mjög vel til eldis á Íslandi auk þess sem markaðsverð er hátt (um 1500 kr/kg) og stöðugt. Landeldi er hins vegar kostnaðarsamt og því verður sífellt að leita nýrra og betri tæknilegra lausna til að auka hagkvæmni eldisins.   Í MAXIMUS verkefninu var unnið að þróun nýrrar ljóslotustýringar sem gerir mögulegt að auka vöxt um allt að 20%. Unnið var að þróun nýrra fóðurgerða þar sem leitast var við að minnka vægi sjávarpróteins og tókst að lækka fóðurkostnað um allt að 10% samanborið við hefðbundið fóður. Með þessu verður mögulegt að auka hagkvæmni eldis á sandhverfu á seinni stigum eldisferilsins. Í verkefninu var jafnframt þróað multiplex erfðamarkasett fyrir sandhverfu sem hefur gert kleift að arfgerðagreina mikið magn seiða á fljótlegan og öruggan hátt. Þetta erfðamarkasett mun nýtast til að flýta fyrir erfðaframförum í sandhverfueldi í framtíðinni.   Unnið var að markaðsrannsóknum og reynt að rýna í framtíðarhorfur eldisins. Framleiðsla á sandhverfu mun að öllum líkindum aukast töluvert á komandi árum en þrátt fyrir aukningu á undanförnum árum hefur verð haldist stöðugt. Niðurstöður verkefnisins benda eindregið til að eldi á sandhverfu sé hagkvæmt hérlendis og þær aðferðir sem þróaðar hafa verið í verkefninu munu auka líkur á uppbyggingu og fjárfestingu í sandhverfueldi á Íslandi.

The overall aim of this project, MAXIMUS, was to develop methods to significantly reduce production costs in farming of turbot (Scophthalmus maximus). Production of turbot in Iceland has been growing and therefore it is important to develop technology to lower the production costs.   Turbot is an ideal species for farming in land‐based stations in Iceland, having many good characteristics as an aquaculture species and high (1500 kr/kg) and stable market value. Rearing fish in land‐based farms comes however with a cost and it is important to constantly strive to develop new technology to reduce cost of production. Firstly, methods to use photoperiod control to increase growth rate up to 20% compared to traditional methods were developed. Secondly, it was found that crude protein in turbot feed can be reduced by approximately 10% compared to current level in commercial feed without negative effects on growth. This will make production of a more cost efficient and less expensive feed for large turbot possible. Thirdly, multiplex genotyping systems were developed, making it possible to determine the pedigree of the parent fish during breeding to ensure genetic diversity leading to high growth rate.   Finally, the current and future developments in turbot production and markets were analyzed. Production of this species is likely to increase considerably in coming years. In addition, there are important developments in technology that may impact on future supply and cost of production. An estimation of the economic implications of optimized turbot farming system in Iceland, profitability and revenue, was also investigated. Overall the results from this project will make turbot production in Iceland more feasible, and profitable, in the future.

Skýrsla lokuð til 01.12.2013

Skoða skýrslu

Skýrslur

Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2010 and 2011 / Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2010 og 2011

Útgefið:

01/07/2012

Höfundar:

Hrönn Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs‐ og landbúnaðarráðuneyti / Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2010 and 2011 / Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2010 og 2011

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis sem styrkt var af umhverfisráðuneytinu og sjávarútvegs‐  og landbúnaðarráðuneytinu. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar‐  og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program). Gögnin eru hluti af framlagi Íslands í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnunin sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja‐  og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2011 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2010. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989 og er sýnasöfnun eins frá ári til árs og unnið eftir alþjóðlegum sýnatökuleiðbeiningum. Gögnunum er safnað saman í gagnagrunn, í skýrslunni eru birtar yfirlitsmyndir fyrir sum efnanna sem fylgst er með. Kadmín er svæðisbundið hærra í íslenskum kræklingi samanborið við krækling frá öðrum löndum.    Niðurstöður sýna breytingar í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi sem safnað var nálægt Hvalstöðinni í Hvalfirði í september 2010 sem eru sambærilegar við niðurstöður frá sama stað frá árinu 2009. Ekki voru sýnilegar breytingar í styrk þessara efna á söfnunarstað kræklings við Hvammsvík í Hvalfirði né á neinum öðrum söfnunarstað í kringum landið sem rannsakaður var 2010. Mikilvægt er að fylgjast með þessum breytingum í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi í vöktunarverkefninu á næstu árum til að sjá hvort þær eru enn til staðar. Ítarleg tölfræðigreiningu á gögnunum er í gangi þ.a. hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum aukningu eða minnkun mengandi efna í lífríki sjávar hér við land.  

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2010 and 2011. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements.    The project was funded by Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture. The data obtained is a part of Iceland´s contribution to the ICES databank (ices.dk). The collection of data started 1989. Matís is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at Matís and the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analysed in cod (Gadus morhua) caught in March 2011 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected from 11 sites in August/Sept 2010. Marine monitoring began in Iceland 1989 and the sampling is carried out according to standardized sampling guidelines. Changes were observed in the organochlorine concentration patterns in blue mussels collected year 2010 at the sampling site Hvalstod in Hvalfjordur which are in line with results obtained year 2009. No noteworthy increase in organochlorine concentrations was however observed in blue mussels obtained at Hvammsvík in Hvalfjordur nor any of the other sample sites studied year 2010. These results need to be followed up in the annual monitoring of the biosphere around Iceland next year to see if this change in contaminant concentration pattern continues. A thorough statistical evaluation is on‐going on all the available data from this monitoring program to analyse spatial and temporal trends of pollutants in the Icelandic marine biosphere.

Skoða skýrslu
IS