Fréttir

Nemendur í líftækninámi útskrifast frá Háskólanum á Akureyri

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Fyrir stuttu vörðu nokkrir nemendur í auðlindafræði, með áherslu á líftækni, ritgerðir sínar við Háskólann á Akureyri en líftæknin er einmitt ein þeirra greina sem gætu skapað þjóðarbúinu umtalsverðar tekjur um ókomna tíð.

Þessir nemendur eiga að það sameiginlegt að hafa allar notið leiðsagnar starfsmanna Matís. Nemendurnir eru:

  • Guðný Helga Kristjánsdóttir. Verkefnið „Mælingar á astaxanthin og næringarefnum úr frárennslisvökva kítósanvinnslu“. Unnið í samstarfi við Primex (lokað verkefni) – leiðbeinandi var Rannveig Björnsdóttir hjá Matís.
  • Hanna Rún Jóhannesdóttir. Verkefnið „Samband hreinleika nautgripa á fæti og örveruflóru á yfirborði skrokkanna“. Unnið í samstarfi við Norðlenska (lokað verkefni) – leiðbeinandi var Rannveig Björnsdóttir hjá Matís.
  • Guðrún Kristín Eiríksdóttir:  Verkefnið „Áhrif hitastigs á tjáningu próteina í bleikjuhjörtum. Greint með próteinmengjagreiningu“. Unnið í samstarfi við Háskólann á Hólum (opið verkefni) – leiðbeinandi var Hólmfríður Sveinsdóttir hjá Matís.

Nánari upplýsingar veita Hólmfríður og Rannveig hjá Matís.